Lyfjaverslun Íslands hf.

50. fundur
Þriðjudaginn 06. desember 1994, kl. 13:52:20 (2207)


     Forseti (Gunnlaugur Stefánsson) :
    Forseta hefur borist svohljóðandi bréf, dags. 6. des. 1994:
    ,,Með vísan til 3. mgr. 55. gr. laga um þingsköp Alþingis leyfi ég mér að óska eftir því fyrir hönd þingflokka Alþb., Framsfl. og Samtaka um kvennalista að umræðutími við 1. umr. um frv. til laga um heimild til sölu hlutabréfa ríkissjóðs í Lyfjaverslun Íslands hf., verði tvöfaldaður vegna mikilvægis málsins og skýrslu Ríkisendurskoðunar um einkavæðingu í tíð núverandi ríkisstjórnar.``
    Undir bréfið skrifar Kristín Ástgeirsdóttir.
    Forseti mun verða við þeirri beiðni sem fram kemur í bréfi hv. þm. Kristínar Ástgeirsdóttur, fyrir hönd þingflokka Alþb., Framsfl. og Samtaka um kvennalista. Ræðutími verður því tvöfaldur vegna mikilvægis málsins að mati beiðenda.