Fjáraukalög 1994

53. fundur
Föstudaginn 09. desember 1994, kl. 16:11:16 (2500)


[16:11]
     Frsm. minni hluta fjárln. (Jón Kristjánsson) (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Það er rétt að fjárln. fjallar ekki um úthlutunarreglur Lánasjóðs ísl. námsmanna. Hins vegar er forustuhlutverk menntmrn. ótvírætt í þessu efni. Sjóðurinn heyrir undir það ráðuneyti. Ég mælti þessi aðvörunarorð vegna þess að hér segir: ,,Reynslan af nýjum lögum og úthlutunarreglum sjóðsins benti til að unnt væri að lækka þetta hlutfall, þar af leiðandi ríkisframlagið til sjóðsins. Enda hefur verið skipaður starfshópur til að endurmeta hlutdeild ríkissjóðs í fjármögnun sjóðsins.``
    Það á sem sagt að nota tækifærið af því að úthlutunarreglurnar hafa fækkað fólki við nám til að lækka framlag til sjóðsins. Það er stefnumörkunin sem í þessu felst. Það er stefnumörkunin frá menntmrn., frá ríkisstjórninni og sem meiri hluti hv. fjárln. tekur undir.