Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1995

56. fundur
Mánudaginn 12. desember 1994, kl. 22:16:11 (2599)


[22:16]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég hefði talið að ríkisvaldið gæti beitt sér til þess að hafa áhrif á stjórn Landsvirkjunar þar sem ríkisvaldið á fulltrúa í stjórn Landsvirkjunar og á helming í þeirri stofnun. Það ætti því að vera hægt að beita sér fyrir því að Landsvirkjun geti ekki alltaf hagað sér eins og hún sé eitthvert ríki í ríkinu. ( Iðnrh.: Ríkið á innan við helming.)