Fjárlög 1995

57. fundur
Þriðjudaginn 13. desember 1994, kl. 23:16:48 (2678)


[23:16]
     Guðni Ágústsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Agli Jónssyni fyrir það að hann boðar hér að á milli 2. og 3. umr. muni hann kalla landbn. saman og fara yfir það og ég vænti þess að það verði til þess að bæði stjórnarandstaða og meiri hlutinn nái samstöðu um einhverjar tillögur ef það gerist ekki í stjórnarflokkunum. Við verðum að svara kalli tímans og vera menn til þess að svíkja ekki svo bugaða stétt sem á von í dag. Við þurfum að vinna með bændastéttinni og um leið landsbyggðinni og til þess þarf peninga því að þeir eru afl þeirra hluta sem gera þarf.