Vátryggingastarfsemi

60. fundur
Föstudaginn 16. desember 1994, kl. 12:45:51 (2811)


[12:45]
     Frsm. heilbr.- og trn. (Ingibjörg Pálmadóttir) :
    Virðulegi forseti. Ég mæli hér fyrir frv. til laga frá heilbr.- og trn. um breytingu á lögum nr. 60/1994, um vátryggingastarfsemi. Frv. er á þskj. 390.
    Frv. er svohljóðandi: 1. gr. Í stað dagsetningarinnar ,,1. júlí 1994`` í síðari mgr. 100. gr. laganna kemur: 1. júlí 1995.
    2. gr.: Á eftir ártalinu ,,1994`` í 1. mgr. í ákvæði til bráðabirgða í lögum kemur: og 1995.
    3. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.
    Í greinargerð kemur m.a. fram: ,,Fyrir liggur að ekki reynist unnt að ljúka smíði reglugerða um reikningsskil vátryggingafélaga, þannig að þær öðlist gildi 1. jan. 1995 eins og stefnt var að þar sem verkið hefur reynst umfangsmeira en í fyrstu var talið. Þá er óvíst hvenær sett verða ný lög um bókhald og ársreikninga fyrirtækja sem taka verður tillit til við samningu reglnanna.``
    Virðulegi forseti. Ég geri það að tillögu minni að að lokinni umræðu verði þessu frv. vísað til 2. umr.