Fjáraukalög 1994

64. fundur
Þriðjudaginn 20. desember 1994, kl. 15:27:36 (2927)



[15:27]
     Egill Jónsson (um fundarstjórn) :
    Virðulegi forseti. Vegna þeirrar umræðu sem hefur farið fram þá vil ég að það liggi ljóst fyrir að ég hafði ekki minnstu hugmynd um þennan texta fyrr en ég sá þingplaggið á borði mínu. Ég hafði reyndar af því spurnir eftir viðtal við hv. varaformann fjárln. að það ætti að skilyrða þessar 40 millj. sem fara til greiðslu jarðræktarframlaga. En það var ekki minnst á það einu orði að það ætti að afnema jarðræktarlögin um leið.
    ( Forseti (SalÞ) : Ekki efnislega umræðu.)
    Það breytir því hins vegar ekki, virðulegi forseti, að niðurlag greinarinnar og sá gjörningur sem því á að fylgja er með tilvísan til þess sem ég hef áður sagt markleysa.