Verkfall sjúkraliða

66. fundur
Miðvikudaginn 21. desember 1994, kl. 16:57:53 (3051)


[16:57]
     Ingibjörg Pálmadóttir :
    Virðulegi forseti. Verkfall sjúkraliða hefur staðið allt of lengi og það er ekkert að gerast í samningamálum þeirra. Samninganefnd ríkisins er lömuð vegna láglaunastefnu ríkisstjórnarinnar. Þegar heilbrigðisstéttir neyðast til að fara í verkfall hefur sú ákvörðun mikil áhrif á öryggismál sjúklinga. Þetta er svo alvarlegt mál að ríkisstjórn í hvert sinn verður að grípa inn í málið.
    Hér er spurt að því: Hvað hefur hæstv. forsrh. gert varðandi þessa kjaradeilu? Hann hefur ekki svarað því. Mönnum virðist ekki vera ljós sú mikla og alvarlega afleiðing sem af þessari launadeilu hlýst

og því fer ég fram á það við hæstv. heilbrrh. að hann gefi Alþingi skýrslu um áhrif verkfallsins á öryggi sjúklinga í landinu og hvað biðlistar vegna lífsnauðsynlegra aðgerða lengjast vegna þessa verkfalls. Með slíka skýrslu í höndum yrði mönnum ljósara hversu brýnt öryggismál það er að semja við sjúkraliða án tafar.