Fjárlög 1995

66. fundur
Miðvikudaginn 21. desember 1994, kl. 21:29:03 (3075)


[21:29]
     Sturla Böðvarsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Hv. þm. staðfesti það sem ég sagði, að um 400 millj. kr. eru innheimtar í heild af íbúðarhúsnæði í virðisaukaskatt. Hluti af því kemur frá orkufyrirtækjum sem ekki eru á hinum köldu svæðum. Þannig að þær rúmlega 400 millj. sem eru notaðar til niðurgreiðslu eru verulega mikið hærri upphæð en sú upphæð sem kemur í innheimtu virðisaukaskatts frá orkufyrirtækjum af hinum köldu svæðum. Þannig að það stenst að öllu leyti það sem ég sagði. En ég held að það sé út af fyrir sig alveg hárrétt sem þingmaðurinn sagði, að betur má ef duga skal. Tilgangurinn með ákvæði í 6. gr. um heimild til fjmrh. um að standa að frekari niðurgreiðslum, er sá að ná meiri og betri árangri og ég get ímyndað mér að hæstv. iðnrh. muni staðfesta það hér á eftir.