Ferill 86. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 86 . mál.


86. Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um aðstöðu nemenda við Fjölbrautaskólann í Breiðholti.

Frá Guðmundi Hallvarðssyni.



     1 .     Hver eru áform ráðherra varðandi það óviðunandi ástand sem nú ríkir við Fjölbrautaskólann í Breiðholti þar sem nú eru um 1.500 nemendur í dagskóla sem eingöngu er ætlaður 1.000–1.200 nemendum?
     2 .     Er ætlunin að bæta aðbúnað nemenda á sviði matvælaiðnaðar?
     3 .     Hvað líður áformum um frekari byggingarframkvæmdir, t.d. þeim sem gert var ráð fyrir til að hýsa járniðnaðar- og trésmíðabraut?