Ferill 107. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 107 . mál.


110. Frumvarp til laga


um takmörkun á ráðstöfun síldar til bræðslu.

(Lagt fyrir Alþingi á 118. löggjafarþingi 1994.)


1. gr.

    Sjávarútvegsráðherra er heimilt með reglugerð að takmarka ráðstöfun síldar til bræðslu ef telja verður slíkt nauðsynlegt til að tryggja hráefni til vinnslu síldar til mann eldis.
    Með reglugerð skv. 1. mgr. má ákveða að allri síld, sem veidd er eftir tiltekið tíma mark, skuli ráðstafað til manneldisvinnslu eða að hvert skip skuli ráðstafa ákveðnu hlut falli af afla eftir ákveðið tímamark til manneldisvinnslu.

2. gr.

    Ráðherra skal leita umsagnar samráðsnefndar Samtaka fiskvinnslustöðva og Lands sambands íslenskra útvegsmanna um ráðstöfun síldarafla áður en reglugerð er sett um takmörkun á ráðstöfun síldar til bræðslu samkvæmt lögum þessum.
    Við mat á því hvort takmörkun á ráðstöfun síldar til bræðslu sé nauðsynleg skal ráð herra líta annars vegar til þeirra aflaheimilda sem fyrir hendi eru þegar ákvörðun er tekin og hins vegar til gerðra samninga um sölu á frystum eða söltuðum síldarafurðum, sem og söluhorfa á þessum afurðum.

3. gr.

    Brot gegn ákvæðum laga þessara eða reglum settum samkvæmt þeim varða sektum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum.

4. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Á undanförnum árum hefur vaxandi hluti síldaraflans farið til mjöl- og lýsisvinnslu. Sem dæmi má nefna að á síldarvertíðinni 1985–86 var aðeins um 2% ráðstafað til bræðslu. Á næstu vertíðum stækkaði þetta hlutfall og náði hámarki á vertíðinni 1992–93, eða 72%. Á síðustu vertíð var þetta hlutfall 63%.
    Ýmsar ástæður eru fyrir þessari þróun. Í fyrsta lagi hafa orðið miklar breytingar á sölumöguleikum síldar á síðustu árum, einkum með hruni markaða í fyrrum Sovétríkjun um. Í öðru lagi hafa loðnuveiðar á haustvertíð gengið illa á undanförnum árum og því hef ur loðnuflotanum, sem er að stórum hluta í eigu loðnuverksmiðja, í vaxandi mæli verið beint til síldveiða. Í þriðja lagi hefur síldin haldið sig langt frá landi og svo djúpt að erfitt hefur verið fyrir hefðbundna síldarbáta að ná henni. Í fjórða lagi gildir sú regla í Evrópu sambandinu að óheimilt er að ráðstafa síld til bræðslu. Vaxandi síldarafli í Evrópu hefur leitt til mikils framboðs af verkaðri síld í Evrópu og lækkandi verðs á síldarafurðum. Fleiri ástæður mætti nefna.
    Sjávarútvegsráðuneytið hefur haft áhyggjur af þróun þessara mála. Útreikningar Þjóð hagsstofnunar sýna að mest vinnsluvirði sé af vinnslu síldar til manneldis en mun minna ef síldin er brædd. Þá hafa aðilar vinnumarkaðarins hvatt til þess að síld sé ráðstafað til manneldisvinnslu til þess að vinna bug á vaxandi atvinnuleysi. Ráðuneytið hefur reynt í samráði við hagsmunaaðila í sjávarútvegi að leita leiða til að tryggja að stærri hluti síld araflans fari til manneldisvinnslu, m.a. með því að halda fundi með fulltrúum útgerða, sjómanna, vinnslu og sölusamtaka þar sem rætt hefur verið hvort ástæða sé til að grípa til einhverra ráðstafana. Í framhaldi af þessum fundum áttu útvegsmenn og fiskvinnslu aðilar formlega fundi um málið á síðustu síldarvertíð þar sem skipst var á upplýsingum um ýmsa þætti málsins og leiðir til að tryggja að meira af aflanum færi til manneldis vinnslu.
    Undir lok síðustu síldarvertíðar þótti sýnt að ekki mundi takast að standa við gerða samninga um sölu á síld til manneldis. Var því gripið til þess ráðs að setja lög sem bönn uðu ráðstöfun síldar til bræðslu. Lögin komu ekki að tilætluðu gagni vegna þess hve síld veiðarnar voru langt komnar og vegna þess að í lok vertíðarinnar var síldin of smá til sölt unar og frystingar.
    Í byrjun september skipaði sjávarútvegsráðherra nefnd sem gera á tillögur sem miða að því að auka nýtingu síldar til manneldis og nýta betur þá möguleika til atvinnusköpun ar og gjaldeyrisöflunar sem felast í veiðum og vinnslu síldar. Nefndinni var m.a. falið að endurskoða í þessu sambandi lög nr. 62/1962, um síldarútvegsnefnd og útflutning salt aðrar síldar, í þeim tilgangi að efla markaðsöflun fyrir síldarafurðir. Nefndin ákvað að vinna fyrst að tillögum um ráðstöfun síldar fyrir vertíðina sem hófst í upphafi september og skilaði tillögum þar að lútandi í lok mánaðarins.
    Nefndin lagði m.a. til við sjávarútvegsráðherra að hann flytti frumvarp til laga við upphaf næsta þings þess efnis að honum yrði veitt heimild til að takmarka ráðstöfun síld ar til bræðslu í því skyni að tryggja að nægileg síld fáist upp í sölusamninga vegna síldar sem unnin er til manneldis. Nefndin telur að þessar tillögur, sem eru í fjórum liðum, ættu að vera til þess fallnar að leysa þann vanda sem upp hefur komið varðandi ráðstöfun síld ar á síðustu vertíðum. Leiði reynslan hins vegar annað í ljós þurfi að grípa til frekari ráð stafana, sjá fskj. I.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Með þessari grein er lagt til að ráðherra geti með reglugerð takmarkað ráðstöfun síldar til bræðslu. Heimilt er að grípa til slíkrar takmörkunar ef í ljós kemur að það er nauðsyn legt til að tryggja nægilegt hráefni til manneldisvinnslu. Það leiðir af eðli máls að slík ákvörðun yrði bundin við viðkomandi vertíð en veiðitímabil síldar er nú frá 1. september til 1. maí. Líklegt er að yfirleitt komi það ekki í ljós fyrr en vertíð er hafin hvort þörf sé á að grípa til slíkra takmarkana en þó er ekki óhugsandi að slíkt sé ljóst fyrir upphaf ver tíðar. Takmarkanir geta verið með tvennum hætti. Annað hvort þannig að öllum afla sem landað er eftir ákveðið tímamark skuli ráðstafað til manneldis eða að tiltekinn hluti afla skuli fara til slíkrar vinnslu. Verði síðari leiðin valin yrði hlutfallið miðað við afla hvers skips sem landað er eftir viðkomandi tímamark. Ef of stór hluti tiltekins farms nýttist þannig ekki til manneldisvinnslu yrði viðkomandi skip að ráðstafa þeim mun hærra hlut falli til manneldis það sem eftir lifði vertíðar.

Um 2. gr.


    Í áfangaskýrslu nefndar um síldarmál er lagt til að stofnað verði til formlegs samstarfs útvegsmanna og vinnsluaðila til að miðla upplýsingum um stöðu veiða og vinnslu. Með þessari grein er lagt til að ráðherra skuli leita umsagnar þessarar samráðsnefndar áður en reglugerð er sett um takmörkun á ráðstöfun síldar til bræðslu. Í 2. mgr. greinarinnar eru tilgreind þau atriði sem ráðherra skal hafa til hliðsjónar er hann metur nauðsyn á að grípa til heimilda frumvarpsins. Eru það annars vegar þær aflaheimildir sem ekki hafa verið nýttar þegar ákvörðun er tekin og hins vegar þörf á hráefni til manneldisvinnslu með hlið sjón af gerðum sölusamningum og markaðshorfum.

Um 3. og 4. gr.


    Greinar þessar þarfnast ekki skýringa.


Fylgiskjal I.

NEFND UM SÍLDARMÁL


Áfangaskýrsla.


(22. sept. 1994.)


    Í byrjun september skipaði sjávarútvegsráðherra nefnd sem gera á tillögur sem miða að því að auka nýtingu síldar til manneldis og nýta betur þá möguleika til atvinnusköpun ar og gjaldeyrisöflunar sem felast í veiðum og vinnslu síldar. Nefndinni var m.a. falið að endurskoða í þessu sambandi lög nr. 62/1962, um síldarútvegsnefnd og útflutning salt aðrar síldar, í þeim tilgangi að efla markaðsöflun fyrir síldarafurðir.
    Í nefndinni eiga sæti Halldór Árnason, formaður hennar, Valdimar Indriðason og Jón Eyfjörð Eiríksson, skipaðir af sjávarútvegsráðherra, Dagmar Óskarsdóttir, tilnefnd af Fé lagi síldarsaltenda á Norður- og Austurlandi, Gunnar Flóvenz, tilnefndur af síldarútvegs nefnd, Ólafur Baldur Ólafsson, tilnefndur af Samtökum fiskvinnslustöðva, og Sverrir Leósson, tilnefndur af Landssambandi íslenskra útvegsmanna.
    Nefndin tók ákvörðun á fyrsta fundi sínum að vinna fyrst að tillögum um ráðstöfun síldar fyrir vertíðina sem hófst í upphafi þessa mánaðar. Nefndin hyggst síðar fjalla um endurskoðun laga nr. 62/1962. Samkomulag var í nefndinni um eftirfarandi tillögur sem hún telur að muni stuðla að því að síld verði í auknum mæli unnin til manneldis.

1.     Takmörkun síldveiða til bræðslu.
    Undir lok síðustu síldarvertíðar þótti sýnt að ekki mundi takast að standa við gerða samninga um sölu á síld til manneldis. Var því gripið til þess ráðs að setja lög sem bönn uðu ráðstöfun síldar til bræðslu. Lögin komu ekki að tilætluðu gagni þar sem síldveiðarn ar voru langt komnar og einnig vegna þess að í lok vertíðarinnar var síldin of smá til sölt unar og frystingar.
    Lagt er til við sjávarútvegsráðherra að hann flytji frumvarp til laga við upphaf næsta þings þess efnis að honum verði veitt heimild til að takmarka ráðstöfun síldar til bræðslu í því skyni að tryggja að nægileg síld fáist upp í sölusamninga vegna síldar sem unnin er til manneldis. Æskilegt væri að sjávarútvegsráðherra hefði samráð við nefnd útgerðar og fiskvinnslu hvað þetta varðar, sbr. 4. lið hér að neðan.

2.     Kælibúnaður og sogdælur (vakumdælur).
    Meðferð á síld um borð í fiskiskipum og við löndun hennar ræður miklu um á hvern hátt má hagnýta hana. Mikilvægt er að kæla síld sem vinna á til manneldis, einkum síld sem veiðist á fjarlægum miðum, þar með talda síld úr norsk-íslenska síldarstofninum. Kælibúnaður í skipum stuðlar einnig að bættri nýtingu á loðnu og loðnuafurðum jafnt í bræðslu sem til manneldis. Hins vegar er kælibúnaður dýr.
    Reynsla af notkun sogdælna (vakumdælna) við löndun á síld hefur gefið góða raun. Notkun þeirra hefur bætt til muna meðferð á síld sem ætluð er til manneldis og auðveldað löndun hennar. Því er mikilvægt að sogdælur (vakumdælur) séu til staðar í höfnum þar sem síld er söltuð eða fryst. Þær eru nú fyrir hendi á nokkrum stöðum en ekki nógu víða. Líklegt er að dælunum verði einnig komið fyrir um borð í fiskiskipum til þess að auð velda flokkun á loðnu um borð, við blöndun á ís í afla og til löndunar úr skipunum.
    Kælibúnaður um borð í skipum og sogdælur (vakumdælur) í höfnum og skipum mundu bæta aflameðferð og stuðla að aukinni vinnslu á síld og loðnu til manneldis. Til þess að örva þróun í þessa átt er lagt til að sjávarútvegsráðherra hlutist til um að veitt verði hagstæð lán til hafna og fyrirtækja til slíkra fjárfestinga.

3.     Markaðssókn.
    Leggja ber áherslu á að gera sem verðmætasta útflutningsvöru úr þeirri síld sem landsmenn veiða. Í því skyni verði allt gert sem unnt er til að afla nýrra markaða fyrir hefð bundnar og nýjar síldarafurðir. Jafnframt verði gripið til sérstakra aðgerða til að greiða fyrir framleiðslu- og útflutningsmöguleikum á síld til þeirra markaða sem glatast hafa að einhverju eða öllu leyti í löndum fyrrverandi Sovétríkjanna á undanförnum árum.
    Með hliðsjón af framansögðu skal athygli vakin á eftirfarandi vandamálum, sem við er að glíma, varðandi stöðu íslenskrar saltsíldar á helstu mörkuðum, sem leysa þarf í sam ráði við íslensk stjórnvöld:
     a .     Háir tollar eru áfram á öllum tegundum af heilli og hausskorinni saltsíld frá Íslandi í ríkjum ESB og þrátt fyrir EES-samninginn ríkir enn óvissa um það hvort tollar fáist niðurfelldir á þeim tegundum saltaðra síldarflaka sem einkum er markaður fyrir í ríkjum Efnahagssvæðisins.
     b .     Fram að þessu hafa engir tollar verið á saltaðri síld í stærstu vestrænu markaðslöndunum, þ.e. Svíþjóð og Finnlandi. Gerist þessi ríki meðlimir ESB munu markaðir þar fyrir íslenska saltsíld verða í alvarlegri hættu þar sem sömu háu innflutningstollarnir og í löndum ESB mundu þá leggjast á saltaða síld frá Íslandi. Gangi Noregur einnig í ESB er hætta á að þessir markaðir glatist með öllu.
     c .     Á hinu takmarkaða neyslusvæði saltaðrar síldar er neyslan langmest á þeim landssvæðum sem áður tilheyrðu fyrrverandi Sovétríkjunum. Aðal hindrunin varðandi sölu á miklu magni til þessara landsvæða er sú að innflutnings- og dreifingaraðilar þar treysta sér ekki til að kaupa síldina nema gegn ákveðnum greiðslufresti sem ekki hefur verið unnt að veita.
    Með hliðsjón af framangreindum greiðsluerfiðleikum, svo og áðurnefndum hindrun um varðandi útflutning á saltsíld, er brýnna en nokkru sinni fyrr að strax verði, í sam vinnu við íslensk stjórnvöld, fundnar viðunandi leiðir til að auka á ný síldarsölu til Rúss lands og e.t.v. annarra landa fyrrverandi Sovétríkjanna.

4.     Samráð vinnslu og útgerðar.
    Fiskmjölsverksmiðjur senda Samtökum fiskvinnslustöðva daglega upplýsingar um landanir loðnuskipa. Samtökin taka saman heildaryfirlit sem þau senda verksmiðjunum, útgerðaraðilum og söluaðilum. Vikulega er tekið saman yfirlit yfir reiknaða kvótastöðu allra loðnuskipa samkvæmt þessum upplýsingum og upplýsingum frá Fiskistofu. Er það sent sömu aðilum.
    Lagt er til að sami háttur verði hafður á varðandi síldina. Stofnað verði til formlegs samstarfs útvegsmanna og vinnsluaðila um stöðu veiða og vinnslu með því að koma á fót samráðsnefnd þessara aðila sem haldi fundi reglulega á meðan vertíð stendur yfir. Síldar saltendur, frystihús og bræðslur sendi samráðsnefnd þessara aðila daglega upplýsingar um löndun á síld og vinnslu hennar.
    Nefndin telur að þessar tillögur ættu að vera til þess fallnar að leysa þann vanda sem upp hefur komið varðandi ráðstöfun síldar á síðustu vertíðum. Leiði reynslan hins vegar annað í ljós þarf að grípa til frekari ráðstafana.

Halldór Árnason,


Jón Eyfjörð Eiríksson,


Sverrir Leósson,


Valdimar Indriðason,


Gunnar Flóvenz,


Ólafur Baldur Ólafsson,


Dagmar Óskarsdóttir.




Fylgiskjal II.

Fjármálaráðuneytið,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um takmörkun


á ráðstöfun síldar til bræðslu.


    Með frumvarpi þessu er lagt til að sjávarútvegsráðherra verði veitt heimild til að takmarka ráðstöfun síldar til bræðslu í þeim tilgangi að tryggja hráefni til vinnslu síldar til manneldis.
    Frumvarp þetta mun ekki skapa kostnað fyrir ríkissjóð umfram það að verkefni skap ast í sjávarútvegsráðuneytinu og á Fiskistofu við að fylgjast með ráðstöfun síldarafla til vinnslu. Ekki verður gert ráð fyrir sérstökum fjárveitingum til að sinna því verkefni, þ.e. það verður talið hluti af fyrirliggjandi verkefnum.