Ferill 35. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 35 . mál.


123. Svar



iðnaðarráðherra við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar um ráðstöfun jöfnunaraðstoðar í skipasmíðaiðnaði.

1.     Hvernig var ráðstafað þeim fjármunum sem ríkisstjórnin samþykkti fyrr á þessu ári að veita til jöfnunaraðstoðar í skipasmíðaiðnaði og til endurskipulagningar í grein inni? Svar óskast sundurliðað þannig að fram komi hvað hvert einstakt fyrirtæki fékk í sinn hlut.
    Veitt hefur verið jöfnunaraðstoð í skipasmíðaiðnaði frá ársbyrjun 1994 og hefur Iðn lánasjóður séð um framkvæmd verkefnisins fyrir hönd ráðuneytisins. Á árinu 1994 hafa stjórnvöld veitt 60 millj. kr. til jöfnunaraðstoðarinnar. Samkvæmt upplýsingum Iðnlána sjóðs hefur nú verið ráðstafað um 56 millj. kr. Óráðstafað er því um 4 millj. kr. Þess er að geta að greiðslur vegna jöfnunaraðstoðar til þeirra fyrirtækja, sem hafa fengið aðstoð í samræmi við reglur, eru inntar af hendi í áföngum til fyrirtækjanna eftir framvindu við komandi verkefna.
    Á meðfylgjandi yfirliti Iðnlánasjóðs er að finna skiptingu á samþykktri jöfnunarað stoð á milli fyrirtækja í skipa- og málmiðnaði. Tekið skal fram að sum fyrirtæki hafa ver ið með fleiri en eitt verkefni, sjá fskj. I.
    Tilgangur jöfnunaraðstoðarinnar er að jafna röskun í skipaiðnaði sem orsakast af er lendum ríkisstyrkjum í þeirri grein þannig að innlend fyrirtæki geti keppt á jafnréttis grundvelli við erlenda aðila hvað það varðar. Jöfnunaraðstoðin er veitt til stærri endur bóta- og viðhaldsverkefna fiskiskipa og einnig til búnaðar og tækja í nýsmíði. Í reglum um jöfnunaraðstoðina er m.a. miðað við það að verkefni þurfi að vera a.m.k. að upphæð 10 millj. kr. til að hljóta aðstoð og því einungis verður aðstoð veitt að innlendur smíða kostnaður véla og tækja sé meiri en 50%. Fyrirtækin verða að skila inn verksamningi og verklýsingu með umsóknarblaði um jöfnunaraðstoð, sjá fskj. III.

     2 .     Hefur verið lagt mat á hvort þessi aðstoð hafi leitt til aukinna umsvifa og fjölgunar atvinnutækifæra við skipaviðgerðir?
    Ráðuneytið óskaði eftir því við Iðnlánasjóð síðasta vor að lagt yrði mat á árangur jöfn unaraðstoðarinnar fram að þeim tíma. Iðnlánasjóður leitaði þá eftir umsögn aðila innan skipasmíðaiðnaðarins og hjá rekstrarráðgjöfum varðandi þetta efni. Í svari sjóðsins kem ur m.a. fram að það var hans mat að rúmlega helmingur af þeim verkefnum, sem jöfnun araðstoðin náði til á tímabilinu, hefði farið úr landi ef jöfnunaraðstoðin hefði ekki komið til. Jöfnunaraðstoðin hafi einnig orðið til þess að flýta verkefnum innan skipasmíðaiðn aðarins, sjá fskj. II.
    Frá þeim tíma þegar jöfnunaraðstoðin var tekin upp hefur iðnaðar- og viðskiptaráðu neytið stefnt að því að fram fari heildarúttekt á árangri þessara aðgerða í lok ársins. Ráðu neytið hefur nú þegar skipað nefnd í þessum tilgangi sem skila mun áliti eins fljótt og auðið er.
    Þessu til viðbótar skal stuttlega gerð grein fyrir helstu verkefnum sem iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið hefur beitt sér fyrir til að stuðla að hagræðingu og aukinni samkeppnis hæfni skipasmíðaiðnaðarins á árinu 1994, en þau voru:
     1 .     Á vegum ráðuneytisins hefur starfað nefnd til að kanna fjárhagsstöðu skipaiðnaðarins og koma með tillögur til úrbóta í ljósi tímabundinna erfiðleika greinarinnar. Þau verkefni, sem nefndin benti á til úrlausnar og unnin hafa verið á vegum hennar, eru m.a. ráðgjafarverkefni sem miða að því að auðvelda fyrirtækjum aðgang að ráð gjafarþjónustu vegna hagræðingarverkefna. Þetta hefur verið gert á þann hátt að fyr irtæki hafa fengið styrki vegna þjónustu ráðgjafa í allt að 80 ráðgjafartíma í þessum tilgangi. Einnig hefur verið veitt ráðgjöf varðandi endurskipulagningu greinarinnar í heild. Varið hefur verið til þessa verkefnis um 3 millj. kr., sjá enn fremur fskj. III. Einnig hefur nefndin unnið að öðrum verkefnum, svo sem sameiginlegri umfjöllun iðnaðarins, lánastofnana ráðuneyta og annarra hagsmunaaðila, er varða greiningu og úrlausnum á fjárhagsvanda skipaiðnaðarins.
     2 .     Unnið hefur verið að verkefninu „Skipaiðnaður `94“ sem miðar að því að efla vöruþróun og markaðsmál fyrirtækja með hagnýtum verkefnum. Aðstoðin miðar aðal lega að því að veita ráðgjöf um vöruþróun og markaðsmál í ákveðnum verkefnum innan fyrirtækjanna. Verkefnið nær til 12 verkefna í skipa- og málmiðnaði og aug lýst var eftir þátttöku að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Iðntæknistofnun sér um framkvæmd verkefnisins og hefur það þegar skilað afurðum sem komnar eru í fram leiðslu. Veittar hafa verið um 12 millj. kr. til þessa verkefnis í heild og er þá talinn með kostnaður vegna verkefnisins, sjá fskj. IV.
     3 .     Unnið hefur verið að bættum lánskjörum til útgerða vegna skipaviðgerða innan lands. Þetta varðar aðallega hækkun á lánshlutfalli, lengingu lánstíma og afborgun arfrest hjá Fiskveiðasjóði og Iðnlánasjóði. Unnið var að þessu í samráði við sjávarút vegsráðuneytið.
     4 .     Sett hefur verið á stofn nefnd um undirboðs- og jöfnunartolla á vegum fjármálaráðuneytisins. Nefndinni er ætlað að vinna að kærum sem berast um þetta efni, m.a. á sviði skipaiðnaðar. Nefndin hefur nú til umfjöllunar kæru frá Samtökum iðnaðarins og Samiðn vegna ríkisstyrkja til erlendra aðila í skipasmíði, svo sem í Noregi og Pól landi.
     5 .     Starfandi er samráðsnefnd, „Vettvangur“, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis, sjávarútvegsráðuneytis, menntamálaráðuneytis, Samtaka iðnaðarins, LÍÚ og Samtaka fisk vinnslustöðva sem unnið hefur að stuðningi við þróun vara á sviði iðnaðar og sjávar útvegs. Tekist hefur að efla verkefni á þessu sviði.

Fylgiskjal I.

Iðnlánasjóður — jöfnunaraðstoð.



Umsækjandi     Samþ. styrkur

Gjörvi hf.          2.398.228
Klaki sf.          5.005.000
Landssmiðjan hf.          4.732.000
Marel hf.          1.775.813
Ósey hf.          3.029.000
Skipalyftan hf.          10.152.740
Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf.          879.320
Slippstöðin Oddi hf.          13.981.144
Stálsmiðjan hf.          9.814.467
Þorgeir & Ellert hf.          4.235.400
Samtals          56.003.112


Fylgiskjal II.

Bréf Iðnlánasjóðs til iðnaðarráðuneytis um jöfnunaraðstoð.


(14. apríl 1994.)


    Viðbrögð við jöfnunaraðstoð vegna stærri endurbóta- og viðhaldsverkefna hafa verið mjög skjót þegar haft er í huga að ekki er nema rétt rúmur mánuður frá því verkefnið var kynnt.
    Nú þegar hafa borist 10 umsóknir sem rúmast innan þeirrar fjárveitingar (40 millj. kr.) sem verkefnið hefur og uppfylla skilyrði til styrkveitinga. Um er að ræða heildarverð mæti samninga að upphæð 369 millj. kr. og samkvæmt heimildum okkar sem vinnum við mat umsókna og afgreiðslu jöfnunaraðstoðar er ekki óraunhæft að ætla að um 68% verk efna, metið í verðmætum, hefðu lent hjá erlendum aðilum ef ekki hefði komið til jöfnun araðstoð.
    Þá má einnig ætla að verkefnum hafi verið flýtt með tilkomu styrksins sem í reynd kemur sér vel í þessum iðnaði þar sem mörg fyrirtækjanna búa við greiðsluerfiðleika.
    Miðað við þá reynslu sem þegar er fengin af jöfnunaraðstoð og fyrirliggjandi umsókn ir sem ekki er hægt að staðfesta (samningsupphæð 53,2 millj. kr.) getum við ekki annað en hvatt til þess að frekari fjármunum verði varið til stuðnings skipaiðnaði með þessum hætti.

Virðingarfyllst,


Þórður Valdimarsson.



Fylgiskjal III.

Iðnaðarráðuneyti:

Kynning á verkefninu Markaðssókn og þróun í skipaiðnaði


og reglum um jöfnunaraðstoð í skipaiðnaði.


(Sent fjölmiðlum 3. mars 1994.)


    Í kjölfar skýrslu nefndar um verkefnastöðu skipaiðnaðarins og niðurstöðu nefndar um fjárhagsstöðu greinarinnar samþykkti ríkisstjórnin 14. janúar sl. sérstakar eftirfarandi að gerðir til handa skipaiðnaðinum vegna þess vanda sem greinin stóð frammi fyrir, m.a. vegna mikilla ríkisstyrkja til erlendra samkeppnisaðila:
     1 .     Samþykkt var að veita 40 millj. kr. til jöfnunaraðstoðar í skipaiðnaði vegna erlendra samkeppnistruflana af völdum ríkisstyrkja.
     2 .     Stuðlað yrði að hagræðingu innan skipaiðnaðarins með eftirfarandi hætti:
        —    Aðstoð vegna tímabundinnar almennrar ráðgjafarvinnu í greininni.
        —    Aðstoð í formi þátttöku í kostnaði vegna vinnu ráðgjafa í fyrirtækjum. Greidd verði 80% af kostnaði ráðgjafa í einstaka fyrirtækjum, þó að hámarki 100 tímar.
        —    Veittar verði 10 millj. kr. til markaðs- og vöruþróunar.
     3 .     Samþykkt var að fela iðnaðar- og viðskiptaráðherra og sjávarútvegsráðherra að beita sér fyrir samráði við hagsmunasamtök um að útboð fari fram innan lands vegna verk efna sem mögulegt er að vinna hér á landi.
     4 .     Ríkisstjórnin samþykkti að beita sér fyrir því að afkastageta í skipasmíðaiðnaði verði ekki aukin að svo stöddu með opinberum framlögum.
    Í framhaldi af þessum ákvörðunum ríkisstjórnarinnar er í dag kynnt sérstaklega verk efnið Markaðssókn og þróun í skipaiðnaði og reglur um jöfnunaraðstoð vegna verkefna í skipaiðnaði. Tekið skal fram að nú þegar hefur starfsemi ráðgjafa hafist í tengslum við þessar aðgerðir, en fyrirtæki innan skipaiðnaðarins geta nýtt sér þá þjónustu til að auka hagræðingu innan greinarinnar.
    Ráðuneytið hefur fengið Iðntæknistofnun Íslands til að sjá um framkvæmd verkefnis ins Markaðssókn og þróun í skipaiðnaði. Verkefnið miðar að því að aðstoða fyrirtæki við að takast á við ný verkefni á sviði markaðs- og vöruþróunarmála. Varið verður í heild 10 millj. kr. til verkefnisins. Styrkur til einstakra verkefna getur numið allt að 60% af sam þykktum kostnaði, þó að hámarki 1,5 millj. kr. Sækja þarf sérstaklega um þátttöku í verk efninu á þar til gerðum umsóknareyðublöðum sem fást hjá Iðntæknistofnun.
    Nú hafa einnig verið samdar reglur varðandi skilyrði þau sem sett eru fyrir því að fyr irtæki í skipa- og málmiðnaði fái jöfnunaraðstoð. Tilgangur jöfnunaraðstoðarinnar er að jafna samkeppnisstöðu íslensks skipaiðnaðar á móti erlendum ríkisstyrkjum í þeirri grein. Jöfnunaraðstoðin verður veitt til stærri endurbóta og viðhaldsverkefna í skipaiðn aði og einnig til smíða búnaðar og tækja í ný skip. Í reglunum er miðað við það að verk efni þurfi að vera a.m.k. að upphæð 10 millj. kr. eða meira til að hljóta aðstoð og því að eins verður aðstoð veitt að innlendur smíðakostnaður véla og tækja sé meiri en 50%. Fyr irtækin verða að skila inn verksamningi og verklýsingu með umsóknarblaði um jöfnunar aðstoð. Ráðuneytið hefur fengið Iðnlánasjóð til að annast framkvæmd jöfnunaraðstoðar innar og verða fyrirtæki að snúa sér þangað. Sjóðurinn mun hafa aðgang að sérstökum ráðgjafa vegna þessa verkefnis. Gefin hafa verið út sérstök eyðublöð í þessu sambandi sem skýra frekar hvaða skilyrði eru sett vegna þessarar aðstoðar.


Fylgiskjal IV.

Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti:

Markaðs- og þróunarstyrkir til íslensks skipasmíðaiðnaðar.


(Fréttatilkynning 20. júní 1994.)


    Á vegum iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis var nú í júní úthlutað styrkjum, sem nema alls um 10 millj. kr., til þróunar- og markaðsstarfs í íslenskum skipaiðnaði. Styrkir þessir voru auglýstir í framhaldi af samþykkt ríkisstjórnarinnar 14. janúar sl. Markmið þeirra er að styrkja samkeppnishæfni fyrirtækja í skipa- og málmiðnaði.
    Alls bárust umsóknir um styrki í 21 verkefni frá 12 fyrirtækjum. Stjórn verkefnisins, sem hlotið hefur heitið „Skipaiðnaður 1994“, ákvað að styrkja alls 12 verkefni frá jafnmörgum fyrirtækjum. Verkefnin, sem hlutu styrki, eru ýmist á sviði markaðsmála eða tækniþróunar. Markaðsþátturinn beinist að því að afla verkefna sem skila fyrirtækjunum tekjum á skömmum tíma. Þróunarverkefnin ganga út á að þróa tæknibúnað sem gerir ís lenskum fyrirtækjum í skipaiðnaði kleift að veita ýmsa þá þjónustu sem aðallega hefur verið á færi erlendra keppinauta hingað til. Einnig verða styrkt verkefni sem lúta að gæðaumbótum í þjónustu. Styrkupphæð til viðkomandi verkefna er á bilinu 20–60% af áætluðum heildarkostnaði við verkefnin. Iðntæknistofnun Íslands hefur umsjón með framkvæmd þeirra og hefur verkefnisstjóri á hennar vegum heimsótt öll fyrirtækin og mótað verkefnin í samráði og samstarfi við þau.
    Verkefnin voru skilgreind mjög nákvæmlega í upphafi og óskað var eftir að fram kæmi sá árangur sem sóst er eftir að verkefnið skili í verklok. Á þennan hátt er árangur verkefnanna mælanlegur og hægt er að fylgjast með nýtingu þess fjármagns sem sett er í verkefnið frá upphafi. Umsjónarmaður verkefnisins er Karl Friðriksson frá Iðntækni stofnun. Hann mun hafa eftirlit með framvindu verkefnanna og greiða út styrki til fyrir tækjanna eftir framvindu og árangri miðað við þá áætlun sem samþykkt hefur verið. Þeim verkefnum, sem fengu ekki styrk, mun verða vísað á aðrar fjármögnunarleiðir.
    Í stjórn Skipaiðnaðar 1994 sitja fulltrúar frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu, Málmi, samtökum fyrirtækja úr málmiðnaði, og Samiðn, sambandi iðnfélaga.
5. 6.