Ferill 58. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 58 . mál.


162. Svar



samgönguráðherra við fyrirspurn Rannveigar Guðmundsdóttur um skiptingu á vegafé milli kjördæma.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hver hefur verið hlutur Reykjaneskjördæmis við skiptingu á vegafé á síðustu 10 árum og hvernig er það hlutfall í samanburði við önnur kjördæmi með hliðsjón af íbúafjölda, stærð kjördæmis og umferðarþunga?
    Má búast við einhverjum breytingum í þessu efni með tilkomu nýrra vegalaga, nr. 45/1994, sérstaklega ákvæðis 2. mgr. 18. gr. um að hafa skuli hliðsjón af kostnaði við gerð vega, ástandi þeirra, notkun eða lengd eftir því sem við geti átt við skiptingu fjárveitinga milli kjördæma?


    Svar við fyrri spurningunni kemur fram í meðfylgjandi töflu. Í töflunni eru undir nýbyggingarliðnum teknar með fjárveitingar til vega og brúa ásamt fjárveitingum til þjóðvega í þéttbýli. Viðhald og þjónusta tekur til sumar- og vetrarþjónustu, svo og stofnviðhalds. Þá eru í töflunni settir upp þeir mælikvarðar sem getið er um í fyrirspurninni. Í stað stærðar kjördæmis er þó notuð lengd vegakerfis.
    Þess ber að geta að mörk rekstrarsvæða falla ekki alltaf nákvæmlega að kjördæmamörkum, en ekki er fengist um það í samantektinni. Fjárveitingar til Reykjavíkur eru ekki teknar með í þennan samanburð.
    Skipting nýbyggingarfjár er í aðalatriðum ákveðin með tvennum hætti. Í fyrsta lagi ákveður samgöngunefnd (áður fjárveitinganefnd) fjármagn til höfuðborgarsvæðis og stórverkefna. Í öðru lagi er fjármagni skipt milli kjördæma eftir reiknireglum, einni fyrir stofnbrautir og annarri fyrir þjóðbrautir. Reikniregla stofnbrauta tekur að jöfnu tillit til kostnaðar við að koma vegakerfi kjördæmis í tiltekið ástand, ástands vegakerfisins og arðsemi verkefna. Reikniregla þjóðbrauta er hliðstæð, en þar kemur umferð í stað arðsemi.
    Skipting fjár til viðhalds og þjónustu lýtur nokkuð öðrum lögmálum. Viðhaldið ræðst af mati á þörf hverju sinni og þjónustan af fyrir fram skilgreindum þjónustumarkmiðum. Í báðum tilvikum hefur umferðin mest vægi.
    Hin nýju vegalög leiða ekki sjálfkrafa til breytinga á skiptingu fjár milli kjördæma þar sem þegar er tekið tillit til þeirra atriða sem þar eru sérstaklega tilgreind. Það er hins vegar ákvörðun Alþingis hverju sinni hvert vægi þessara atriða er.

Skipting fjár milli kjördæma 1984–93.



Nýbygging vega


og brúa auk

Viðhald og

Eknir km

Mannfjöldi

Lengd þjóðvega


þéttbýlisfjár

þjónusta

meðaltal

meðaltal

meðaltal



m.kr.

hlutfall

m.kr.

hlutfall

m.km

hlutfall

meðalt.

hlutfall

km

hlutfall



Suðurland      3.316
,7 12 ,8 2.709 ,3 13 ,1 150 ,9 20 ,1
20.296 13 ,0 1.568 19 ,1
Reykjanes      3.370
,8 13 ,1 3.550 ,8 17 ,2 272 ,4 36 ,2
61.619 39 ,4 385 4 ,7
Vesturland      3.362
,1 13 ,0 3.244 ,4 15 ,7 88 ,6 11 ,8
14.726 9 ,4 1.349 16 ,4
Vestfirðir      4.994
,3 19 ,3 3.296 ,9 16 ,0 40 ,6 5 ,4
9.974 6 ,4 1.297 15 ,8
Norðurl. v.      2.399
,0 9 ,3 2.079 ,6 10 ,1 60 ,8 8 ,1
10.542 6 ,7 1.057 12 ,8
Norðurl. e.      4.555
,7 17 ,6 2.804 ,1 13 ,6 80 ,5 10 ,7
26.178 16 ,7 1.188 14 ,4
Austurland      3.849
,2 14 ,9 2.967 ,9 14 ,4 58 ,8 7 ,8
13.132 8 ,4 1.383 16 ,8
          25.847 ,8 100 ,0 20.653 ,0 100 ,0 752 ,6 100 ,0 156.467 100 ,0 8.227 100 ,0