Ferill 160. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 160 . mál.


173. Fyrirspurn


til menntamálaráðherra um dreifikerfi Ríkisútvarpsins.

Frá Kristni H. Gunnarssyni.


    Hver hefur verið kostnaður Ríkisútvarpsins við uppbyggingu og viðhald dreifikerfis stofnunarinnar árlega frá 1986 á verðlagi nú?
    Hver er áætlaður kostnaður við að koma upp þeim tækjakosti og dreifikerfi sem þarf til þess að sendingar
         
    
    Rásar 1,
         
    
    Rásar 2,
         
    
    sjónvarps,
         
    
    aukarásar hljóðvarps,
        nái til allra landsmanna?
                  Í hverjum staflið óskast tilgreint hvar þurfi búnað, hvernig búnað og hver áætlaður kostnaður er.


Skriflegt svar óskast.