Ferill 238. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 238 . mál.


279. Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um skóla á háskólastigi.

Frá Einari K. Guðfinnssyni.



    Hvaða skólar í landinu eru á háskólastigi samkvæmt skilgreiningu menntamálaráðuneytisins?
    Hver var árleg heildarfjárveiting til þeirra á núgildandi verðlagi frá árinu 1987 til ársins í ár?
    Hversu margir nemendur hafa árlega stundað nám í þessum skólum á árunum 1984– 94?
    Hver var árleg fjárveiting á nemanda á háskólastigi á árunum 1987–94?


Skriflegt svar óskast.