Ferill 287. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 287 . mál.


359. Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um aðstöðu fatlaðra nemenda í Menntaskólanum við Hamrahlíð.

Frá Svavari Gestssyni.



     1 .     Hvernig var leyst úr vanda þeirra fötluðu nemenda sem sóttu um skólavist í Menntaskólanum við Hamrahlíð sl. haust en var vísað frá vegna óviðunandi aðstöðu í skólan um? Hafa þeir fengið skólavist annars staðar?
     2 .     Hvaða hugmyndir hefur menntamálaráðuneytið um að bæta aðstöðu í Menntaskólanum við Hamrahlíð þannig að skólinn geti í framtíðinni sinnt því hlutverki að taka við fötluðum nemendum og um leið bæta þjónustuna við þá sem fyrir eru?