Ferill 290. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 290 . mál.


363. Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

(Lagt fyrir Alþingi á 118. löggjafarþingi 1994.)



1. gr.


    Á eftir orðunum „slíkar gjafir“ í lok 3. málsl. 4. tölul. A-liðar 7. gr. laganna kemur: svo og verðlitlir vinningar í almennum happdrættum og keppnum.


2. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 30. gr. laganna:
     a .     Í stað 2. og 3. málsl. 2. tölul. A-liðar 1. mgr. kemur nýr töluliður er verður 3. tölul. og orðast svo: Útgjöld í samræmi við matsreglur ríkisskattstjóra að hámarki móttekna staðarupp bót sem greidd er vegna starfa erlendis í þjónustu hins íslenska ríkis. Þeir einir teljast starfa erlendis í þessu sambandi sem eru fastráðnir, settir eða skipaðir við sendiráð Íslands, hjá sendiræðismönnum eða eru fastafulltrúar Íslands við alþjóðastofnanir sem Ísland er aðili að.
     b .     3. tölul. A-liðar 1. mgr. verður 4. tölul.
     c .     Við A-lið 1. mgr. bætist nýr töluliður sem orðast svo: Frá tekjum manna sem eru 70 ára eða eldri má draga 15% af greiddum lífeyri úr lífeyrissjóðum sem hafa hlotið staðfestingu fjár málaráðuneytis samkvæmt lögum nr. 55/1980.
     d .     Við B-lið 1. mgr. bætist nýr töluliður sem orðast svo: Fé það sem varið er til aukningar á fjárfestingu á árinu í innlendum atvinnurekstri samkvæmt lögum nr. 9/1984, um frádrátt frá skattskyldum tekjum vegna fjárfestingar manna í atvinnurekstri, með síðari breyting um. Frádráttur þessi skal þó aldrei vera hærri en sem nemur 80% fjárhæðarinnar þó að há marki 100.000 kr. hjá einstaklingi og 200.000 kr. hjá hjónum.
                  Fjárhæð umfram frádráttarmörk, sbr. 1. mgr. þessa töluliðar, er heimilt að flytja milli ára og nýta á næstu fimm árum. Ónýtt frádráttarheimild tekur breytingu í samræmi við breytingar á verðbreytingarstuðli skv. 26. gr.
                  Frádráttur vegna hlutabréfakaupa miðast við kaup á hlutabréfum í innlendum hluta félögum, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 2. gr., og er háður því skilyrði að maður eigi viðkomandi hlutabréf í a.m.k. þrjú ár. Selji hann bréfin innan þess tíma færist nýttur frádráttur til tekna á söluári viðkomandi hlutabréfa. Skal hann framreiknaður samkvæmt ákvæðum 26. gr. frá því ári þegar hann var dreginn frá tekjum til söluárs. Ekki skal þó beita ákvæðum 2. og 3. málsl. um tekjufærslu frádráttar ef maður kaupir önnur hlutabréf í innlendu félagi staðfestu af ríkisskattstjóra í stað hinna seldu innan 30 daga frá söludegi þeirra og kaupverð keyptra hlutabréfa nemur a.m.k. sömu fjárhæð og hinna seldu. Sé kaupverðið lægra skulu ákvæði 2. og 3. málsl. eiga við um mismuninn.
                  Ákvæði þessa töluliðar skulu einnig eiga við um samvinnuhlutabréf.
                  Fjármálaráðherra getur með reglugerð sett nánari ákvæði um framkvæmd frádráttar samkvæmt þessum tölulið, þar með talið um millifærslu fjárhæðar umfram frádráttarmörk milli ára og meðferð hans þegar breyting verður á hjúskaparstöðu.
     e .     Við greinina bætist ný málsgrein er orðast svo:
                  Hafi maður leigutekjur af íbúðarhúsnæði án þess að það teljist vera atvinnurekst ur eða sjálfstæð starfsemi er honum heimilt í stað frádráttar skv. 2. eða 3. mgr. að draga allt að 80% frá þeim tekjum, þó eigi hærri fjárhæð en 25.000 kr. fyrir hvern mánuð sem húsnæði er í leigu.

3. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 31. gr. laganna:
     a.     Við 1. tölul. bætist ný málsgrein er verður 2. mgr. og orðast svo:
                  Ef eigi hefur verið fullnægt skyldu til að afhenda skattstjóra upplýsingar um launa- og/eða verktakagreiðslur vegna vinnu, sbr. 92. gr., skal ekki heimilaður frá dráttur vegna þeirra greiðslna eða hlunninda.
     b.     Við 7. tölul. bætist nýr málsliður sem orðast svo: Þó er ekki heimilt að nýta rekstr artap til frádráttar tekjum ef veruleg breyting hefur orðið á þeim rekstri eða starf semi sem í hlut á, svo sem með breytingu á eignaraðild að lögaðila eða á tilgangi rekstrar, nema sýnt þyki að umræddar breytingar hafi verið gerðar í eðlilegum og venjulegum rekstrartilgangi.
    

4. gr.


    Á eftir orðinu „myndast“ í 1. málsl. 2. mgr. 31. gr. A laganna kemur: eða með jöfn um fjárhæðum á fimm árum.

5. gr.


    1. tölul. 52. gr. laganna orðast svo: Gjafir, þó ekki tækifærisgjafir í fríðu, til starfs manna eða viðskiptavina þegar verðmæti þeirra er ekki meira en gerist um slíkar gjafir al mennt.

6. gr.


    Orðin „sem myndað hefur fjárfestingarsjóð skv. 11. tölul. 31. gr., sbr. 54. gr.“ í 1. mgr. 57. gr. laganna falla brott.


7. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 69. gr. laganna:
     a.     Í stað orðanna „tölul. A-liðar“ í 2. málsl. 3. mgr. B-liðar kemur: og 3. tölul. A-lið ar og 2., 3. og 4. tölul. B-liðar.
     b.     9. mgr. B-liðar orðast svo:
                  Barnabótaauki skal ákveðinn með álagningu, sbr. X. kafla, og greiðist þá til fram færanda barns að teknu tilliti til skuldajöfnunar skv. 10. mgr.
     c.     Orðin „þar með talin kaup á eignarhlut í íbúð skv. 76. gr. laga nr. 97/1993“, í 1. mgr. C-liðar falla brott.
     d.     Lokamálsliður 2. mgr. C-liðar fellur brott.
     e.     Í stað 1. og 2. málsl. 3. mgr. C-liðar koma þrír nýir málsliðir er orðast svo: Vaxta gjöld til útreiknings vaxtabóta skv. 4. mgr. miðast við fjárhæð vaxtagjalda, sbr. 2. mgr., hjá hverjum framteljanda en geta þó ekki orðið hærri en sem nemur 7% af skuldum sem stofnað hefur verið til vegna öflunar íbúðarhúsnæðis til eigin nota eins og þær eru í árslok. Hjá þeim sem skattskyldir eru hluta úr ári vegna brottflutnings á tekjuárinu skal miða við skuldastöðu eins og hún var fyrir brottflutning. Þannig ákveðin vaxtagjöld skulu skerðast um vaxtatekjur skv. 8. gr.
     f.     Í stað orðsins „grein“ í 3. málsl. 3. mgr. C-liðar, sem verður 4. málsl., kemur: máls grein.
     g.     Í stað „3. tölul.“ í 1. málsl. 4. mgr. C-liðar kemur: 4. tölul.
     h.     Lagatilvísunin „1. mgr. 78. gr.“ í 3. málsl. 4. mgr. C-liðar verður: 1. mgr. 76. gr.

8. gr.


    Lokamálsliður 83. gr. laganna fellur brott.

9. gr.


    Við 84. gr. laganna bætist ný málsgrein sem orðast svo:
    Þó skal eignarskattur dánarbúa, sbr. 5. tölul. 2. gr., reiknast af eignarskattsstofni í lok andlátsárs þannig: Af fyrstu 3.514.000 kr. af eignarskattsstofni greiðist enginn skattur. Af eignarskattsstofni yfir 3.514.000 kr. greiðist 1,2%.

10. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 91. gr. laganna:
     a.     Í stað 2. og 3. málsl. 1. mgr. kemur nýr málsliður er orðast svo: Skýrslu lögaðila og einstaklinga sem hafa með höndum atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi skal fylgja undirritaður ársreikningur í samræmi við ákvæði laga um bókhald eða eftir atvik um laga um ársreikninga, ásamt sérstakri greinargerð um skattstofna í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.
     b.     5. og 6. málsl. 2. mgr. orðast svo: Skattframtölin skulu undirrituð af þeim sem fram talsskyldan hvílir á. Skattframtal bókhaldsskylds aðila skal undirritað af þeim sem bera ábyrgð á að ákvæðum laga um bókhald sé fullnægt.

11. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 92. gr. laganna:
     a.     Á eftir 1. málsl. 1. mgr. kemur nýr málsliður er verður 2. málsl. er orðast svo: Sama gildir um greiðslur til verktaka fyrir efni og vinnu.
     b.     Orðin „greiðslur til verktaka fyrir efni og vinnu“ í 5. mgr. falla brott.


12. gr.


    1. málsl. 1. mgr. 99. gr. laganna orðast svo: Nú telur skattaðili skatt sinn eða skatt stofn, þar með talin rekstrartöp, eigi rétt ákveðinn og getur hann þá sent skriflega rök studda kæru, studda nauðsynlegum gögnum, til skattstjóra eða umboðsmanns hans inn an 30 daga frá dagsetningu auglýsingar skattstjóra um að álagningu skv. 1. mgr. 98. gr. sé lokið eða innan 30 daga frá póstlagningardegi tilkynningar um endurákvörðun.

13. gr.


    Í stað orðanna „og 100. gr. laganna“ í 4. mgr. 106. gr. laganna kemur: gr. laganna og ákvæðum laga nr. 30/1992, um yfirskattanefnd.

14. gr.


    2. málsl. 1. mgr. 108. gr. laganna orðast svo: Um meðferð mála hjá nefndinni fer eft ir lögum nr. 30/1992, um yfirskattanefnd.

15. gr.


    120. gr. laganna orðast svo:
    Fjármálaráðherra er heimilt að ákveða fyrir eitt ár í senn að vinninga í tilteknum happ drættum megi draga frá skattskyldum tekjum, sbr. 4. tölul. A-liðar 30. gr., enda sé öll um ágóða af happdrættunum varið til menningarmála, mannúðarmála eða kirkjulegrar starfsemi.

16. gr.


    122. gr. laganna orðast svo:
    Skylt er að hækka eða lækka fjárhæðir sem um ræðir í 3. mgr. 17. gr., 2. og 4. tölul. B-liðar 1. mgr. 30. gr., 2. og 4. mgr. 30. gr., 41. gr., 68. gr., 69. gr., 78. gr., 83. gr. og 84. gr. í samræmi við skattvísitölu sem ákveðin skal í fjárlögum ár hvert, í fyrsta sinn í fjárlögum fyrir árið 1993.

17. gr.


    Ákvæði laga þessara öðlast gildi frá og með 1. janúar 1995. Ákvæði b-liðar 2. gr., 6., 10., 11., 13., 14., 15. og 16. gr. koma til framkvæmda frá og með þeim tíma. Ákvæði 1., 3., 4., 5., a-, b-, e-, f-, g- og h-liða 7. gr., 8., 9. og 12. gr. koma til framkvæmda við álagningu tekjuskatts og eignarskatts á árinu 1995 vegna tekna og gjalda á árinu 1994 og eigna og skulda í lok þess árs og ákvörðun bóta á árinu 1995. Ákvæði a-, c-, d- og e-liða 2. gr. og c- og d-liða 7. gr. koma til framkvæmda við álagningu 1996 vegna tekna á árinu 1995 og staðgreiðslu á því ári.
    Frá og með 1. janúar 1995 falla úr gildi ákvæði til bráðabirgða I í 23. gr. laga nr. 111/1992 og 2. mgr. 10. gr. laga nr. 9/1984, með síðari breytingum.
    Þegar lög þessi hafa hlotið staðfestingu er heimilt að fella meginmál þeirra inn í lög nr. 75 14. september 1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, og gefa þau út svo breytt.

18. gr.


    Við lögin bætast fjögur ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:

Ákvæði til bráðabirgða.


I.


Flýtifyrningar.


     a.     Rekstraraðilum, sem fjárfesta í fyrnanlegum eignum á árunum 1994 og 1995, er heimilt að fyrna þær sérstakri flýtifyrningu eftir því sem nánar greinir í ákvæði þessu.
                  Fyrningin tekur einungis til þeirra eigna sem fjárfest hefur verið í á árunum 1994 og 1995 og færist á framtöl gjaldáranna 1995, 1996, 1997 og ef við á ársins 1998 vegna rekstrar á árunum 1994, 1995, 1996 og 1997.
                  Stofn til sérstakrar flýtifyrningar skal vera fyrnanlegt lausafé, mannvirki og eyð anleg náttúruauðæfi og aðrar þær eignir sem greinir í 1., 2. og 3. tölul. 32. gr. Ekki er þó heimilt að fyrna fólksbifreiðar samkvæmt ákvæði þessu.
                  Einungis er heimilt að fyrna þann hluta fjárfestingar í umræddum eignum sem eignfærður hefur verið á árunum 1994 og 1995, en ekki á öðrum árum þó að fjár fest hafi verið í eignunum fyrir það tímamark.
                  Hundraðshluti fyrningar hverrar eignar samkvæmt ákvæði þessu skal árlega vera að hámarki sá sami og greinir í 38. gr. Heimilt er að fyrna samkvæmt ákvæði þessu í þrjú ár. Færist þannig reiknuð fyrning til viðbótar öðrum fyrningum umræddra eigna og til lækkunar stofnverði þeirra, sbr. þó 45. gr. um niðurlagsverð.
     b.     Fyrna má sérstakri fyrirframfyrningu þær eignir sem greinir í 3. mgr. a-liðar en ekki hafa verið teknar í notkun í lok reikningsáranna 1994 og 1995. Sömu fyrningarhlut föll og sami fyrningartími og þar greinir á við um þessar eignir.
     c.     Ekki má mynda rekstrartap vegna fyrninga samkvæmt ákvæði þessu og ekki má nota þær til þess að fresta yfirfærslu rekstrartapa frá fyrri árum.

II.


Um varasjóð sem myndaður hefur verið samkvæmt skattalögum.


    Tekjufæra skal að vali skattaðila á árunum 1994 til og með 1998 varasjóð sem mynd aður hefur verið samkvæmt skattalögum og enn kann að vera fyrir hendi hjá lögaðilum. Á móti tekjufærslu varasjóðs á hverju ári samkvæmt þessu ákvæði er heimilt að fyrna eignir, sbr. 32. gr., um fjárhæð jafna tekjufærðum varasjóði á árinu. Einnig er heimilt að fyrna um fjárhæð jafna tekjufærðum varasjóði á árinu sérstakri fyrirframfyrningu þá var anlegu rekstrarfjármuni sem ætlaðir eru til öflunar tekna í atvinnurekstri, sbr. 32. gr., en hafa ekki verið teknir í notkun í lok viðkomandi reikningsárs.

III.


Sérstakur tekjuskattur manna.


    Á tekjuskattsstofn manna, eins og hann er ákvarðaður samkvæmt lögum þessum, skal á árinu 1996 leggja sérstakan tekjuskatt eins og nánar greinir í ákvæði þessu.
    Á tekjuskattsstofn einstaklinga umfram 2.700.000 kr., eða tekjuskattsstofn hjóna um fram 5.400.000 kr., skal reikna sérstakan 5% tekjuskatt.
    Ef hjón hafa bæði tekjuskattsstofn umfram 2.700.000 kr. reiknast þeim sinn hlutinn hvoru hins sérstaka tekjuskatts. Sé annað hjóna hins vegar undir 2.700.000 kr. í tekju skattsstofni reiknast hinu hjóna allur sérstaki tekjuskatturinn.
    Fjárhæðir samkvæmt ákvæði þessu skulu taka breytingum í samræmi við breytingar á skattvísitölu, í fyrsta sinn á álagningarárinu 1994 í samræmi við skattvísitölu þess árs.
    Sérstakur tekjuskattur samkvæmt ákvæði þessu skal ekki innheimtur með staðgreiðslu opinberra gjalda.

IV.


Fyrirframgreiðsla manna á sérstökum tekjuskatti.


    Fyrirframgreiðsla upp í væntanlega álagningu sérstaks tekjuskatts ársins 1996 skal fara fram með fimm jöfnum mánaðarlegum greiðslum mánuðina ágúst til desember 1995. Fyr irframgreiðslan skal vera 5% af tekjuskattsstofni samkvæmt skattframtali ársins 1995 vegna tekna á árinu 1994 umfram 2.700.000 kr. hjá einstaklingi og 5.400.000 kr. hjá hjónum.
    Fjárhæðir skv. 1. mgr. skulu taka breytingum í samræmi við breytingar á skattvísi tölu, í fyrsta sinn á árinu 1994 í samræmi við skattvísitölu þess árs.
    Gjalddagar fyrirframgreiðslu skv. 1. og 2. mgr. skulu vera fyrsti dagur mánaðanna ágúst til og með desember. Um framkvæmd fyrirframgreiðslunnar skal kveða nánar á í reglugerð.
    Heimilt er gjaldanda að sækja um lækkun á fyrirframgreiðslu sem honum hefur ver ið gert að greiða skv. 1. eða 2. mgr. Umsókn um slíka lækkun skal senda skattstjóra er úr skurðar lækkun greiðsluskyldunnar.
    Skattstjóri skal að jafnaði ekki taka til greina umsókn gjaldanda nema hann geti sýnt fram á að veruleg tekjulækkun hafi orðið hjá honum milli ára. Ríkisskattstjóri setur nán ari reglur um þetta atriði.
    Nú kemur í ljós við álagningu á sérstökum tekjuskatti að fyrirframgreiðsla samkvæmt ákvæði þessu hefur verið of há og skal mismunurinn taka hlutfallslegri breytingu sem nemur mismun á lánskjaravísitölu sem í gildi er við upphaf fyrirframgreiðsluskyldu og 1. júlí á álagningarári.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


Inngangur.


    Í þessu frumvarpi eru lagðar til breytingar á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum. Breytingarnar eru af ýmsu tagi. Í fyrsta lagi er um að ræða breytingar í samræmi við yfirlýsingar ríkisstjórnar frá í vor um húsaleigutekj ur, flýtifyrningar og fjárfestingu manna í atvinnurekstri. Í öðru lagi eru breytingar í sam ræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 10. desember sl. varðandi lækkun eignarskatta, skattalega meðferð lífeyrisgreiðslna, framlengingu sérstaks tekjuskatts o.fl. Auk þess eru lagðar til ýmsar tæknilegar lagfæringar á lögunum. Í frumvarpinu eru ekki lagðar til breytingar er lúta að skattfrjálsri jöfnunarhlutabréfaútgáfu, skattalegri meðferð á arði, ákvæðum um söluhagnað og sölutap af hlutabréfum eða öðrum ákvæðum laganna er lúta að skattlagningu eignarhluta í félögum. Eðlilegt þykir að taka til heildarendurskoðunar ákvæði laganna er lúta að skattalegri meðferð á eignarhlutum í félögum. Unnið er að þessari endurskoðun, en ekki er gert ráð fyrir að henni verði lokið svo tímanlega að unnt verði að leggja fram frumvarp þar að lútandi á þessu þingi. Við samningu frumvarpsins var tekið til athugunar hvort rétt væri að leggja til breytingar á 30. gr. laganna í þá veru að taka upp sérreglu fyrir starfsmenn sem sækja lengra til vinnu en almennt gerist. Var það m.a. gert í tilefni af tilmælum frá VSÍ í framhaldi af þeirri ákvörðun ríkisskattstjóra að ókeypis flutning starfsmanna til vinnu skyldi meta til hlunninda. Sú ákvörðun ríkis skattstjóra var m.a. byggð á athugasemd frá umboðsmanni Alþingis sem taldi það fyrir komulag sem áður ríkti ekki tryggja nauðsynlegt jafnræði. Að athuguðu máli er ekki talið ráðlegt að taka upp sérstakar frádráttarreglur fyrir þá sem sækja vinnu langt að eða njóta ókeypis flutnings til vinnu. Flutningur til vinnu er tvímælalaust hlunnindi sem telja ber til skattskyldra tekna svo gætt sé samræmis við allan fjölda starfsmanna sem bera þann kostnað sjálfir. Frádráttur vegna langrar vegalengdar til vinnu þekkist í nágrannalönd unum, svo sem í Danmörku og í Svíþjóð. Forsendur til skattalegs frádráttar eru hins veg ar aðrar þar en hér á landi. Persónufrádráttur er þar lægri en hér en meira er um sér greinda frádráttarliði en hér er. Í skattabreytingunum 1988 voru sérgreindir frádráttarlið ir nær alveg felldir niður. Sú ákvörðun hafði í för með sér einföldun í framkvæmd og auk ið jafnræði í skattkerfinu. Erfitt er að finna skattaleg rök fyrir því að heimila frádrátt eins og kostnað af ferðum til vinnu, jafnvel þótt í takmörkuðum tilvikum sé, fremur en t.d. verkfærapeninga, kostnað vegna vinnufatnaðar, hljóðfærapeninga o.s.frv. sem einnig er mjög mismunandi eftir störfum og vinnustöðum. Þau rök hafa komið fram að með slík um frádrætti yrði stuðlað að stækkun atvinnusvæða sem m.a. væri mikilvægt með tilliti til atvinnuleysis. Þessi rök eiga vissulega rétt á sér. Á hinn bógin orkar það tvímælis að hagkvæmni verði látin ráðast af skattalegum atriðum en ekki rekstrarlegum og eins er ljóst að sérreglur af þessu tagi eru torveldar í framkvæmd, kalla á aukna skriffinnsku og verða uppspretta ágreiningsmála. Að öllu metnu er því ekki lagt til að taka upp sérreglu í þessu efni og skapa þannig vafasamt fordæmi. Hér verður stiklað á stóru um helstu breytingar en að öðru leyti er vísað til athugasemda við einstakar greinar.


„Ekknaskattur“ felldur niður.


    Í tengslum við upptöku fjármagnstekjuskatts hefur verið rætt um að fella niður eign arskatt (ekknaskatt) sem tekinn var upp árið 1989 og var hugsaður sem fyrsti áfangi í skattlagningu fjármagnstekna, en hún var þá í undirbúningi. Þessi skattlagning sætti strax mikilli gagnrýni enda bitnar álagningin fyrst og fremst á þeim sem eiga fasteignir og skulda lítið, en uppistaðan í þeim hópi er eldra fólk og lífeyrisþegar. Ríkisstjórnin hef ur því ákveðið að leggja til að þessi skattur verði felldur niður strax á næsta ári. Þessi breyting skerðir tekjur ríkissjóðs um 120 m.kr.

Afnám tvísköttunar lífeyrisgreiðslna.


    Við gildistöku staðgreiðslukerfisins árið 1988 voru allir frádráttarliðir sem giltu í eldra tekjuskattskerfinu felldir niður. Einn þessara frádráttarliða var iðgjaldagreiðsla launa fólks í lífeyrissjóð. Það var frá upphafi ljóst að þar sem greiðslur úr lífeyrissjóðum eru jafnframt skattlagðar gat falist í þessu ákveðin tvísköttun. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja til að gerðar verði breytingar á skattlagningu greiðslna úr lífeyrissjóðum. Til að tryggja að þessi ákvörðun komi lífeyrisþegum strax til góða verður jafngildi lífeyris framlags þeirra, eða sem nemur 15% af útborguðum lífeyri, undanþegið skatti þegar á næsta ári. Áætlað er að þessi ákvörðun skerði skatttekjur ríkissjóðs um 250 m.kr.

Sérstakur tekjuskattur framlengdur.


    Til þess að fjármagna skattfrelsi hluta af lífeyrisgreiðslum og niðurfellingu sérstaks eignarskatts verður sérstakur tekjuskattur framlengdur í eitt ár þar til fjármagnstekju skattur leysir hann af hólmi. Þessi skattur var upphaflega hugsaður og kynntur sem tíma bundinn skattur til tveggja ára eða þar til fjármagnstekjuskattur kæmi til framkvæmda. Í ljósi þess að gildistaka fjármagnstekjuskatts hefur frestast þykir þessi framlenging réttlætanleg. Hins vegar verða viðmiðunarmörkin hækkuð úr 200.000 kr. fyrir einstak linga og 400.000 kr. fyrir hjón í 225.000 kr. og 450.000 kr. á verðlagi ársins 1992. Þessi ákvörðun skilar um 300 m.kr. á næsta ári í tekjur.

Hækkun skattleysismarka.


    Undanfarin ár hefur ákvörðun um persónuafslátt fremur tekið mið af launaþróun en verðlagsþróun. Þetta hefur leitt til þess að persónuafsláttur hefur hækkað minna en ella. Á næsta ári er í forsendum fjárlaga gert ráð fyrir að laun hækki meira en nemur almenn um verðlagsbreytingum og kaupmáttur aukist. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að persónuaf sláttur taki áfram mið af fyrirhugaðri launaþróun fremur en verðlagsþróun og hækki því meira en ella hefði orðið. Samkvæmt þessu hækkar persónuafsláttur um áramótin og aft ur um mitt næsta ár um sem jafngildir 2.150 kr. hækkun á skattleysismörkum einstak lings, eða úr 57.228 kr. í rúmlega 59.300 kr.

Skattfrelsi húsaleigutekna.


    Í frumvarpinu er lögð til sú breyting að heimilaður verði sérstakur frádráttur á móti húsaleigutekjum og getur frádráttur þessi orðið allt að 300.000 kr. á ári vegna útleigu íbúðarhúsnæðis. Breyting þessi er gerð á grundvelli yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar frá 6. maí 1994 sem gefin var í framhaldi af samþykkt laga um húsaleigubætur. Lagt er til að í stað frádráttar vegna beins kostnaðar skv. 2. mgr. 30. gr. laganna eða vegna greiddrar húsaleigu skv. 3. mgr. 30. gr. laganna verði heimilt að færa til frádráttar á móti húsa leigutekjum fjárhæð sem nemi allt að 80% leiguteknanna. Sett eru ákveðin takmörk á frá dráttinn þannig að hann getur mestur orðið 300.000 kr. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að tryggja að framkvæmd laganna um húsaleigubætur komi ekki til með að valda hækkun á húsaleigu.

Flýtifyrningar.


    Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 19. maí sl. er því lýst yfir að ríkisstjórnin muni beita sér fyrir því að fjárfestingar fyrirtækja á árunum 1994 og 1995 njóti sérstakrar flýtifyrn ingar til skatts í þeim tilgangi að örva fjárfestingar í atvinnulífinu. Með hliðsjón af þess ari yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lagt til að bætt verði við lögin bráðabirgðaákvæði um flýtifyrningar.
    Meginregla skattalaganna er og á að vera sú að afskriftir á hverjum tíma samsvari raunverulegri verðmætarýrnun eigna. Aðeins með þeim hætti er mat á tekjum raunhæft. Í þessu samhengi verður að hafa í huga að fyrningar eru hluti af rekstrarkostnaðarhug taki laganna. Ljóst er að lögbundnar skattalegar afskriftareglur geta ekki uppfyllt það skil yrði að vera nákvæmt mat á verðmætarýrnun. Engu að síður er hægt og á að vera keppi kefli að ná verulegri nálgun. Flýtifyrningar eru frávik frá þeirri grundvallarreglu að fyrn ingar endurspegli raunverulega verðmætarýrnun þar sem ákvæði af því tagi gera beinlín is ráð fyrir að eignir séu afskrifaðar hraðar en eðlileg rýrnun gefur tilefni til. Flýtifyrn ingar með sama hætti og of rúmar afskriftaheimildir fela í sér vaxtalaus lán hins opin bera til fyrirtækja. Þrátt fyrir það geta flýtifyrningar átt rétt á sér tímabundið í tilvikum sem þessum, þ.e. ef tilgangurinn er sá að koma hjólum atvinnulífsins til að snúast eftir samdráttarskeið. Þetta er einmitt markmiðið með ákvæðum frumvarpsins um flýtifyrn ingar, þ.e. að setja í skattalög tímabundinn hvata til að örva fjárfestingar í atvinnulífinu. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að heimild til flýtifyrninga nái til fjárfestinga á árunum 1994 og 1995 og heimild til að flýtifyrna þær fjárfestingar á næstu þremur árum. Hér er því um sérstaka tímabundna aðgerð að ræða vegna þess ástands sem nú er í þessum mál um en ekki varanlega breytingu að þessu leyti á skattalögum. Þessi tímaafmörkun felur í sér að frestun skattgreiðslnanna takmarkast við þá fjárfestingu sem fram fer á þessum árum sem skiptir verulegu máli fyrir ríkissjóð og hagræðið af frestuninni fellur í skaut þeim fyrirtækjum sem fjárfesta á þessum árum en öðrum ekki.

Eftirstöðvar rekstrartapa.


    Í b-lið 3. gr. er lögð til breyting á 7. tölul. 31. gr., en í þeirri grein er kveðið á um heimild til að draga frá tekjum eftirstöðvar rekstrartapa frá fyrri árum.
    Í gildandi ákvæðum laganna eru reistar ákveðnar skorður við nýtingu taps. Þannig er einungis heimilt að nota eftirstöðvar rekstrartapa frá síðustu fimm árum á undan tekju ári. Þá eru í 57. gr. A reistar skorður við nýtingu rekstrartapa eftir sameiningu félaga skv. 56. og 57. gr. laganna. Í stuttu máli eru þau skilyrði sett að það félag sem tekur við réttindum og skyldum eftir sameiningu hafi verið í skyldum rekstri og það félag sem slit ið er við sameiningu. Þá flyst tap ekki við sameiningu ef það félag sem slitið var átti fyr ir slitin óverulegar eignir eða hafði engan rekstur með höndum. Enn fremur er það skil yrði sett að sameining verði að vera gerð í venjulegum og eðlilegum rekstrartilgangi og að hið yfirfærða rekstrartap þarf að hafa myndast í sams konar rekstri og það félag sem slitið var hafði með höndum. Af þessu má sjá að lögin reisa verulegar skorður við því að skattalegt tap, sem myndast hefur af rekstri fyrri ára, geti nýst á móti hagnaði síðar. Í reynd gera lögin ráð fyrir því að tap geti því aðeins nýst í rekstri þess aðila sem tapið myndaðist hjá, en ekki í rekstri annarra aðila. Frávik frá þessu er það þegar félög sam einast í eðlilegum rekstrartilgangi, en með því er átt við að tilgangur sameiningar sé ann ar en sá að nýta skattalegt hagræði sem kann að nást með sameiningunni.
    Á þeim árum, sem reglur þessar hafa verið í lögum, hefur komið í ljós að ýmsir veik leikar eru á ákvæðum laganna hvað þetta varðar. Hafa verið nokkur brögð að því í fram kvæmd að rekstraraðilar hafi reynt að sniðganga reglu 57. gr. A í þeim tilgangi að kom ast yfir skattalegt tap. Aðferðirnar við það eru með ýmsum hætti og hefur töluverður fjöldi deilumála risið um gerninga af þessu tagi. Má í því skyni nefna að farin hefur ver ið sú leið að sameina ekki fyrirtæki heldur kaupa eigendur fyrirtækis A, sem rekið er með hagnaði, meiri hluta hlutabréfa í fyrirtæki B sem á mikið ónotað rekstrartap frá fyrri árum. Í framhaldi af þessu kaupir fyrirtæki B eignir A og yfirtekur skuldir þess. Fyrir tæki A er síðan lagt niður. Tilgangi B er síðan breytt og jafnvel nafni til samræmis við nafn það sem A hafði og rekstur A þannig í reynd fluttur yfir í B án þess að eiginleg sameining hafi átt sér stað. Í ljósi þessa eru lagðar til breytingar á 7. tölul. 31. gr. þar sem settar eru skýrari reglur um þær skorður sem reistar eru við nýtingu rekstrartapa og sam ræmdar reglur settar um nýtingu tapa.
    Þess skal og getið að þessar tillögur eru í samræmi við það sem hefur verið að ger ast í norrænni skattalöggjöf að undanförnu. Má í því sambandi benda á að það kom fram hjá forsætisráðherra Dana í stefnuræðu hans 4. október sl. þegar danska þjóðþingið kom saman að danska ríkisstjórnin hygðist flytja frumvarp þar sem ætlunin væri að stemma stigu fyrir viðskiptum með tapsfyrirtæki, en fyrir hendi eru þó allstrangar takmark anir þar að lútandi í danskri löggjöf.

Um frádrátt vegna fjárfestingar manna í atvinnurekstri.


    Í frumvarpinu er lagt til að gerðar verði breytingar á ákvæðum laga um frádrátt vegna fjárfestingar manna í atvinnurekstri. Samkvæmt ákvæðum til bráðabirgða I í 23. gr. laga nr. 111/1992, um breytingar í skattamálum, á frádráttur vegna fjárfestingar manna í at vinnurekstri að fara lækkandi frá árinu 1994 þar til hann fellur alveg niður eftir árslok 1997.
    Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 19. maí 1994 kemur fram vilji til að kanna hvort unnt sé að örva fjárfestingu í atvinnulífinu með ívilnun til einstaklinga er leggja fé í nýja fjárfestingu.
    Í frumvarpinu er lagt til að hætt verði að þrepa frádráttinn niður og festa til fram búðar í lög þá reglu sem samkvæmt téðu bráðabirgðaákvæði á að gilda vegna fjárfest ingar á árunum 1994 og 1995, þ.e. að heimilt sé að draga frá tekjum 80% af fjárfesting unni. Þá er orðalag varðandi heimildir til að færa frádráttarheimild á milli ára þannig að ekki skipti máli hvort fjárfest hefur verið í nýjum bréfum eða gömlum.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Hér er lögð til breyting á 7. gr. laganna. Gert er ráð fyrir því að verðlitlir vinningar í happdrættum eða keppnum teljist eigi til skattskyldra tekna. Er þessi breyting gerð með hliðsjón af því að undanfarið hefur farið mjög í vöxt að m.a. ýmsir fjölmiðlar hafa ver ið með getraunir á sínum vegum þar sem veitt hafa verið ýmis smáleg verðlaun, svo sem húfur, bolir, pítsur, bíómiðar og geisladiskar svo fátt eitt sé talið. Samkvæmt gildandi lög um bæri að gefa slík verðlaun upp sem skattskyldar tekjur, en mikið óhagræði væri af slíkri framkvæmd í reynd og er því þessi breyting lögð til, en hér er um óverulega hags muni fyrir ríkissjóð að ræða. Með almennum happdrættum og keppnum er átt við að um sé að ræða happdrætti eða keppni sem ætlaðar eru ótilgreindum hópi ótengdra aðila, svo sem þegar um er að ræða getraunir ýmissa fjölmiðla.

Um 2. gr.


    Lagðar eru til nokkrar breytingar á 30. gr. er fjallar um frádrátt frá tekjum manna utan atvinnurekstrar.
    Í a-lið er annars vegar breytt orðalagi í þeim tilgangi að koma í veg fyrir misskiln ing. Hins vegar er lögð til breyting á ákvæði um frádrátt vegna staðaruppbóta starfs manna í utanríkisþjónustunni. Er því slegið föstu að frádrátturinn miðist við sérstakan kostnað sem staðaruppbótunum er ætlað að mæta. Er í því sambandi gert ráð fyrir að frá dráttur þessi komi inn í skattamat með hliðstæðum hætti og er um aðra sambærilega liði. Er það nauðsynlegt til að tryggja eðlilegt samræmi og jafnræði.
    Í c-lið er lagt til að tiltekinn hluti af greiðslum úr lífeyrissjóðum verði skattfrjáls. Sú leið er farin að heimila mönnum sem eru 70 ára og eldri að færa til frádráttar 15% af greiddum lífeyri, en það samsvarar áætluðu vægi iðgjaldagreiðslu launþega í útborguð um lífeyri. Uppsafnaður hluti framlags atvinnurekenda er áætlaður 22–23% og vaxtatekj ur 62–63%. Frádráttur þessi kemur fyrst til framkvæmda á því tekjuári sem rétthafi líf eyris nær 70 ára aldri. Um frekari skýringar vísast til almennra athugasemda.
    Í d-lið er lagt til að hætt verði við niðurþrepun reglunnar um frádrátt frá tekjum vegna fjárfestingar manna í atvinnurekstri. En með lögum nr. 111/1992 var sams konar ákvæði sett í bráðabirgðaákvæði og var þar kveðið á um að reglan mundi falla niður í þrepum á nokkrum árum. Um skýringar að öðru leyti vísast til almennra athugasemda.
    Að lokum er í e-lið greinarinnar lagt til að heimilt verði í stað frádráttar á beinum kostnaði skv. 2. mgr. 30. gr. eða frádráttar vegna greiddrar húsaleigu skv. 3. mgr. 30. gr. að draga frá fjárhæð allt að 300.000 kr. á móti húsaleigutekjum. Breyting þessi er í sam ræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnar frá 6. maí 1994. Varðandi áhrif þessara breytinga á tekj ur ríkissjóðs skal tekið fram að mikil vanhöld virðast á því að húseigendur gefi upp tekj ur vegna útleigu á húsnæði. Samkvæmt skattframtölum ársins 1993 námu skattskyldar tekj ur af fasteignum o.fl. 615 m. kr. og voru framteljendur tæplega 4.000. Meðalfjárhæðin var þannig rúmlega 150 þús. kr. á ári. Ekki liggja fyrir nákvæmar upplýsingar um það hve stór hluti þessara tekna er vegna leigu á íbúðarhúsnæði, en talið er að sú fjárhæð sé 450–500 m.kr. Sé miðað við það að tekjuskattsstofninn lækki sem þessari fjárhæð nem ur skerðir það tekjur ríkissjóð um 130–140 m.kr. á ári, auk þess sem útsvar sveitarfé laga lækkar um allt að 40 m.kr.

Um 3. gr.


    Lagðar eru til tvær breytingar á 31. gr. laganna er fjallar um frádrátt frá tekjum af atvinnurekstri og sjálfstæðri starfsemi.
    Annars vegar er í a-lið gert ráð fyrir því að skattstjóra verði heimilt að synja um frá drátt ef eigi hafa verið gefnar upplýsingar um greiðslu fyrir vinnu, hvort heldur um er að ræða greiðslur til launamanna eða verktaka. Þessi breyting treystir í sessi sambærilegt ákvæði í reglugerð nr. 483/1994 um frádrátt frá tekjum af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi. Áður en það reglugerðarákvæði var sett hafði skattstjóri þá leið ef tilskildum launamiðum hafði ekki verið skilað að hlutast til um að málið yrði sent í sektarmeðferð til yfirskattanefndar. Sú meðferð er afartafsöm og er hér því verið að stuðla að eðlilegri og fljótvirkari framkvæmd að þessu leyti. En bæði sú regla sem hér er lögð til og sekt armeðferðin eiga að stuðla að sama markmiði, þ.e. að aðilar skili til skattstjóra tilskild um gögnum, svo sem eins og upplýsingum um laun. Tekið skal fram að synjun frádrátt ar samkvæmt þessu ákvæði er að sjálfsögðu háð því að skattyfirvöld gæti ákvæða 96. gr. hvað málsmeðferð varðar.
    Hins vegar er í b-lið lögð til breyting á 7. tölul. greinarinnar sem fjallar um frádrátt vegna rekstrartapa. Lagt er til að samræmdar skorður verði lagðar við nýtingu rekstrar tapa, þannig að sams konar reglur gildi almennt og gilda samkvæmt gildandi lögum um nýtingu rekstrartapa við sameiningu. Þetta hefur það í för með sér að sett eru almenn skil yrði um nýtingu eftirstöðva rekstrartapa. Þannig er sett það skilyrði að ekki hafi átt sér stað veruleg breyting á þeim rekstri sem um er að ræða og í því sambandi nefnt í dæma skyni að ekki hafi verið breytt um rekstrartilgang eða ekki hafi átt sér stað breyting á eign arhaldi að lögaðila, nema sýnt þyki að þær breytingar hafi verið gerðar í eðlilegum og venjulegum rekstrartilgangi. Það þýðir t.d. að ef um er að ræða rekstur sem er í járnum og nýir hluthafar koma inn í reksturinn með nýtt hlutafé geta þeir nýtt tapið ef tilgang urinn er sá að halda áfram sams konar rekstri. Ef hins vegar er um að ræða að nýir að ilar koma inn og breytt er um rekstur, þ.e. tilgangi er breytt, verður eigi heimilt að nýta eftirstöðvar rekstrartapa sem mynduðust í fyrri rekstri. Að öðru leyti vísast um nánari skýringar til almennra athugasemda.

Um 4. gr.


    Hér eru lagðar til breytingar á 31. gr. A er fjallar um niðurfærslu. Verið er að breyta orðalagi til þess að skerpa línur en orðalag greinarinnar hefur orkað tvímælis, þ.e. að eigi megi færa niður á fimm árum þær eignir sem um ræðir í a- og b-liðum 2. mgr. greinar innar.

Um 5. gr.


    Í þessu ákvæði er lögð til breyting á 52. gr. laganna. Lagt er til að verðlitlar tækifæris gjafir í fríðu til starfsmanna eða sambærilegar gjafir til viðskiptamanna verði heimilað ar til frádráttar í atvinnurekstri. Með tækifærisgjöf í þessu sambandi er átt við jólagjaf ir til starfsmanna, gjöf í tilefni af stórafmæli starfsmanns eða meiri háttar starfsafmæl is. Með orðalaginu að verðmæti gjafar skuli eigi vera meira en gerist um gjafir almennt eru í reynd sett ákveðin takmörk fyrir því hversu verðmæt gjöf má vera. Orðalagið ger ir ráð fyrir því að lagður sé almennur hlutlægur mælikvarði á gjöfina sem þýðir að sami mælikvarði er lagður á allar gjafir burt séð frá umfangi starfsemi eða stöðu gjafþega í starfsemi gefanda. Gjöf sem undir þetta ákvæði mundi falla væri t.d. hefðbundin bók til jólagjafar. Sams konar mælikvarði á við um gjafir til viðskiptamanna.

Um 6. gr.


    Lagt er til að felld verði niður nokkur orð í 54. gr. sem ekki eiga lengur við eftir að ákvæði um fjárfestingarsjóð voru felld brott.

Um 7. gr.


    Hér eru lagðar til tæknilegar lagfæringar á bótaákvæðum laganna.
    Fyrir það fyrsta er í a- og b-liðum lagt til að samræmdar verði annars vegar tekju tengingar á milli barnabótaaukakerfisins og vaxtabótakerfisins og hins vegar að sams kon ar reglur gildi um skuldajöfnun einstakra bóta samkvæmt greininni, jafnframt sem tek ið er tillit til þeirra breytinga sem lagðar eru til í b-lið 2. gr. frumvarpsins.
    Þegar breytingar voru gerðar á vaxtabótagreininni á síðasta þingi, með lögum nr. 122/1993, urðu mistök við framsetning á frumvarpstextanum þannig að 7% skerðing vegna skulda var látin koma á eftir skerðingu vaxtatekna. Hér er lögð til lagfæring á því. Jafnframt er lögð til lagfæring á lagatilvísun þar sem í núgildandi ákvæði er vísað í rangt lagaákvæði þegar vísa á í skuldaákvæði laganna við ákvörðun á eignarskerðingarstofni. Þá er og lagt til að aðilar að Búseta séu teknir út úr vaxtabótakerfinu þar sem ella er girt fyrir rétt þeirra til húsaleigubóta.

Um 8. gr.


    Í þessari grein er lagt til að efra þrep eignarskatts verði fellt niður. Um nánari skýr ingar vísast til almennra athugasemda.

Um 9. gr.


    Með 1. gr. laga nr. 68/1990 var gerð breyting á 1. mgr. 64. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, þannig að sú regla var lögfest að veita skyldi eftirlifandi maka rétt til að telja fram allar tekjur sínar og hins látna maka sem hjón í níu mánuði án til lits til andlátsmánaðar þannig að þessi regla fluttist yfir á næsta ár ef ekki næðust níu mánuðir á andlátsárinu og var persónuafsláttur í samræmi við það. Með 2. gr. fyrr greindra laga, nr. 68/1990, var einnig gerð breyting á 2. mgr. 81. gr. tekjuskattslaga, þannig að lögfest var að eignarskattsálagningu eftirlifandi maka skyldi hagað á sama hátt og um hjón væri að ræða, þ.e. að skipta eignarskattsstofni í tvennt og reikna skatt á hvorn helming um sig. Það lækkar eignarskatt eftirlifandi maka frá fyrri framkvæmd um a.m.k. 1,2% af lágmarksstofni einstaklings eða um 42.168 kr. á árinu 1994.
    Þegar ekki er um eftirlifandi maka að ræða og ekki tekst að skipta búinu fyrir ára mót, m.a. vegna þess að andlátið bar að það seint á árinu, ber að skattleggja eignarskatts stofn dánarbúsins án lágmarks eignarskattsfrelsis um 1,45% í stað 1,2% (+ 0,25% sér stakan eignarskatt þegar hann á við) og nemur eignarskattur af þessari lágmarksfjárhæð 50.953 kr. á árinu 1994. „Óréttlætið“ liggur í því að fyrir erfingja manns, sem deyr á fyrri hluta ársins, er möguleiki á að gera upp búið það tímanlega fyrir áramót að dreifa megi eignum dánarbúsins til erfingja sem geta notið skattfrelsismarkanna á meðan aðrir eru svo „óheppnir“ að arfláti andaðist svo seint á árinu að slík búskipti verða óframkvæmanleg. Þar sem arfþegar hafa 12 mánuði til að að ganga frá skiptum væri á sama hátt „réttlæt anlegt“, sbr. skattlagningu hjá eftirlifandi maka, að við fyrstu álagningu eignarskatts eft ir andlát væri heimilað skattfrelsismark einstaklings.

Um 10. gr.


    Hér eru lagðar til breytingar á 91. gr. laganna. Breytingarnar eru m.a. gerðar með hlið sjón af ákvæðum frumvarps til laga um bókhald og frumvarps til laga um ársreikninga sem lögð hafa verið fram á Alþingi. Í greininni er að finna það nýmæli að gert er ráð fyr ir að lögaðilar skili sérstakri greinargerð um skattstofna.

Um 11. gr.


    Hér eru lagðar til breytingar á 92. gr. er fjallar um launaskýrslur. Lagt er til að kveð ið verði með ótvíræðari hætti á um skyldu til skila á verktaka- og launamiðum. Um nán ari skýringar má vísa til skýringa við 4. gr.

Um 12. gr.


    Í þessu ákvæði er lögð til breyting á 99. gr. er lýtur að lengingu kærufrests um einn dag. Er þessi breyting gerð til að sami frestur sé samkvæmt tekjuskattslögum og er sam kvæmt lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, þar sem algengt er að mál einstakra gjald enda séu rekin samhliða að því varðar báða skattana og er því verið að samræma regl ur að þessu leyti.

Um 13. og 14. gr.


    Lagatilvísanir eru lagaðar að breyttum lögum. Í gildandi lögum er vísað til 100. gr. sem hvarf úr lögum þegar sérstök lög voru sett um yfirskattanefnd. Í þessum greinum er verið að breyta lagatilvísunum til samræmis við það.

Um 15. gr.


    Í þessari grein er lögð til breyting á 120. gr. laganna þar sem kveðið er á um að fjármálaráðherra geti ákveðið skattfrelsi happdrættisvinninga þegar ágóða er varið til menningarmála, mannúðarmála eða kirkjulegrar starfsemi. Með þeirri breytingu á orða lagi sem hér er lögð til er orðalag 120. gr. samræmt ákvæði 3. tölul. A-liðar 1. mgr. 30. gr. laganna (sem verður 4. tölul. sbr. b-lið 2. gr. frumvarpsins) sem kveður á um að draga megi frá tekjum m.a. vinninga sem undanþegnar eru skatti samkvæmt ákvörðun fjár málaráðherra.

Um 16. gr.


    Lagðar eru til breytingar á ákvæðum laganna um skattvísitölu, þannig að fjárhæð sú sem lögð er til hvað varðar húsaleigu taki breytingum í samræmi við skattvísitölu.

Um 17. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.

Um 18. gr.


    Í þessari grein er að finna fjögur ákvæði til bráðabirgða. Bráðabirgðaákvæði I fjall ar um sérstakar tímabundnar flýtifyrningar vegna fjárfestinga á árunum 1994 og 1995. Til urð þessa ákvæðis er yfirlýsing ríkisstjórnarinnar frá í vor þess efnis að sett skyldi í lög ákvæði um flýtifyrningar vegna fjárfestinga á þessum árum. Um nánari forsendur vís ast til almennra athugasemda.
    Vegna skorts á upplýsingum er erfitt að áætla með nákvæmum hætti áhrif ákvæð anna um flýtifyrningar á tekjur ríkissjóðs og þá ekki síður hvaða áhrif þau komi til með að hafa á fjárfestingar fyrirtækja. Líkur eru taldar á að fyrirtæki muni fremur ráðast í fjár festingu á lausafjármunum með tiltölulega hátt fyrningarhlutfall, en síður í mannvirkj um þar sem fjárfesting fellur jafnan til á lengri tíma. Benda má á að skrifstofuáhöld og -tæki, t.d. tölvukerfi, má fyrna um 20% á ári. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðhagsstofn un er fjárfesting atvinnuveganna talin verða 31,5 milljarðar kr. á þessu ári og 34 millj arðar kr. á því næsta. Hluti af þessum fjárfestingum tilheyrir hins vegar opinberum fyr irtækjum sem ekki greiða tekjuskatt. Hér er gengið út frá því að um það bil þriðjungur, eða kringum 10 milljarðar kr. hvort ár, sé líklegur fyrningargrunnur og helmingur, þ.e. 5 milljarðar kr., séu fjárfestingar fyrirtækja sem rekin eru með hagnaði. Miðað við þess ar forsendur væri stofn til flýtifyrninga og áætlað „tekjutap“ ríkissjóðs miðað við 10% meðalhlutfall þeirra eftirfarandi fjárhæðir næstu fjögur árin:
    1995:  5 milljarðar kr. — áætlað „tekjutap“ 165 m. kr.
    1996: 10 milljarðar kr. — áætlað „tekjutap“ 330 m. kr.
    1997: 10 milljarðar kr. — áætlað „tekjutap“ 330 m. kr.
    1998:  5 milljarðar kr. — áætlað „tekjutap“ 165 m. kr.
    Tekið skal fram að þessi áætlun er háð mikilli óvissu og jafnframt að hér er ekki um tekjutap ríkissjóðs að ræða í eiginlegum skilningi heldur tekjutilfærslu án þess þó hægt sé að segja um það fyrir fram hvort og þá hvenær þær tekjur skili sér í ríkissjóð.
    Bráðabirgðaákvæði II kveður á um að leysa skuli upp varasjóði sem myndaðir hafa verið samkvæmt eldri skattalögum og kunna enn að vera til staðar í einstökum tilfell um. Með lögum nr. 8/1984 var tekið upp það nýmæli að menn og lögaðilar, sem höfðu skattskyldar tekjur af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi, máttu draga frá tiltekið hlut fall frá þeim tekjum og mynda fjárfestingarsjóð. Þrátt fyrir að ákvæði þetta kæmi í stað eldra ákvæðis um myndun varasjóðs var það valkvætt fyrir lögaðila til og með rekstr arársins 1986 að draga frá tekjum tillög í varasjóð í stað fjárfestingarsjóðs. Engin ákvæði voru um upplausn varasjóðs en í ákvæðum til bráðabirgða var tekið fram að öll ákvæði laga nr. 75/1981 varðandi varasjóð skyldu gilda varðandi varasjóðstillög uns varasjóði hefði verið ráðstafað að fullu. Samkvæmt ákvæðum í þágildandi 54. og 55. gr. laganna ber að ráðstafa varasjóði til að mæta yfirfæranlegu rekstrartapi og sé varasjóði ráðstaf að á annan hátt skuli telja þá fjárhæð, sem þannig er ráðstafað, til skattskyldra tekna að viðbættu 25% álagi. Með brottfalli heimildar til að draga frá tekjum fjárfestingarsjóðs tillag frá og með rekstrarárinu 1992 samkvæmt lögum nr. 111/1992, um breytingar í skattamálum, og með vísan til 10. gr. laga nr. 8/1984, þar sem breytt var 54. gr. laga nr. 75/1981, ber að færa til tekna óráðstöfuð fjárfestingartillög ársins 1991 á tekjuárinu 1998, skattframtal 1999. Þar með hverfur fjárfestingarsjóður úr bókum aðila. Eftir geta staðið óráðstöfuð varasjóðstillög eldri ára um ókomna tíð. Engar upplýsingar eru fyrirliggjandi um hvað stóran hóp gjaldenda er að ræða eða fjárhæð varasjóða, en varasjóðir, sem myndaðir hafa verið samkvæmt skattalögum, eru ekki verðbættir með endurmati og hafa því rýrnað allmjög á undanförnum árum og því ólíklegt að um verulegar fjárhæðir sé að ræða. Lagt er til að fjárhæð tekjufærslu verði valkvæð á árunum 1994–1998 og heimil að verði að fyrna viðbótarfyrningu sem ekki er heimilt samkvæmt gildandi ákvæðum lag anna.
    Í bráðabirgðaákvæði III er lagt til að lagður verði sérstakur 5% tekjuskattur á tekjur manna umfram ákveðin mörk. Ákvæðið er sambærilegt við gildandi ákvæði hér að lút andi, en þó eru fjárhæðarmörk lítillega hækkuð.
    Í bráðabirgðaákvæði IV er kveðið á um fyrirframgreiðslu sérstaks tekjuskatts sam kvæmt bráðabirgðaákvæði III.