Ferill 299. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 299 . mál.


391. Fyrirspurn



til samgönguráðherra um radíóvita sem þjóni flugi til Önundarfjarðar og Súgandafjarðar.

Frá Birni Inga Bjarnasyni.



    Er fyrirhugað að setja upp radíóvita (hringvita) sem gæti þjónað vel flugi til Önundar fjarðar og Súgandafjarðar í stað vita sem var á Galtarvita?


Skriflegt svar óskast.

Greinargerð.


    Í allmörg ár var radíóviti (hringviti) á Galtarvita sem þjónaði mjög vel flugi til Önund arfjarðar og Súgandafjarðar. Í Önundarfirði eru flugvellir í Holti og á Ingjaldssandi og í Súgandafirði á Suðureyri. Á þessu ári, þegar vitavarsla var aflögð á Galtarvita, var rad íóvitinn fluttur í Selárdal í Arnarfirði þar sem hann nýtist illa flugi í Önundarfjörð og Súgandafjörð. Að áliti reynslumestu flugmanna á þessu svæði, sem íbúarnir horfa til með virðingu, öryggiskennd og þakklæti, liggur fyrir að við þessa breytingu mun flug á þetta svæði falla niður í nokkrum tilfellum. Bent hefur verið á að radíóviti á Sæbóli á Ingjalds sandi gæti þjónað þessu svæði eins og radíóvitinn á Galtarvita gerði áður.