Ferill 290. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 290 . mál.


477. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (VE, GÁS, GuðjG, IBA, SP).



     1 .     Við 2. gr.
                   a .     A- og b-liður falli brott.
                   b .     Í stað orðanna „sem hafa hlotið staðfestingu fjármálaráðuneytis samkvæmt lögum“ í c-lið komi: skv. 2. gr. laga.
                   c .     Á eftir 4. mgr. d-liðar komi ný málsgrein er orðist svo:
                            Enn fremur má draga frá tekjum samkvæmt þessum tölulið kaup á stofnfjárbréfum í sparisjóðum, sbr. lög nr. 43/1993, um viðskiptabanka og sparisjóði. Skilyrði fyrir frá drætti samkvæmt þessari málsgrein er að útboð slíkra stofnfjárbréfa sé opið fyrir alla einstaklinga sem eiga lögheimili á starfssvæði viðkomandi sparisjóðs og að eigi sé heimilt að innleysa stofnfjárhlut í 10 ár frá útgáfu.
     2 .     Við 3. gr. Í stað orðanna „launa- og/eða verktakagreiðslur vegna vinnu, sbr. 92. gr., skal ekki heimilaður frádráttur“ í a-lið komi: launagreiðslur og/eða verktakasamninga vegna vinnu, sbr. 92. gr., að aðgættum ákvæðum 96. gr., er skattstjóra heimilt að synja um frá drátt.
     3 .     Við 7. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
                   a .     Við greinina bætist nýr stafliður, er verði a-liður, og orðist svo: 11. mgr. A-liðar orðast svo:
                            Nánari reglur, m.a. um útborgun barnabóta, innheimtu ofgreiddra barnabóta og skuldajöfnun barnabóta á móti opinberum gjöldum til ríkissjóðs, opinberum gjöldum til sveitarfélaga og vangreiddum meðlögum til Innheimtustofnunar sveitarfélaga, þar á meðal um forgangsröð, skulu settar í reglugerð.
                   b .     B-liður, er verði c-liður, orðist svo: Í stað 9. og 10. mgr. B-liðar kemur ný málsgrein er orðast svo:
                            Barnabótaauki skal ákveðinn við álagningu, sbr. X. kafla. Nánari reglur, m.a. um útborgun barnabótaauka, innheimtu ofgreidds barnabótaauka og skuldajöfnun barna bótaauka á móti opinberum gjöldum til ríkissjóðs, opinberum gjöldum til sveitarfélaga og vangreiddum meðlögum til Innheimtustofnunar sveitarfélaga, þar á meðal um for gangsröð, skulu settar í reglugerð.
                   c .     Við bætist nýr stafliður er orðist svo: 10. mgr. C-liðar orðast svo:
                            Reglur um skuldajöfnun vaxtabóta á móti opinberum gjöldum til ríkissjóðs, opin berum gjöldum til sveitarfélaga og vangreiddum meðlögum til Innheimtustofnunar sveitarfélaga, þar á meðal um forgangsröð, skulu settar í reglugerð.
     4 .     Við 10. gr. Við greinina bætist nýr stafliður er orðist svo: 3. mgr. orðast svo:
                  Framtalsskyldan hvílir á lögaðila. Sé um bókhaldsskylda aðila að ræða skal framtalinu fylgja ársreikningur, sbr. 1. mgr. Í skráðum félögum er nægilegt að þeir sem heimild hafa til að binda félagið undirriti framtalið.
     5 .     Við 17. gr. Greinin orðist svo:
                  Ákvæði laga þessara öðlast gildi frá og með 1. janúar 1995. Ákvæði 6., 10., 11., 13., 14., 15. og 16. gr. koma til framkvæmda frá og með þeim tíma. Ákvæði 1. gr., c-liðar 2. gr., 3., 4. og 5. gr., a-, b-, c-, f-, g-, h-, i- og j-liðar 7. gr. og 8., 9. og 12. gr. koma til framkvæmda við álagningu tekjuskatts og eignarskatts á árinu 1995 vegna tekna og gjalda á árinu 1994 og eigna og skulda í lok þess árs og ákvörðun bóta á árinu 1995. Ákvæði a- og b-liðar 2. gr. og d- og e-liðar 7. gr. koma til fram kvæmda við álagningu 1996 vegna tekna á árinu 1995 og staðgreiðslu á því ári.