Ferill 28. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 28 . mál.


507. Svar



samgönguráðherra við fyrirspurn Ragnars Elbergssonar og Steingríms J. Sigfússonar um skuldir Vegasjóðs.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1 .     Hverjar verða heildarskuldir Vegasjóðs um næstkomandi áramót vegna sérstaks framkvæmdaátaks í atvinnumálum á þessu kjörtímabili, að meðtöldum lántökum á yfirstandandi ári, framreiknað á núgildandi verðlagi?
     2 .     Hvernig skiptast lántökurnar á einstök ár?
     3 .     Hvernig hefur verið staðið að lántökum, hver eru lánskjör og skilmálar?
     4 .     Hvernig verður endurgreiðslum háttað, á hvaða árum verða endurgreiðslurnar og hverjar verða þær í heild, sundurliðað á einstök ár, að meðtöldum öllum kostnaði?

    Í tengslum við afgreiðslu fjárlaga 1993 ákvað ríkisstjórnin að auka framkvæmdir í vegamál um á árunum 1993–95. Markmiðið var að draga tímabundið úr atvinnuleysi vegna erfiðs atvinnuástands.
    Fjáröflun til sérstaks átaks í atvinnumálum, sem runnið hefur til Vegasjóðs, er sem hér segir (í m.kr.):

    Breytilegt     Verðlag í okt. ´94
    verðlag     (bygg.vísitala)

Árið 1993          1.550     1.600
Árið 1994          900     900
Samtals               2.500
    Samkvæmt vegáætlun á að færa í ríkissjóð af mörkuðum tekjum Vegasjóðs þessi sömu ár sem hér segir (í m.kr.):

    Breytilegt     Verðlag í okt. ´94
    verðlag     (bygg.vísitala)

Árið 1993          344     355
Árið 1994          370     370
Samtals               725
    Við endanlegt uppgjör á skuldum Vegasjóðs vegna framkvæmdaátaksins ber að draga frá þessar millifærslur úr Vegasjóði í ríkissjóð eins og þær verða endanlega. (Til greina kemur einnig að draga frá eldri millifærslur úr Vegasjóði, en þær eru um 750 m.kr. árin 1987–92 á verðlagi í október 1994.)
    Veitt hefur verið fé til þessa átaks í atvinnumálum á fjárlögum hverju sinni. Fjármögnun þess er hluti af almennri fjáröflun ríkissjóðs og því hafa ekki verið tekin sérstök lán þess vegna. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um þessa ákvörðun var tekið fram að með þessu væri verið að flýta framkvæmdum vegna erfiðs efnahagsástands. Ætlunin var að draga úr opinberum fram kvæmdum að átakinu loknu þegar aðstæður gæfu tilefni til.
    Þegar ríkisstjórnin tók ákvörðun um að beita sér fyrir þessu sérstaka átaki í atvinnumálum var við það miðað að endurgreiðsla lánsins hæfist ekki fyrr en lokið væri skuldagreiðslum Vega sjóðs við Reykjavíkurborg.
    Samkvæmt samningi frá 1991 lýkur þeim endurgreiðslum á árinu 1998. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um nánari tilhögun endurgreiðslna.