Ferill 3. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 3 . mál.


508. Frumvarp til lánsfjárlaga



fyrir árið 1995.

(Eftir 2. umr., 27. des.)



I. KAFLI


Lántökur ríkissjóðs.


1. gr.


    Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs er heimilt að taka að láni allt að 21.250 m.kr. á árinu 1995.

2. gr.

    Lánsfé skv. 1. gr. skal ráðstafað í samræmi við ákvæði fjárlaga fyrir árið 1995 og þessara laga.

3. gr.

    Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs er heimilt að endurlána allt að 8.320 m.kr. af fjárhæð skv. 1. gr. til eftirtalinna aðila:
     1 .     Lánasjóðs íslenskra námsmanna, allt að 3.800 m.kr.
     2 .     Þróunarsjóðs sjávarútvegs, allt að 2.380 m.kr.
     3 .     Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, allt að 1.980 m.kr.
     4 .     Alþjóðaflugþjónustunnar, allt að 150 m.kr.

II. KAFLI


Ríkisábyrgðir.


4. gr.


    Eftirtöldum aðilum, sem heimild hafa í sérlögum til lántöku, er heimilt að nýta þær á árinu 1995 með þeim takmörkunum sem tilgreindar eru í 1.–8. tölul. þessarar greinar, sbr. 13. gr. laga nr. 84/1985, um breytingu á lögum nr. 52/1966, um ríkisbókhald, gerð ríkisreiknings og fjár laga:
     1 .     Landsvirkjun, allt að 3.000 m.kr., sbr. 14. gr. laga nr. 42/1983, um Landsvirkjun, með áorðnum breytingum.
     2 .     Byggingarsjóður ríkisins, allt að 2.900 m.kr, sbr. 9. gr. laga nr. 97/1993, um Húsnæðisstofnun ríkisins, með áorðnum breytingum.
     3 .     Byggingarsjóður verkamanna, allt að 6.680 m.kr., sbr. 48. gr. laga nr. 97/1993, um Húsnæðisstofnun ríkisins, með áorðnum breytingum.
     4 .     Húsbréfadeild Byggingarsjóðs ríkisins, allt að 13.000 m.kr., sbr. 19. gr. laga nr. 97/1993, um Húsnæðisstofnun ríkisins, með áorðnum breytingum.
     5 .     Stofnlánadeild landbúnaðarins, allt að 1.600 m.kr., sbr. 10. og 11. gr. laga nr. 45/1971, um Stofnlánadeild landbúnaðarins, með áorðnum breytingum.
     6 .     Byggðastofnun, allt að 1.000 m.kr., sbr. 18. gr. laga nr. 64/1985, um Byggðastofnun, með áorðnum breytingum.
     7 .     Iðnlánasjóði, allt að 2.600 m.kr., sbr. 6., 10. og 17. gr. laga nr. 76/1987, um Iðnlánasjóð, með áorðnum breytingum.
     8.     Ferðamálasjóði, allt að 150 m.kr., sbr. 27. gr. laga nr. 79/1985, um skipulag ferða mála, með áorðnum breytingum.

5. gr.

    Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs er heimilt að ábyrgjast með sjálfskuldarábyrgð lántökur eftirtalinna aðila á árinu 1995:
     1.     Íþróttasamband Íslands, allt að 40 m.kr. til þátttöku í stækkun Laugardalshallar gegn veði í eignarhluta Íþróttasambands Íslands í Laugardalshöllinni.
     2.     Flugmálastjórn, allt að 70 m.kr. til endurnýjunar á flugvél.
     3.     Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar, allt að 800 m.kr. til skuldbreytingar eldri lána.
     4.     Undirbúningsfélag Orkubús Borgarfjarðar, allt að 380 m.kr. til skuldbreytingar eldri lána.
     5.     Innheimtustofnun sveitarfélaga, allt að 150 m.kr. til greiðsluflæðisjöfnunar.
     6.     Hita- og vatnsveita Akureyrar, allt að 2.200 m.kr. til skuldbreytingar eldri lána.
     7.     Bæjarveitur Vestmannaeyja, allt að 61 m.kr. til skuldbreytingar eldri lána.

III. KAFLI


Ýmis ákvæði um lánsfjármál.


6. gr.


    Lántökur samkvæmt lögum þessum skulu fara fram innan lands eða utan.

7. gr.

    Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs getur heimilað þeim aðilum sem njóta ríkis ábyrgðar á lántökum sínum:
     a.     að taka lán í því skyni að endurgreiða fyrir gjalddaga eftirstöðvar eldri lána þegar hagstæðari kjör bjóðast;
     b.     að stofna til skulda- og vaxtaskipta og nýta aðra möguleika sem bjóðast á markaði til þess að tryggja viðkomandi aðila gegn verulegum vaxtabreytingum;
     c.     að taka ný lán til endurgreiðslu skammtímalána sem tekin eru á grundvelli heim ilda í II. kafla, að hluta eða öllu leyti, án þess að lánssamningur um þau falli úr gildi, enda sé ekki dregið á slíka lánssamninga að nýju nema lagaheimild liggi fyrir.

8. gr.

    Hyggist aðilar, sem njóta ríkisábyrgðar á lántökum sínum, nýta heimildir skv. II. kafla eða 7. gr. skulu þeir gæta ákvæða 2. mgr. 7. gr. laga nr. 43/1990, um Lánasýslu ríkis ins.

9. gr.

    Yfirtekin lán og ábyrgðir veittar á lántökum þriðja aðila, eða milliganga um töku lána þeirra, skal rúmast innan þeirra heimilda sem tilgreindar eru í II. kafla.


10. gr.

    Erlendar fjárhæðir skulu miðast við kaupgengi íslensku krónunnar samkvæmt gengis skráningu Seðlabanka Íslands á staðfestingardegi lánsfjárlaga.


11. gr.

    Lög nr. 17/1990, um ábyrgðadeild fiskeldislána, falla úr gildi 1. janúar 1995. Fjár málaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs er heimilt að breyta útistandandi ábyrgðarheimildum í lán, sbr. 5. gr. laga nr. 43/1990, um Lánasýslu ríkisins.

12. gr.

    Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs er heimilt að yfirtaka allar skuldir atvinnutrygg ingardeildar Byggðastofnunar og afhenda Byggðastofnun allar eignir atvinnutryggingar deildar Byggðastofnunar. Jafnframt falla úr gildi 1. janúar 1995 ákvæði 20. gr. laga nr. 92/1994, um Þróunarsjóð sjávarútvegsins.

13. gr.

    Vegagerðinni, vélamiðstöð, er heimilt að yfirtaka allar skuldir Hríseyjarhrepps vegna kaupa á ferjunni Sæfara.

IV. KAFLI


Gildistökuákvæði.


14. gr.


    Lántökuheimildir og heimildir til ríkisábyrgða, sem tilgreindar eru í I.–III. kafla laga þessara, gilda á árinu 1995. Heimildir verða þó nýttar til 1. apríl 1996 standi sérstak lega á og samþykki fjármálaráðherra komi til.

15. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.