Ferill 333. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 333 . mál.


515. Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um vöruflutninga á landi, nr. 47/1994.

(Lagt fyrir Alþingi á 118. löggjafarþingi 1994.)



1. gr.


    1. gr. laganna orðast svo:
    Lög þessi gilda um vöruflutninga á landi gegn gjaldi með flutningabifreið eða vagnlest um fram þá hámarkshleðslu sem nánar er kveðið á um í reglugerð.
    Heimild bifreiðastjóra til að stunda akstur flutningabifreiða samkvæmt lögum þessum fellur niður við lok 70 ára aldurs þeirra.

2. gr.


    Við 4. gr. laganna bætast tvær nýjar málsgreinar, er verða 2. og 3. mgr., svohljóðandi:
    Til að stunda vöruflutninga með flutningabifreiðum þarf sérstakt leyfi. Samgönguráðuneytið veitir slík leyfi til einstaklinga og fyrirtækja eftir því sem nánar verður ákveðið í reglugerð. Til að öðlast slíkt leyfi þarf umsækjandi að uppfylla skilyrði 2. gr. laganna.
    Þeir sem stunda akstur flutningabifreiða við gildistöku laga þessara eru háðir þeim breyting um á réttarstöðu sem lög þessi hafa í för með sér.

3. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.


    Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 1. gr. skulu þeir sem stunda akstur flutningabifreiða halda atvinnu réttindum sínum óskertum til 1. janúar 1996. Eftir þann tíma rennur heimild allra bifreiðastjóra sem stunda akstur flutningabifreiða samkvæmt lögum þessum út við lok 70 ára aldurs þeirra.
    Þeir sem stunda vöruflutninga með flutningabifreiðum gegn gjaldi við gildistöku laga þess ara skulu uppfylla skilyrði laganna og afla sér flutningaleyfis á árinu 1995.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Frumvarp þetta er samið í samgönguráðuneytinu. Það er flutt samhliða frumvarpi til laga um leigubifreiðar og frumvarpi til laga um breytingu á lögum um skipulag á fólksflutningum með langferðabifreiðum, nr. 53/1987. Tilgangur þess er m.a. sá að leggja til að sett verði sama regla um hámarksaldur bifreiðastjóra flutningabifreiða eins og hjá öðrum atvinnubifreiðastjórum, þ.e. að heimild til aksturs falli niður þegar viðkomandi bifreiðastjóri verður 71 árs. Í frumvarpi til laga um breytingu á lögum um skipulag á fólksflutningum með langferðabifreiðum, nr. 53/1987, er lagt til að þessi regla gildi einnig um bifreiðastjóra hópbifreiða.
    Með lögum nr. 47/1994 voru settar reglur sem nauðsynlegar voru í framhaldi af aðild Íslands að samningnum um hið Evrópska efnahagssvæði. Í þeim lögum er kveðið á um vöruflutninga á milli landa innan Evrópska efnahagssvæðisins og svokallaða gestaflutninga. Þau lög kváðu hins vegar ekki á um að sérstakt leyfi þurfi til flutninga innlendra aðila hér á landi með flutningabifreiðum. Hér er gert ráð fyrir að til að stunda slíka flutninga þurfi þeir flutningaaðilar jafnframt að uppfylla skilyrði laganna og hafa leyfi samgönguráðuneytis.
    Leitað hefur verið álits fjölmargra aðila sem stunda vöruflutninga á landi eða eru tengdir atvinnugreininni með einum eða öðrum hætti. Það er samdóma álit þessara að ila að það sé löngu tímabært að taka upp flutningaleyfi hér á landi og gera ákveðnar lág markskröfur til vöruflytjenda um reynslu, þekkingu og fjárhagsstöðu. Meðal annars hef ur verið bent á að á síðustu árum hafa fjölmargir aðilar sem lítið eða ekkert hafa kom ið nálægt vöruflutningum hafið starfsemi af miklum vanefnum og þekkingarskorti. Flutn ingabifreiðar og tæki hafi verið keypt með kaupleigusamningum og kunnáttu á rekstri, bókhaldi og kvöðum um greiðslu skatta og lögmætan aðbúnað verið mjög ábótavant. Mörg dæmi séu um að aðilar í vöruflutningum hafi orðið gjaldþrota með miklar skuld ir á bakinu, t.d. þungaskatt, virðisaukaskatt og viðskiptaskuldir. Slík skipan mála sé ekki til þess fallin að stuðla að heilbrigðri uppbyggingu í atvinnugreininni.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Breyting á 1. gr. er til að samræma hana skilgreiningum reglugerðar um gerð og bún að ökutækja. Auk þess er lagt til að sett verði sama regla um hámarksaldur bifreiðastjóra flutningabifreiða eins og hjá öðrum atvinnubifreiðastjórum, þ.e. að heimild til aksturs falli niður þegar viðkomandi bifreiðastjóri verður 71 árs. Í frumvarpi til laga um leigubif reiðar er lagt til að þessi regla verði sett um alla leigubifreiðastjóra. Í frumvarpi til laga um breytingu á lögum um skipulag á fólksflutningum með langferðabifreiðum, nr. 53/1987, er lagt til að þessi regla gildi einnig um bifreiðastjóra hópbifreiða. Með sam þykkt þessara frumvarpa verður komið á fullu jafnræði milli allra þeirra sem stunda akst ur að atvinnu.

Um 2. gr.


    Hér er lagt til að leyfi þurfi til innanlandsflutninga hér á landi sem og til flutninga á milli landa innan Evrópska efnahagssvæðisins og gestaflutninga, eins og nú er áskilið með lögum um vöruflutninga á landi, nr. 47/1994. Verði frumvarp þetta að lögum verða þeir sem ætla að stunda vöruflutninga með flutningabifreiðum að afla sér leyfis og upp fylla skilyrði laganna um óflekkað mannorð, fjárhagsstöðu og starfshæfni sem nánar verð ur skilgreind í reglugerð.

Um 3. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.

Um ákvæði til bráðabirgða.


    Með hliðsjón af því að lagt er til að sett verði regla um hámarksaldur bifreiðastjóra flutningabifreiða er settur ákveðinn gildistökufrestur eða aðlögunartími fyrir þá bifreiða stjóra sem stunda akstur flutningabifreiða við gildistöku laganna verði frumvarp þetta að lögum. Þetta ákvæði er í samræmi við ákvæði til bráðabirgða í frumvarpi til laga um leigubifreiðar og frumvarpi til laga um breytingu á lögum um skipulag á fólksflutning um með langferðabifreiðum, nr. 53/1987.
    Þeim aðilum sem stunda akstur flutningabifreiða við gildistöku laga þessara, verði frumvarp þetta að lögum, er veittur ákveðinn frestur til að sækja um tilskilin leyfi, þ.e. til 1. janúar 1996.



Fylgiskjal.

Fjármálaráðuneytið,
fjárlagaskrifstofa:

Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum


um vöruflutninga á landi, nr. 47/1994.


    Tilgangur þessa frumvarps er að banna bifreiðastjórum flutningabifreiða að stunda þennan akstur í atvinnuskyni eftir lok 70 ára aldurs.
    Jafnframt er lagt til að sérstakt leyfi þurfi til að stunda þennan akstur.
    Ekki verður séð að frumvarpið feli í sér kostnaðarauka fyrir ríkissjóð.