Ferill 335. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 335 . mál.


532. Frumvarp til laga



um samræmda neyðarsímsvörun.

(Lagt fyrir Alþingi á 118. löggjafarþingi 1994.)



1. gr.


    Ríkisstjórnin skal eigi síðar en 31. desember 1995 koma upp samræmdri neyðarsím svörun fyrir Ísland til að sinna viðtöku tilkynninga um fólk og eignir í neyð og beiðnum um aðstoð lögreglu, slökkviliðs, björgunarsveita og um sjúkraflutninga og aðra neyðarað stoð. Neyðarsímsvörun þessi skal jafnframt fullnægja skuldbindingum Íslands samkvæmt samningi um Evrópska efnahagssvæðið.
    

2. gr.


    Samræmt neyðarsímanúmer fyrir Ísland skal vera 112 og er óheimilt að nota þá tölu sem símanúmer eða annað auðkenni í fjarskiptakerfi á Íslandi fyrir aðra starfsemi.
    Póst- og símamálastofnun, opinberir aðilar sem fjalla um síma- og fjarskiptamál og þeir einkaaðilar sem leyfi hafa til reksturs á þessu sviði skulu gera nauðsynlegar ráðstafanir til að allir notendur síma geti jafnan náð sambandi við símanúmerið 112.
    Óheimilt er að nota orðin neyðarnúmer og neyðarsímanúmer ein sér eða í samsetning um fyrir aðra starfsemi hér á landi en samræmt neyðarnúmer samkvæmt lögum þessum.
    

3. gr.


    Til að sinna viðtöku og úrvinnslu tilkynninga sem berast um samræmt neyðarsímanúm er skal koma upp vaktstöð eða vaktstöðvum. Dómsmálaráðherra er heimilt að semja við opinberar stofnanir, sveitarfélög og einkaaðila um fyrirkomulag, fjármögnun og þátttöku í slíkum rekstri eða stofnun hlutafélags um hann. Verði stofnað hlutafélag samkvæmt þess ari heimild fer dómsmálaráðherra með hlut ríkisins í félaginu.
    Rekstraraðila vaktstöðvar er heimilt að semja við þá aðila, sem sinna neyðarþjónustu, um að vaktstöðin sinni boðun, upplýsinga- og fjarskiptaþjónustu í þágu neyðarþjónustuað ila. Sama gildir um vöktun aðvörunarkerfa. Samningar um slíka þjónustu eru háðir sam þykki dómsmálaráðherra.
    

4. gr.


    Kostnaður við uppbyggingu og rekstur vaktstöðvar eða vaktstöðva að því marki sem hann er ekki greiddur af tekjum fyrir selda þjónustu skv. 2. mgr. 3. gr. og 2. mgr. þessarar greinar, greiðist að hálfu af ríkissjóði og sveitarfélögunum. Hlutur sveitarfélaganna skal greiddur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
    Óski aðili sem sinnir neyðarþjónustu eftir að vaktstöð sinni boðun eða annarri þjónustu í hans þágu skal greitt fyrir þá þjónustu samkvæmt sérstökum samningi.

5. gr.


    Þeim aðilum, opinberum og einkaaðilum, sem sinna neyðarþjónustu á Íslandi skal skylt að gefa vaktstöð neyðarsímsvörunar hverju sinni upplýsingar um hverjir veiti viðtöku beiðnum um aðstoð af þeirra hálfu ásamt upplýsingum um þá þjónustu sem í boði er, menntunar- og þjálfunarstig þeirra sem hana veita og tækjabúnað sem tiltækur er. Dómsmálaráðherra er heimilt í reglugerð að ákveða til hvaða aðila framangreind skylda tekur og nánar um fyrirkomulag á upplýsingagjöfinni.
    

6. gr.


    Vaktstöð samkvæmt lögum þessum er heimilt að skrá og hljóðrita til kynningar sem þangað berast. Dómsmálaráðherra setur nánari reglur um geymslu og notkun skránna.
    

7. gr.


    Starfsmenn vaktstöðvar skulu gæta þagmælsku um atriði, er þeir fá vit neskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum, reglugerðum eða eðli máls. Þagnarskyldan helst þó að látið sé af starfi.
    

8. gr.


    Dómsmálaráðherra fer með framkvæmd laga þessara og setur í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd þeirra.
    Dómsmálaráðherra skipar samstarfsnefnd sem skal vera til eftirlits og ráðuneytis um framkvæmd laga þessara. Í nefndinni skulu eiga sæti fulltrúar til nefndir af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, ráðuneytum og stofnunum sem sinna málum er lög þessi taka til, landssamtökum björgunarsveita og annarra aðila sem vinna verkefni á sviði laganna. Ráðherra ákveður nánar í reglugerð hvaða aðilar skuli tilnefna fulltrúa í nefndina og setur nánari reglur um starfs svið nefndarinnar.

9. gr.


    Þeim sem leita eftir aðstoð með tilkynningu til vaktstöðvar er skylt að gefa greinargóðar upplýsingar um atburð og það ástand sem er tilefni beiðni.
    

10. gr.


    Verði maður uppvís að því að senda vísvitandi ranga tilkynningu til vakt stöðvar samkvæmt lögum þessum eða misnota að öðru leyti þjónustu vaktstöðv ar við boðun hjálparliðs skal það varða refsingu skv. 120. gr. og 120. gr. a. al mennra hegningarlaga, nr. 19/1940.
    

11. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.



ATHUGASEMDIR LESNAR Á ÞSKJ. 1208, BLS. 5081-5089 Í A-DEILD ALÞT. 1993-94.



Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Frumvarpi þessu var dreift til kynningar á 117. löggjafarþingi og það er nú lagt fram óbreytt frá þeirri útgáfu. Á undanförnum árum hefur oftlega verið bent á að fyrirkomulag neyðarsímsvörunar í landinu sé ófullnægjandi. Til dæm is eru a.m.k. um 150 neyðarsímanúmer í símaskrá og mjög mismunandi hvernig svörun er háttað. Á mörgum svæðum landsins er ekki um að ræða sólarhrings vöktun hjá neinum viðbragðsaðila. Fjölmargir aðilar hafa leitað lausna á þessu máli á liðnum árum en niðurstaða hefur ekki orðið um ásættanlega lausn á landsvísu.
    Með samræmdri neyðarsímsvörun þarf að uppfylla skyldur stjórnvalda til að annast og halda opinni þjónustu til að veita viðtöku tilkynningum um bruna, slys, óhöpp, yfirvofandi eignatjón og önnur neyðartilvik. Er ljóst að rík skylda hvílir á stjórnvöldum um að unnt sé að koma tilkynningu um neyðartil vik til hlutaðeigandi stjórnvalds þegar löggjafinn hefur kveðið á um að hið op inbera skuli halda uppi tiltekinni neyðarþjónustu.


ATHUGASEMDIR LESNAR OG LEIÐRÉTTAR Á ÞSKJ. 1208, 622. mál 117. löggjafarþings.


    Einnig ber að nefna að í bókun 31 með EES-samningnum er ákvæði um það að EFTA- ríkin skuli tryggja að símanúmerið 112 sé tekið upp sem eina evrópska neyðarnúmerið í samræmi við ákvæði ákvörðunar EB-ráðsins 91/396/EBE. Tryggja skal að hringingum í neyðarnúmerið sé svarað og með þær farið á viðunandi hátt sem best henti skipulagi inn lendra neyðarkerfa og í samræmi við tæknilega getu þeirra.
    Hinn 28. apríl 1993 skipaði dómsmálaráðherra nefnd til að hafa forustu um að koma á samræmdu neyðarsímanúmeri fyrir allt landið. Skyldi haft samstarf við sveitarfélög á hverju svæðisnúmeri og þess gætt að þær leiðir sem farnar væru á hverju svæði væru sam rýmanlegar.
    Í nefndina voru skipuð: Stefán P. Eggertsson verkfræðingur, sem jafnframt var skipaður formaður, Bergþór Halldórsson, verkfræðingur hjá Póst- og símamálastofnun, Esther Guð mundsdóttir, framkvæmdastjóri Slysavarnafélags Íslands, Guðjón Magnússon skrifstofu stjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Guðjón Petersen, framkvæmdastjóri Al mannavarna ríkisins, Hallgrímur Guðmundsson, bæjarstjóri í Hveragerði, og Hrólfur Jóns son, slökkviliðsstjóri í Reykjavík. Nefndin skilaði áfangaskýrslu 20. desember 1993.
    Að beiðni dóms- og kirkjumálaráðuneytisins tók Tryggvi Gunnarsson hæstaréttarlög maður saman álitsgerð um ýmis lögfræðileg álitaefni í tilefni af áformum um að taka upp samræmt neyðarnúmer hér á landi. Álitsgerð Tryggva var lögð fram 28. september 1993. Í álitsgerðinni kom m.a. fram að:
—    Málefni stofnana og aðila sem lögum samkvæmt ber að taka við neyðartilkynningum heyra undir alls fjögur ráðuneyti. Það er því ekki á færi eins af þeim að koma einhliða upp neyðarsímsvörun fyrir alla þessa aðila nema slíkt sé gert með lögum eða sam komulagi.
—    Með EES-samningnum skuldbindur íslenska ríkið sig til að taka upp sameiginlegt evr ópskt neyðarnúmer, þ.e. símanúmerið 112, þannig að unnt sé að hringja í það hvar sem er á landinu og koma til skila tilkynningum um neyð. Tryggja þarf að svörun og úr vinnsla tilkynningar sé viðunandi. Höfundur telur eðlilegra að sett verði sérstök lög um hið sameiginlega evrópska neyðarnúmer í stað þess að látið verði sitja við fjárveitingar á fjárlögum eingöngu.
—    Þó að færa megi rök að því að unnt sé að koma upp sameiginlegri neyðarsímsvörun með frjálsum samstarfssamningi viðkomandi aðila eða sameiginlegri ákvörðun hlutað eigandi ráðherra telur höfundur heppilegra frá lögfræðilegu sjónarmiði að setja lög um slíka starfsemi. Tekið er fram að slík lög þurfi ekki að vera mjög ítarleg, heldur skipti fyrst og fremst máli að tekið sé á atriðum eins og hvaða ráðuneyti fari með forræði málsins, hvernig fara eigi með kostnað af þessari starfsemi, til hvaða tilvika svörunin eigi að taka og þá eftir atvikum heimild til að semja við aðra aðila um fyrirkomulag á starfseminni.
    Nefnd sú sem dómsmálaráðherra skipaði lýsti sig sammála því sjónarmiði Tryggva Gunnarssonar hrl. að sett yrðu lög um þá starfsemi sem felst í samræmdri neyðarsímsvörun fremur en að byggja starfsemina á frjálsum samstarfssamningi viðkomandi aðila eða sam eiginlegri ákvörðun hlutaðeigandi ráðherra. Nefndin taldi að einnig ætti að setja lög um hið sameiginlega evrópska neyðarnúmer.
    Eftir að áfangaskýrsla nefndarinnar hafði verið kynnt í ríkisstjórn ákvað dómsmálaráð herra að láta semja lagafrumvarp þetta og hefur Tryggvi Gunnarsson hrl. unnið að því verki í samráði við nefndina.
    Í áfangaskýrslu nefndarinnar lýsir nefndin hugmyndum sínum um fyrirkomulag neyðar símsvörunar svo í stuttu máli:
„4.1.1     Þjónusta.
                Mikilvægt er að neyðarsímsvörun verði byggð upp með þeim hætti að sá aðili sem henni sinnir geti veitt sem víðtækasta þjónustu, allt eftir því sem viðbragðsaðilar óska.
                Öllum viðbragðsaðilum verði skylt að tengjast vaktstöð neyðarsímsvörunar að minnsta kosti með lægsta þjónustustiginu, sem er svörun og símtalsflutningur. Þeim verði skylt að haga svo skipulagi sínu og veita vaktstöð fullnægjandi upplýsingar til að sá sem óskar aðstoðar fái hana með einu símtali. Þannig verður með símtals flutningi að vera tryggt að viðeigandi aðilar verði boðaðir. Það er því ekki fullnægj andi að símtalsflutningur frá vaktstöð fari í sjálfvirkan símsvara sem gefur upp símanúmer hjá viðbragðsaðila. Með því þjónustustigi sem felst í svörun og símtals flutningi hafa stjórnvöld uppfyllt ákvæði EES-samningsins og jafnframt hefur ör yggi borgaranna verði bætt frá því sem nú er.
                Rekstraraðila neyðarvaktstöðvar verði skylt að veita þeim viðbragðsaðilum sem þess óska víðtækari þjónustu en það sem felst í svörun og símtalsflutningi. Er þá annars vegar um að ræða boðun viðbragðsaðila og hins vegar boðun og þjónustu við viðbragðsaðila í útkalli. Þeir viðbragðsaðilar sem óska þjónustunnar þurfa að skil greina hvernig boðun eigi að fara fram og hvernig þjónustu í útkalli skuli vera hátt að. Fyrirkomulag verði háð samþykki vaktstöðvar.
    
4.1.2     Verkefni.
            Notkun neyðarnúmers verði einskorðuð við neyðaraðstoð frá lögreglu, slökkviliði, sjúkraflutningaliði, lækni og björgunarsveitum. Forgangsverkefni vaktstöðvar verður að svara samræmda neyðarsímanúmerinu 112 en vaktstöðinni verði heimilt að taka að sér önnur verkefni, svo sem vöktun aðvörunarkerfa. Í slíkum tilvikum þarf við bragðsaðili að vera samþykktur og allt ferlið vel skilgreint.
    
4.1.3     Vaktstöðvar.
            Gert verði ráð fyrir einni vaktstöð með sólarhringsvöktun fyrir landið allt. Vaktstöðin verði á höfuðborgarsvæðinu. Eftir því sem aðstæður og fjárhagur leyfir verði byggðar upp vaktstöðvar í einstökum landshlutum sem unnt yrði að beita við neyðarsímsvörun við sérstakar aðstæður.
            Rekstur vaktstöðvar getur verið á hendi opinberra aðila eða einkaaðila. Eðlilegt er að leitað verði hagkvæmustu leiða þar sem lagt verði mat á rekstraröryggi, kostnað og möguleika til að þróa þjónustu með nútímatækni. Þegar kröfur hafa verið skilgreindar verði auglýst eftir aðilum sem taka vilja að sér rekstur vaktstöðvarinnar. Rekstraraðili verði valinn eftir faglegt mat og gerður samningur til lengri tíma.
    
4.4.4     Fjárhagsgrundvöllur.
            Til að veita grunnþjónustu á lægsta þjónustustigi, sem er svörun og símtalsflutningur, fái vaktstöðin í tekjur fasta fjárhæð á hverju ári. Nefndin bendir á tvær leiðir til að afla tekna til uppbyggingar og rekstrar vaktstöðvar:
     —    Föst fjárhæð verði innheimt hjá hverjum símnotanda.
     —    Kostnaður verði greiddur af ríkissjóði og sveitarfélögum. Hlutur sveitarfélaganna verði greiddur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
    
            Óski viðbragðsaðili frekari þjónustu, boðunar eða þjónustu í útkalli greiðir hann sér staka þóknun, t.d. fast árgjald sem háð yrði íbúafjölda á þjónustusvæði viðbragðsað ila. Viðbragsaðili kostar eigin búnað vegna þjónustunnar. Þjónustugjöldum verði stillt í hóf og viðbragðsaðilar hvattir til að nýta sér þessa möguleika.
    
            Rekstraraðila neyðarvaktstöðvar verður einnig unnt að afla sér frekari tekna með öðr um verkefnum, svo sem vöktun aðvörunarkerfa.“

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Í frumvarpinu er ekki mælt nákvæmlega fyrir um hvert skuli vera rekstrarfyrirkomulag eða hvar starfsemi vegna hins samræmda neyðarnúmers skuli fara fram. Lagt er til að það verði dómsmálaráðherra og þá Alþingis við ákvarðanir um fjárveitingar að taka frekari ákvarðanir um þessi atriði. Til að uppfylla skuldbindingar Íslands samkvæmt EES-samn ingnum er lagt til að ríkisstjórnin hafi komið upp samræmdri símsvörun til að sinna neyðar símsvörun fyrir 31. desember 1995.
    Neyðarsímsvörun er í senn ætlað að stuðla að auknu öryggi þeirra sem hverju sinni eru staddir hér að landi og næsta nágrenni og uppfylla skyldur stjórnvalda til að annast og halda opinni þjónustu til að veita viðtöku tilkynningum um bruna, slys, óhöpp, yfirvofandi eigna tjón og önnur neyðartilvik. Í gildandi lögum er að jafnaði ekki fjallað sérstaklega um það hvaða hátt hlutaðeigandi stjórnvöld skuli hafa á viðtöku tilkynninga um neyðartilvik eða hvaða starfsemi þau skuli halda uppi í því skyni. Þó er tekið fram í lögum um heilbrigðis þjónustu að á heilsugæslustöðvum eða í tengslum við hana skuli veita vaktþjónustu. Hafi löggjafinn kveðið á um það að hið opinbera skuli halda uppi tiltekinni neyðarþjónustu leiðir af því að stjórnvöld þurfa að tryggja að unnt sé að koma tilkynningu um neyðartilvik til hlutaðeigandi stjónvalds eða þess sem sinna ber neyðarþjónustu. Þessu hafa hinar einstöku stofnanir og stjórnvöld almennt sinnt hvert fyrir sig. Það að taka upp samræmda neyðarsím svörun felur því í raun ekki í sér nýja starfsemi af hálfu þeirra opinberu aðila sem sinna við töku tilkynninga um neyðartilvik, heldur er þessi starfsemi samræmd. Slíkt ætti að leiða til öruggari og betri þjónustu auk þess sem möguleiki er á að draga úr kostnaði við þessa þjón ustu.
    Önnur neyðaraðstoð, sem kann að falla undir lögin, ræðst af því hvaða neyðaraðstoð op inberum stjórnvöldum ber lögum samkvæmt að sinna hverju sinni eða þau ákveða að taka upp.
    Sú neyðarsímsvörun sem ríkisstjórninni er ætlað að koma upp skal eins og segir í frum varpsgreininni jafnframt fullnægja skuldbindingum Íslands samkvæmt EES-samningnum.
    Samkvæmt 10. gr. bókunar 31 með EES-samningnum skulu EFTA-ríkin tryggja að núm erið 112 sé tekið upp á yfirráðasvæðum þeirra sem eina evrópska neyðarnúmerið í samræmi við ákvæði ákvörðunar EB-ráðsins 91/396/EBE frá 29. júlí 1991 um að taka upp eitt evr ópskt neyðarnúmer. Í athugasemdum við 10. gr. bókunar 31 í frumvarpi til laga um EES- samninginn, sjá bls. 203, segir að EB-ráðið hafi ákveðið að taka upp sameiginlegt neyðar númer, þ.e. 112, í síðasta lagi 31. desember 1995 og samkomulag sé um að EFTA-ríkin geri það sama.
    Við lokafrágang á frumvarpi þessu kom í ljós að samgönguráðuneytið hafði bréflega óskað eftir því við eftirlitsstofnun EFTA 14. janúar 1994 að Ísland fengi vegna tæknilegra ástæðna frest til 1. október 1995 til að taka upp sameiginlegt evrópskt neyðarnúmer 112. Í svarbréfi eftirlitsstofnunar EFTA frá 1. febrúar 1994 er fallist á frestunina á grundvelli 3. gr. (1) í ákvörðun EB-ráðsins 91/396/EBE. Af hálfu dómsmálaráðuneytisins er nú verið að kanna hvort eftirlitsstofnun EFTA lítur svo á að með framangreindri frestbeiðni og sam þykkt hennar beri Íslandi að hafa komið upp hinu sameiginlega evróska neyðarnúmeri fyrir 1. október 1995 eða hvort fresturinn til 31. desember 1995 standi hvað sem líður tæknileg um möguleikum til að taka númerið upp þremur mánuðum fyrr. Í frumvarpinu er því miðað við dagsetninguna 31. desember 1995.
    Ákvörðun EB-ráðsins kveður á um að aðildarríkin skuli tryggja að númerið 112 verði tekið upp sem sameiginlegt evrópskt neyðarnýmer í hinu almenna símakerfi viðkomandi ríkis og að það númer tengist innlendu neyðarnúmeri, ef slíkt telst heppilegt.
    Í inngangi að ákvörðun EB-ráðsins er m.a. bent á eftirfarandi:
—    Síminn veiti besta aðganginn að hvers konar neyðarþjónustu, en mismunandi síma númer séu notuð innan aðildarríkjanna í þessu skyni. Slíkur munur geti valdið vand kvæðum fyrir borgara í neyð í öðrum aðildarríkjum við að ná sambandi við neyðar þjónustu.
—    Ný tækni í hinum almennu símkerfum veiti tækifæri til notkunar samræmds evrópsks neyðarnúmers samhliða neyðarsímanúmerum sem notuð séu í hverju landi þar sem það eigi við. Evrópusamband póst- og símamálastofnana hafi á árinu 1976 mælt með notk un símanúmersins 112 sem samræmdu evrópsku neyðarsímanúmeri, en þrátt fyrir það og fyrri tilmæli EB-ráðsins og Evrópuþingsins hafi þessu aðeins verið fylgt eftir af mjög fáum aðildarríkjum. Fyrir liggi að vandkvæði séu á að ýmis aðildarríkin innleiði hið samræmda evrópska neyðarnúmer strax en slíkt verði í öllum tilvikum mögulegt árið 1996.
—    Lagt verði fyrir aðildarríkin að gera nauðsynlegar ráðstafanir sem best henta skipulagi neyðarþjónustu innanlands í því skyni að tryggja að með hringingar í hið samræmda númer verði farið á viðundandi hátt, auk þess sem leyst verði úr tæknilegum, fjárhags legum, rekstrar- og viðskiptalegum áhrifum af innleiðingu slíks samræmds númers í hið almenna fjarskiptakerfi. Hvatt er til þess að unnið verði að því að draga úr skiln ingsvandkvæðum sem geta skapast vegna mismunandi tungumálaþekkingar milli hinna einstöku lands. Tekið er fram að unnt ætti að vera að koma hinu evrópska neyðarsíma númeri upp og nota það samhliða hvaða innanlandskerfi sem er eftir því sem henta þykir.
    Í 4. gr. ákvörðunar EB-ráðsins segir að aðildarríkin skuli gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að tryggja og hringingum í hið samræmda evrópska neyðarsímanúmer sé svarað og með þær farið á viðunandi hátt sem best henti skipulagi innlendra neyðarkerfa og í sam ræmi við tæknilega getu þeirra.
    

Um 2. gr.


    Eins og rakið er í athugsemd við 1. gr. kveður EES-samningurinn á um að símanúmerið 112 skuli notað sem samræmt evrópskt neyðarnúmer. Hér er lagt til að lögbundið verði að það sama númer verði jafnframt notað sem samræmt neyðarsímanúmer fyrir Ísland. Rétt þykir að taka af skarið um það í lögum að óheimilt sé að nota þá tölu sem símanúmer eða annað auðkenni í fjarskiptakerfi á Íslandi fyrir aðra starfsemi. Í 3. mgr. er síðan lagt til að bannað verði að nota orðin neyðarnúmer og neyðarsímanúmer fyrir aðra starfsemi hér á landi. Nú þegar hafa ýmsir aðilar valið að kenna símaþjónustu og svörun við neyðarsíma númer og er því lagt til að bann þetta verði lögleitt til að forða því að slíkum símanúmerum verði ruglað saman við hið samræmda neyðarsímanúmer.
    

Um 3. gr.


    Hugtakið vaktstöð er hér notað yfir þann stað þar sem komið er fyrir tæknibúnaði og að stöðu fyrir starfsfólk til að sinna símsvörun vegna hins samræmda neyðarsímanúmers. Sú þjónusta sem veitt er í tengslum við neyðarsímsvörun getur verið af þrennum toga:
—    Svörun og símtalsflutningur.
—    Svörun og boðun viðbragðsaðila.
—    Svörun, boðun viðbragðsaðila og þjónusta við hann í útkalli.
    Nefnd sú, sem dómsmálaráðherra skipaði til að vinna að málinu, taldi í áfangaskýrslu sinni að með tilliti til rekstraröryggis væri ein vaktstöð fyrir landið allt fullnægjandi. Ekki er talið rétt að binda hendur ráðherra í þessu efni og verði þar eins og nefndin bendir á að láta hagkvæmni ráða mestu um það hvort vaktstöð verði ein eða fleiri. Nefndin bendir líka á að með tilliti til uppbyggingar á símkerfi landsins og öryggis flutningsleiða, hefði vakt stöð á höfuðborgarsvæðinu mest rekstraröryggi.
    Í skýrslu nefndarinnar kemur einnig fram það álit að ekki sé ástæða til eða þörf á að koma upp sérstakri stofnun eða fyrirtæki til að annast þá starfsemi sem felst í neyðarsím svörun. Bent er á að ýmsir aðilar, bæði opinberir og einkaaðilar, annist nú skyldan rekstur og þessir aðilar hafi látið í ljós vilja til að annast rekstur vaktstöðvar vegna neyðarsímsvör unar. Fram kemur að á síðustu árum hafi það færst í vöxt erlendis að hið opinbera bjóði út rekstrar- og þjónustuverkefni. Algengt sé að opinberu fyrirtækin bjóði í verkefnin líka og þannig sé látið á það reyna hvar hagstæðast sé að vinna verkefnin. Þessarar þróunar hafi einnig gætt hér á landi. Nefndin telur að neyðarsímsvörun sé eitt af þeim verkefnum sem til álita komi að bjóða út.
    Í ljósi þessa er lagt til að dómsmálaráðherra fái heimild til að semja við opinberar stofn anir, sveitarfélög og einkaaðila um fyrirkomulag, fjármögnun og þátttöku í rekstri vakt stöðvar eða stofnun hlutafélags um hann. Við þetta verk þarf í senn að leita að hagkvæmri lausn og tryggja að nauðsynlegs öryggis sé gætt í þessum rekstri. Tekið skal fram að samn ingar ráðherra í þessu efni verða jafnan að vera innan ramma fjárlaga hverju sinni að því marki sem um er að ræða bein framlög ríkisins.
    Megintilgangur vaktstöðvar er að svara samræmda neyðarsímanúmerinu 112. Eðlilegt er að notkun neyðarsímanúmersins einskorðist við beiðnir um neyðaraðstoð frá lögreglu, slökkviliði, sjúkraflutningaliði, lækni og björgunarsveitum. Eigi að síður gæti vaktstöð neyðarsímsvörunar sinnt öðrum verkefnum, enda yrði tryggt að slíkt kæmi ekki niður á neyðarsímsvöruninni. Fordæmi eru t.d. fyrir slíku hjá SOS Alarmering í Svíþjóð, en meðal verkefna þeirra má nefna: Þjónustu við sveitarfélög vegna bilana í veitukerfum, vöktun á sjálfvirkum brunaviðvörunarkerfum, vöktun á innbrotavarnarkerfum í bönkum, verslunum og heimilum, þjónustusímsvörun fyrir framleiðanda flutningabíla vegna bilana og vöktun á neyðarhnöppum.
    Í 2. mgr. er lagt til að rekstraraðila vaktstöðvar verði heimilað að semja um að vaktstöð taki að sér ákveðin verkefni við boðun, upplýsinga- og fjarskiptaþjónustu í þágu neyðar þjónustuaðila og vöktun aðvörunarkerfa. Jafnan verður þó að tryggja að slík viðbótarstarf semi rýri ekki möguleika vaktstöðvar til að sinna hinni lögbundnu neyðarsímsvörun. Sala á slíkri viðbótarstarfsemi getur færst vaktstöð auknar rekstrartekjur og bætt nýtingu tækja og starfsfólks. Rétt þykir að samningar vaktstöðvar um slíka þjónustu séu háðir samþykki dómsmálaráðherra og það er þá verkefni hans að gæta þess að þessi viðbótarstarfsemi standi því ekki í vegi að vaktstöð sinni lögbundinni neyðarsímsvörun og þessi þjónusta sé seld við því verði að það bitni ekki á annarri starfsemi.
    

Um 4. gr.


    Í áfangaskýrslu þeirrar nefndar, sem unnið hefur að málinu, er áætlað að stofnkostnaður vaktstöðvar muni verða á bilinu 40–60 milljónir króna. Nefndin telur að rekstrarkostnaður vegna grunnþjónustu sem felst í svörun og símtalsflutningi muni nema um 50 milljónum króna á ári. Sá kostnaður innifelur afskriftir og fjármagnskostnað vegna búnaðar, enda ekki við það miðað að rekstraraðili fengi sérstakt stofnframlag vegna vaktstöðvarinnar.
    Til samanburðar bendir nefndin á að í miðstöð SOS Alarmering í Halland, Svíþjóð, sem þjónar um 250.000 manns, er árlegur rekstrarkostnaður um 86 milljónir króna þegar sértekj ur hafa verið dregnar frá. Einnig megi hér hafa til viðmiðunar kostnað Slysavarnafélags Ís lands vegna tilkynningarskyldu íslenskra skipa sem er um 17 milljónir króna á ári.
    Vaktstöð fyrir neyðarsímsvörun myndi einkum þjóna, eins og verkefnum er nú skipað, viðbragðsaðilum á vegum ríkisins, lögreglu og sjúkraflutningaliði og sveitarfélaga, slökkvi liði. Auk þess gengdi vaktstöðin því hlutverki að uppfylla skyldur stjórnvalda gagnvart EES-samningum. Með hliðsjón af þessu telur nefndin eðlilegt að vaktstöðin hefði tekjur frá bæði ríki og sveitarfélögum og kostnaði verði skipt að jöfnu. Til að einfalda greiðslustreymi telur nefndin heppilegast að hlutur sveitarfélaganna yrði greiddur úr Jöfnunarsjóði sveitar félaga.
    Nefndin bendir einnig á þá leið að vaktstöðin fengi tekjur af hverju skráðu símanúmeri. Um yrði að ræða sérstakt árlegt gjald sem tiltekið væri á símareikningum. Miðað við áætl aðan rekstrarkostnað 50 milljónir króna og 140.000 símanúmer yrði gjaldið um 360 krónur á ári.
    Í frumvarpinu er lagt til að farin verði fyrri leiðin. Kostnaður við þá grunnþjónustu sem vakstöðin veitir, verði greiddur að jöfnu annars vegar af ríkissjóði og hins vegar af Jöfnun arsjóði sveitarfélaga.
    Eins og fram kemur í lokamálsgreininni er miðað við að tekjur skv. 1. mgr. gangi til að mæta stofnkostnaði vaktstöðvar og kostnaði við rekstur símsvörunar, úrvinnslu tilkynninga og það að koma henni til hlutaðeigandi neyðarþjónustuaðila. Óski neyðarþjónustuaðili hins vegar eftir því að vaktstöð sinni boðun þeirra sem veita eiga aðstoðina, svo sem útkalli slökkviliðsmanna eða björgunarsveitarmanna, eða annarri þjónustu í hans þágu, er miðað við að greitt verði sérstaklega fyrir þá þjónustu samkvæmt samningi þar um.
    

Um 5. gr.


    Til að tryggja að vaktstöð geti komið tilkynningum um neyð og beiðnum um aðstoð til réttra aðila og lagt mat á það hvaða aðilar séu í stakk búnir til að veita aðstoð eða sinna málum í hverju tilviki, þarf vaktstöðin hverju sinni að hafa nauðsynlegar upplýsingar um hverjir veiti viðtöku beiðnum um aðstoð ásamt upplýsingum um þá þjónustu sem í boði er, menntunar og þjálfunarstig þeirra sem hana veita og tækjabúnað sem tiltækur er. Hér er lagt til að sú skylda verði með lögum lögð á þá aðila, opinbera og einkaaðila, sem sinna neyðar þjónustu hér á landi að gefa vaktstöð neyðarsímsvörunar hverju sinni slíkar upplýsingar.
    

Um 6. gr.


    Við rekstur neyðarsímanúmers getur skipt máli að taka niður (hljóðrita) þær tilkynningar sem þangað berast og jafnframt að varðveita þær upplýsingar ef fara þarf yfir þær og úr vinnslu þeirra síðar.
    Samkvæmt lögum nr. 121/1980, um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, er kerfis bundin skráning perssónuupplýsinga því aðeins heimil að skráningin sé eðlilegur þáttur í starfsemi viðkomandi aðila og taki einungis til þeirra er tengjast starfi hans eða verksviði, svo sem viðskiptamanna, starfsmanna eða félagsmanna. Í 4. gr. sömu laga er mælt fyrir um að óheimilt sé að skrá tilteknar upplýsingar um einkamálefni einstaklinga, svo sem upplýs ingar um það hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis-og vímuefnanotkun og upplýsingar um veruleg félagsleg vandamál. Skráning slíkra einkalífsatriða er þó heimilt standi til þess sérstök heimild samkvæmt lögum eða ef hinn skráði hefur sjálfur látið upp lýsingar í té eða upplýsinga er aflað með samþykki hans.
    Ljóst þykir að í einhverju mæli muni þær upplýsingar sem berast í tilkynningum til vakt stöðvar neyðarsímanúmers falla undir 4. gr. laga nr. 121/1989 og ekki er víst að þær upplýs ingar stafi alltaf beint frá aðila.
    Nefnd sú sem vann að undirbúningi málsins óskaði bréflega eftir afstöðu tölvunefndar til tveggja álitamála er varða rekstur neyðarvaktstöðva. Annars vegar var spurt, hvort heim ilt væri að nota búnað sem sýnir þau símanúmer, sem hringt er úr og skrá þau og hins vegar hvort heimilt væri að hljóðrita tilkynningar til vaktstöðva og varðveita þær í tiltekinn tíma. Tölvunefnd svaraði erindinu með bréfi, dags. 29. nóvember 1993, og þar sagði m.a.:
    „Tölvunefnd telur upplýsingar um það hver hringi í neyðarvaktstöð og um það sem fram kemur í samtalinu vera persónuupplýsingar í skilningi 1. gr. laga nr. 121/1989. Þá telur nefndin það vera eðlilegan þátt í starfsemi neyðarvaktstöðvar að skrá þær upplýsingar með þeim hætti sem lýsir í bréfum yðar.
    Með vísun til ofanritaðs sér tölvunefnd ekki ástæðu til að gera athugasemdir við fyrir hugaða skráningu þeirra símanúmera sem hringt er úr í síma neyðarvaktstöðvar og hljóðrit un og varðveislu þeirra samtala. Tölvunefnd vill þó, í ljósi þess að um getur verið að ræða viðkvæmar persónuupplýsingar, ítreka mikilvægi þess að settar verði strangar reglur um trúnað og nafnleynd og um takmarkaðan aðgang að upplýsingunum, sbr. að í bréfi yðar kemur fram að stefnt er að sérstakri lagasetningu um hið sameiginlega neyðarsímanúmer og þá starfsemi sem felst í sameiginlegri neyðarsímsvörun.“
    Með tilliti til þess hversu viðkvæmar þær upplýsingar sem hér eiga í hlut kunna að vera og þar sem í senn getur verið um að ræða viðtöku á tilkynningum um aðstoð vegna neyðar og tilkynningu til lögreglu um meinta refsiverða háttsemi er talið rétt að mæla fyrir um heimild vaktstöðvar til skráningar og hljóðritunar á tilkynningum, sem þangað berast, í lög unum. Eins og tölvunefnd bendir á er mikilvægt að settar verði nánari reglur um ýmis atriði er varða geymslu og notkun skánna og er ráðherra ætlað að setja þær.
    

Um 7. gr.


    Þar sem ekki liggur fyrir að starfsmenn vaktstöðva falli undir ákvæði laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 38/1954, sjá 32. gr., eða ákvæði almennra hegningar laga nr. 19/1940 um brot opinbers starfsmanns á þagnarskyldu er lagt til að sett verði sér stakt ákvæði í lögin um þagnarskyldu starfsmanna vaktstöðva.

Um 8. gr.


    Í almennum athugasemdum við frumvarpið var gerð grein fyrir því að málefni þeirra að ila sem koma að neyðarþjónustu og þar með neyðarsímsvörun heyra undir að minnsta kosti fjögur ráðuneyti. Dómsmálaráðuneytið er þó það ráðuneyti sem fer með stærstan hluta þess ara mála, svo sem lögreglu, almannavarnir, Landhelgisgæslu. Lagt er til að það verði verk efni dómsmálaráðherra að annast framkvæmd þessara laga og hafa forgöngu um þá nauð synlegu samvinnu, sem þarf að koma á milli ráðuneyta, stofnana, frjálsra félagasamtaka og einkaaðila. Það er líka dómsmálaráðherra að taka af skarið ef ágreiningur verður um fram kvæmd þessara mála og leiðir.
    Með hliðsjón af því hversu margir aðilar koma að þeirri starfsemi sem hin samræmda neyðarsímsvörun tekur til er talið rétt að koma á fót sérstakri samstarfsnefnd sem í eigi sæti fulltrúar sveitarfélaga, ráðuneyta og stofnana, sem sinna málum er lögin taka til, landssam tökum björgunarsveita og annarra aðila, sem sinna verkefnum á sviði laganna. Ekki er talið rétt að afmarka það nákvæma í lögunum hvaða aðilar eigi sæti í slíkri nefnd, en ráðherra ætti einmitt með þessu fyrirkomulagi að geta tekið inn þá aðila sem á hverjum tíma sinna verkefnum á þessu sviði.
    

Um 9. gr.


    Ljóst er að tilkynningar sem berst um neyðarsímanúmer geta oft skipt sköpum um líf og heilsu einstaklinga og eignir þeirra. Það er því mikilvægt að hverju sinni séu gefnar greina góðar upplýsingar um atburð og það ástand sem er tilefni beiðni og starfsfólk vaktstöðva geti hverju sinni gengið eftir því að slíkar upplýsingar séu veittar. Slík upplýsingagjöf getur líka skipt máli ef deilur rísa um úrvinnslu tilkynningar og boðun í tilefni af henni.
    

Um 10. gr.


    Rétt þykir að taka af skarið um að sá verknaður að senda vísvitandi ranga tilkynningu til vaktstöðvar eða misnota að öðru leyti þjónustu vaktstöðvar við boðun hjálparliðs varði refsingu.
    

Um 11. gr.


    Nauðsynlegt þykir að lög þessi taki þegar gildi þegar þau hafa verið samþykkt á Alþingi, þannig að unnt verði að hefja strax undirbúning að því að koma upp nauðsynlegri aðstöðu til að sinna hinni samræmdu neyðarsímsvörun.


Fylgiskjal.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um samræmt neyðarnúmer.


    Með frumvarpi þessu er gert ráð fyrir að koma upp samræmdri neyðarsímsvörun fyrir allt landið til að sinna viðtöku neyðartilkynninga í einu símanúmeri, 112, sem gildir fyrir allt landið. Lengi hefur staðið til að koma á slíku neyðarsímanúmeri og með EES-samn ingnum skuldbindur íslenska ríkið sig til að taka upp sameiginlegt evrópskt neyðarnúmer fyrir árslok 1995. Samkvæmt 4. gr. frumvarpsins er gert ráð fyrir að kostnaður við upp byggingu og rekstur vaktstöðvar eða vaktstöðva, að því marki sem hann er ekki greiddur af tekjum fyrir selda þjónustu, verði greiddur að hálfu af ríkissjóði og að hálfu af sveitarfé lögum.
    Stofn- og upphafskostnaður neyðarvaktstöðvar er talinn vera sem hér segir (í m.kr.):

    Stjórnbúnaður síma- og fjarskiptakerfis          20
    Tölvukerfi (vélbúnaður)          10
    Hugbúnaður          10
    Þjálfun starfsmanna          3
    Annað (svo sem varaafl og innréttingar)          5
     Samtals          48

    Rekstrarkostnaður í eftirfarandi áætlun er miðaður við að komið verði á fót sjálfstæðri neyðarvaktstöð með eigin framkvæmdastjórn, skrifstofu og starfsliði. Gert er ráð fyrir 14 starfsmönnum, þremur til fjórum á vakt hverju sinni. Stærð húsnæðis er áætluð um 100 fer metrar. Miðað við að stofnfjárfesting verði afskrifuð á fimm árum og fjármagnskostnaður verði 8% getur árlegur rekstrarkostnaður orðið sem hér segir (í m.kr.):

    Laun og launatengd gjöld (varðstöð)          25,0
    Stjórnunarkostnaður (laun framkv.stjóra og stjórnar)     4,5
    Þjálfun o.fl., starfsmannatengd útgjöld          5,0
    Rekstur skrifstofu (laun og áhöld)          1,2
    Húsaleiga          0,6
    Símakostnaður og tækjaleiga          1,5
    Viðhald á tækjabúnaði          0,5
    Annað ófyrirséð          0,8
     Rekstrarkostnaður fyrir afskriftir          31,1
    Afskriftir stofnkostnaðar          9,0
    Fjármagnskostnaður          2,3
     Rekstrarkostnaður samtals          50,4

    Ofangreindur rekstrarkostnaður er talinn um 50 m.kr. og felur í sér fjármagnskostnað og afskriftir af 45 m.kr. í stofnkostnaði. Það þýðir að gert er ráð fyrir að allur stofnkostnað ur nema 3 m.kr. kostnaður við þjálfun starfsmanna verði tekinn að láni og greiddur úr rekstri með afskriftum. Ýtrasti rekstrarkostnaður ríkissjóðs er því talinn geta numið helm ingi, 25,2 m.kr. á ári og upphafskostnaður að auki helmingi af þjálfunarkostnaði, 1,5 m.kr. Er þá ekki gert ráð fyrir að neyðarsímsvörun verði kostuð með sérstöku þjónustugjaldi, enda ekki leitað eftir heimild til þess í frumvarpinu þótt sá möguleiki sé ræddur í athuga semdum þess. Verði slíkt gjald hins vegar tekið upp verður hreinn kostnaður ríkissjóðs lægri.
    Líta verður svo á að hér sé um hámark kostnaðar að ræða þar sem ofangreind áætlun gengur út frá því að neyðarsímsvörun verði sjálfstæð stofnun með eigin rekstur og stjórn. Þegar er búið að kanna að heppilegt geti orðið að bjóða þennan rekstur út eða semja við eina eða fleiri stofnanir sameiginlega um rekstur neyðarsímsvörunarinnar, sjá athugasemd við 3. gr. frumvarpsins. Við þessi skilyrði getur kostnaðurinn lækkað talsvert þótt ekki sé hægt að leggja áreiðanlegt mat á hversu mikið sá kostnaður gæti komið til með að lækka.