Ferill 358. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 358 . mál.


581. Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um hjúkrunarrými fyrir aldraða.

Frá Sturlu Böðvarssyni.



     1 .     Hversu mörg hjúkrunarrými fyrir aldraða eru samþykkt af ráðuneytinu, skipt eftir stofnunum og kjördæmum?
     2 .     Hvar hefur farið fram vistunarmat? Hver er þörfin fyrir hjúkrunarrými samkvæmt vistunarmati skipt eftir heilsugæsluumdæmum?
     3 .     Hver er þörfin talin vera fyrir hjúkrunarrými á landinu öllu?
     4 .     Hversu margir vistmenn eru á hjúkrunarstofnunum í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði sem áttu lögheimili utan þess svæðis?



Skriflegt svar óskast.