Ferill 238. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 238 . mál.


597. Svar



menntamálaráðherra við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar um skóla á háskólastigi.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1 .     Hvaða skólar í landinu eru á háskólastigi samkvæmt skilgreiningu menntamálaráðuneytisins?
     2 .     Hver var árleg heildarfjárveiting til þeirra á núgildandi verðlagi frá árinu 1987 til ársins í ár?
     3 .     Hversu margir nemendur hafa árlega stundað nám í þessum skólum á árunum 1984– 94?
     4 .     Hver var árleg fjárveiting á nemanda á háskólastigi á árunum 1987–94?


    Ekki eru til nein lög um háskólastigið í heild. Því er við skilgreiningu á hvaða skólar í land inu séu á háskólastigi stuðst við lög um einstakar stofnanir og einnig lög nr. 55/1974, um skóla kerfi, en þar er í 5. gr. kveðið á um að til inngöngu í háskóla þurfi stúdentspróf eða sambærilega menntun.
    Samkvæmt lögum um eftirtalda skóla teljast þeir til háskólastigs: Háskóli Íslands, Kennara háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Tækniskóli Íslands (frumgreinadeild undanskilin) og bú vísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri. Auk þessara skóla hefur Samvinnuháskólinn á Bifröst fengið viðurkenningu menntamálaráðuneytisins sem háskóli.
    Í umfjöllun um háskólastigið hefur menntamálaráðuneytið í sumum tilvikum talið eftirtalda skóla með skólum á háskólastigi þar sem þeir krefjast formlega eða í reynd stúdentsprófs til inn göngu. Einnig hefur nám úr sumum þessara skóla verið metið af háskólum erlendis sem sam svarandi við háskólanám. Þessir skólar eru: Íþróttakennaraskóli Íslands, Fósturskóli Íslands, Þroskaþjálfaskóli Íslands, Myndlista- og handíðaskóli Íslands, Tónlistarskólinn í Reykjavík og Tölvuháskóli Verslunarskólans.

Árleg heildarfjárveiting til einstakra skóla á árunum 1987–94.



(Repró.)



Fjöldi nemenda í skólum á háskólastigi á árunum 1984–94.



(Repró.)



Árleg fjárveiting á nemanda á háskóastigi á árunum 1987–94.



(Repró.)