Ferill 396. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 396 . mál.


635. Frumvarp til laga



um greiðsluaðlögun.

Flm.: Finnur Ingólfsson, Guðmundur Stefánsson, Guðni Ágústsson,


Halldór Ásgrímsson, Ingibjörg Pálmadóttir, Jóhann Einvarðsson,


Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Jón Helgason, Jón Kristjánsson,


Pétur Bjarnason, Stefán Guðmundsson, Sverrir Sveinsson,


Valgerður Sverrisdóttir.



I. KAFLI

Almenn ákvæði.

1. gr.

    Með greiðsluaðlögun samkvæmt lögum þessum er átt við að skuldari verði fyrir sitt leyti leystur að hluta undan fjárhagslegum skuldbindingum sínum. Greiðsluaðlögun nær þó ekki til allra fjárhagslegra skuldbindinga, sbr. 2. mgr. 4. gr.
    Greiðsluaðlögun verður aðeins ákvörðuð af sýslumanni en kröfuhafi getur þó kært ákvörðun sýslumanns til héraðsdóms, sbr. ákvæði VI. kafla. Kröfuhafi er bundinn af greiðsluaðlögun þeg ar hún hefur verið ákveðin.
    Ef beiðni um greiðslustöðvun eða gjaldþrotaskipti á búi skuldara eða beiðni um nauðasamn inga liggur fyrir hjá héraðsdómi þegar umsókn um greiðsluaðlögun berst verður umsóknin ekki tekin til umfjöllunar fyrr en meðferð þessara beiðna er lokið. Ef slíkar beiðnir koma fram af hálfu kröfuhafa á meðan sýslumaður hefur greiðsluaðlögun til meðferðar skulu þær látnar bíða þar til meðferð málsins er lokið hjá sýslumanni.
    Á meðan umsókn um greiðsluaðlögun er til meðferðar hjá sýslumanni verður eignum skuld ara ekki ráðstafað með nauðungarsölu.

II. KAFLI

Skilyrði greiðsluaðlögunar.

2. gr.

    Einstaklingur, sem á lögheimili á Íslandi og stundar ekki atvinnurekstur, á rétt á greiðsluað lögun ef eftirfarandi skilyrðum er fullnægt:
     1 .     Hann er í varanlegum greiðsluerfiðleikum og ekki fyrirsjáanlegt að hann geti staðið við greiðsluskuldbindingar sínar.
     2 .     Bú hans er hvorki undir gjaldþrotaskiptum né hefur hann fengið heimild til greiðslustöðvunar eða nauðasamninga.
     3 .     Að greiðsluaðlögun teljist sanngjörn með tilliti til aðstæðna skuldara og lánardrottna.
    Við mat skv. 3. tölul. 1. mgr. skal taka tillit til hvar og hvenær til skuldarinnar hefur stofnast, til hvaða ráðstafana skuldarinn hefur gripið til að standa við skuldbindingar sínar og hvort hann hafi sjálfur reynt að ná samkomulagi við kröfuhafa.

3. gr.

    Óheimilt er að veita einstaklingi greiðsluaðlögun oftar en einu sinni nema sérstakar ástæður mæli með því.

III. KAFLI

Fjárkröfur sem greiðsluaðlögun nær til.

4. gr.

    Undir greiðsluaðlögun falla allar fjárkröfur á hendur skuldara sem stofnast hafa fram að þeim tíma að greiðsluaðlögun er ákveðin, sbr. þó 2. mgr.
    Greiðsluaðlögun tekur ekki til:
     1.     Veðkrafna að því leyti sem eign stendur undir kröfu.
     2.     Krafna sem orðið hafa til eftir að umsókn um greiðsluaðlögun er lögð fram.
     3.     Krafna sem yrði fullnægt með skuldajöfnuði ef bú skuldara væri tekið til gjaldþrota skipta.
     4.     Krafna sem ágreiningur er um.

5. gr.

    Allar kröfur skv. 1. mgr. 4. gr. eru jafnréttháar. Þetta á þó ekki við ef:
     1.     Kröfuhafi samþykkir að krafa hans sé réttlægri en aðrar.
     2.     Upphæð kröfu er það lág að sérstakar ástæður mæla með því að hún sé greidd að fullu áður en til greiðsluaðlögunar kemur.

IV. KAFLI

Umsókn um greiðsluaðlögun.

6. gr.

    Umsókn um greiðsluaðlögun skal rituð á eyðublað sem sýslumaður lætur í té og beint til sýslumanns í því umdæmi þar sem skuldari á lögheimili. Umsókn, sem ekki er beint í rétt umdæmi, skal framsend af sýslumanni á réttan stað.
    Umsókn skal undirrituð af skuldara.
    Með umsókn skulu fylgja staðfest endurrit af síðasta skattframtali skuldara.

7. gr.

    Eftirfarandi atriði skulu koma fram í umsókn:
     1.     Nafn skuldara, kennitala og heimili, svo og nöfn fyrirsvarsmanna, ef því er að skipta, og heimili þeirra.
     2.     Vottorð um lögheimili hér á landi.
     3.     Upplýsingar um eignir og skuldir ásamt nöfnum kröfuhafa, kennitölu þeirra, heim ilisfangi og símanúmeri, enn fremur hverjir eru ábyrgðarmenn fyrir skuldara.
     4.     Upplýsingar um tekjur og útgjöld.
     5.     Upplýsingar um persónulegar og fjárhagslegar aðstæður skuldara og fjölskyldu hans sem hafa þýðingu fyrir mat á greiðsluaðlögun.
    Framangreindar upplýsingar skulu gefnar að viðlögðum drengskap.

V. KAFLI

Málsmeðferð hjá sýslumanni.

8. gr.

    Þegar sýslumanni hefur borist umsókn um greiðsluaðlögun skal hann kanna hvort hún fullnægi formskilyrðum skv. 7. gr. Sýslumaður skal benda umsækjanda á atriði sem áfátt er í umsókn og gera honum jafnframt grein fyrir að henni kunni að verða hafnað verði ekki bætt úr þeim.
    Sýslumaður skal vísa frá umsókn um greiðsluaðlögun reynist ekki unnt að leggja hana til grundvallar athugun málsins og skuldari hefur ekki farið eftir tilmælum sýslumanns um að bæta úr annmörkum. Skal hann tilkynna skuldara og þekktum kröfuhöfum þá ákvörðun sína.

9. gr.

    Þegar fullnægjandi umsókn liggur fyrir skal sýslumaður afla upplýsinga um persónu legar og fjárhagslegar aðstæður skuldara eftir því sem tilefni er til. Sýslumaður getur ef hann kýs frekar falið skuldara að útvega þessar upplýsingar.
    Sýslumanni er heimilt að kalla skuldara til viðtals vegna umsóknar hans. Þar skal skuldari veita þær viðbótarupplýsingar sem sýslumann vantar til að geta tekið ákvörð un í málinu. Boð um viðtal skal sent á lögheimili skuldara. Í því skal gerð grein fyrir af hverju skuldari er kallaður til viðtals og að umsókn hans um greiðsluaðlögun kunni að verða hafnað ef hann mætir ekki. Ef ástæða þykir til skal sýslumaður einnig boða kröfu hafa eða aðra aðila sem veitt geta upplýsingar um málið til viðtals.

10. gr.

    Fullnægi skuldari ekki skilyrðum greiðsluaðlögunar, sbr. 2. og 3. gr., skal sýslumað ur hafna umsókn. Skal hann rökstyðja þá ákvörðun sína og tilkynna skuldara og þekkt um kröfuhöfum.

11. gr.

    Fullnægi skuldari skilyrðum greiðsluaðlögunar skal sýslumaður, í samráði við skuld ara, leggja fram tillögu að greiðsluaðlögun. Hún skal ávallt lögð fram í stöðluðu formi. Í tillögu að greiðsluaðlögun skal koma fram:
     1.     Hvaða fjárkröfur skv. 4. gr. falli undir greiðsluaðlögunina og hvort þær séu allar jafnréttháar.
     2.     Sú upphæð sem kemur til skipta milli kröfuhafa og hversu há upphæð stendur eft ir af kröfum sem ekki fást greiddar. Fram skulu koma heildarfjárhæðir og sundur liðað yfirlit yfir einstakar kröfur.
     3.     Greiðsluáætlun sem sýnir hvenær og hvernig eftirstöðvar skulda verða greiddar kröfuhafa.
    Við mat á greiðslugetu skuldara, sem fram kemur í greiðsluáætlun skv. 3. tölul. 1. mgr., skal taka tillit til allra tekna skuldara að frádregnum framfærslukostnaði hans og fjölskyldu hans. Ef um hjón eða sambúðaraðila er að ræða skal einnig líta til tekna maka.
    Greiðsluáætlun skv. 3. tölul. 1. mgr. skal vera til fimm ára nema sérstakar ástæður mæli með lengri eða skemmri tíma.

12. gr.


    Tillögu að greiðsluaðlögun skv. 11. gr. skal senda til allra kröfuhafa sem lagt er til að sæti lækkun eða brottfalli á kröfu og ábyrgðarmanna skuldara og þeir hvattir til að gera athugasemdir um fyrirliggjandi tillögur innan tveggja vikna. Þar skal einnig koma fram að það hindri ekki ákvörðun um greiðsluaðlögun þó að athugasemdir berist ekki fyrir til settan tíma.

13. gr.


    Sýslumaður skal taka afstöðu til þeirra athugasemda sem fram koma á grundvelli 12. gr. svo fljótt sem kostur er. Ef hann telur þörf á að breyta tillögunni skal sýslumaður til kynna um það með þeim hætti sem segir í 12. gr. Þá skal sýslumaður senda öllum kröfu höfum bréf þar sem fram kemur hvort talin er ástæða til að breyta tillögunni eða ekki á grundvelli athugasemda viðkomandi kröfuhafa ásamt rökstuðningi fyrir þeirri niðurstöðu.
    Kröfuhafi, sem að liðnum fresti hefur ekki gert athugasemdir á grundvelli 12. gr., telst hafa samþykkt tillöguna.
    Eftir að sýslumaður hefur tekið afstöðu til athugasemda á grundvelli 1. mgr. eða ef all ir kröfuhafar lýsa sig samþykka tillögu að greiðsluaðlögun og hún samræmist þeim skil yrðum sem sett eru í lögum þessum skal sýslumaður taka ákvörðun um að greiðsluað lögun skuli ná fram að ganga.

14. gr.

    Þegar ákvörðun um greiðsluaðlögun hefur verið tekin skal birta tilkynningu þar um í Lögbirtingablaðinu ásamt áskorun til allra kröfuhafa um að lýsa kröfum sínum í síð asta lagi einum mánuði frá birtingu. Ef ástæða þykir til getur sýslumaður ákveðið að til kynning skuli einnig birt í einu eða fleiri dagblöðum. Sýslumaður getur einnig framlengt innköllunarfrestinn upp í tvo mánuði ef sérstök ástæða þykir til.

15. gr.

    Eftir að innköllunarfrestur skv. 14. gr. er liðinn skal sýslumaður birta tilkynningu í Lögbirtingablaðinu um að greiðsluaðlögun sé komin til framkvæmda. Tekur greiðsluað lögun þá gildi frá þeim tíma sem birtingin fer fram.

VI. KAFLI

Kæruheimildir.

16. gr.


    Skuldari eða kröfuhafi geta krafist úrlausnar héraðsdómara um ákvörðun sýslumanns um greiðsluaðlögun með því að tilkynna það sýslumanni innan viku frá því að þeim verð ur sú ákvörðun kunn.
    Skuldari getur krafist úrlausnar héraðsdómara um ákvörðun sýslumanns um að vísa umsókn um greiðsluaðlögun frá á grundvelli 2. mgr. 8. gr. eða hafna umsókn með vís an í 10. gr. og skal hann þá tilkynna sýslumanni þar um með sama hætti og getur í 1. mgr.
    Ef krafist er úrlausnar á grundvelli 1. eða 2. mgr. skal sýslumaður bóka nákvæmlega hver sú ákvörðun er sem krafist er úrlausnar héraðsdómara um og hverjar kröfur aðilar gera. Skulu jafnframt bókaðar í stuttu máli röksemdir sem þeir færa fyrir kröfum sín um. Síðan skal sýslumaður framsenda málið til héraðsdóms sem hefur dómsvald í um dæmi hans.

17. gr.


    Dóminum ber að ógilda ákvörðun sýslumanns ef forsendur fyrir greiðsluaðlögun sam kvæmt lögunum eru ekki uppfylltar eða ef skuldari mætir ekki til boðaðs þinghalds.
    Að öðru leyti skulu ákvæði 86.–91. gr. laga nr. 90/1989, um aðför, gilda um máls meðferð fyrir héraðsdómi.

18. gr.

    Ef héraðsdómur úrskurðar skuldara í vil getur skuldari borið málið aftur undir sýslu mann sem ber þá að taka málið til meðferðar að nýju. Sama gildir ef héraðsdómur hnekk ir ákvörðun sýslumanns á grundvelli kæru kröfuhafa nema úrskurður héraðsdóms hafi byggst á því að umsókn skuldara fullnægi ekki skilyrðum II. kafla eða að fjárkröfur við komandi kröfuhafa falli undir 2. mgr. 4. gr.
    Úrskurðir héraðsdóms eru fullnaðarúrskurðir.
    Sýslumanni ber að tilkynna kröfuhöfum og ábyrgðarmönnum um ef héraðsdómur hnekkir ákvörðun sýslumanns á grundvelli kæru skv. 1. mgr. 16. gr. Hann skal jafnframt láta birta slíkan úrskurð héraðsdóms í Lögbirtingablaði.

VII. KAFLI

Réttaráhrif greiðsluaðlögunar.

19. gr.

    Birting ákvörðunar um greiðsluaðlögun skv. 15. gr. leysir skuldara undan greiðslu skyldu á þeim skuldum sem greiðsluaðlögun nær til. Við greiðsluaðlögun er skuldari jafn framt leystur undan ábyrgð á greiðslu krafna sem voru óþekktar þegar erindi um greiðslu aðlögun var til umfjöllunar en hefðu fallið undir greiðsluaðlögunina. Þetta gildir þó ekki um kröfur sem falla undir 2. tölul. 4. gr.
    Vextir af skuldum skv. 1. og 2. málsl. 1. mgr. falla niður frá sama tíma.
    Greiðsluaðlögun, sem komin er til framkvæmda, hefur engin áhrif á rétt kröfuhafa til að krefjast gjaldþrotaskipta á grundvelli krafna sem stofnast hafa eftir birtingu skv. 15. gr. eða krafna sem ekki féllu undir greiðsluaðlögunina á grundvelli 2. mgr. 4. gr. Hún hefur heldur ekki áhrif á rétt kröfuhafa gegn ábyrgðarmönnum.

VIII. KAFLI

Endurmat greiðsluaðlögunar.

20. gr.

    Að beiðni kröfuhafa, sem á kröfu er fellur undir greiðsluaðlögun samkvæmt þessum lögum, getur sýslumaður fellt greiðsluaðlögun úr gildi, eða ef 5. tölul. þessarar máls greinar á við endurmetið greiðsluaðlögun, ef:
     1.     skuldari hefur á fölskum forsendum fengið kröfuhafa til að samþykkja greiðsluað lögun,
     2.     skuldari hefur í umsókn sinni um greiðsluaðlögun eða við meðferð málsins látið kröfuhafa í té rangar upplýsingar um stöðu sína eða annað sem ætla má að skipt hafi máli við mat kröfuhafa á því hvort hann ætti að samþykkja greiðsluaðlögun,
     3.     skuldari hefur gefið rangar upplýsingar til sýslumanns eða héraðsdóms eða látið hjá líða að veita upplýsingar sem hann er skyldugur til að gefa og þessar röngu upp lýsingar hafa orðið til þess að ákvörðun um greiðsluaðlögun reynist ekki í samræmi við raunverulega stöðu skuldara,
     4.     skuldari fylgir ekki greiðsluáætluninni, nema um lítils háttar frávik sé að ræða,
     5.     fjárhagsstaða skuldara batnar verulega eftir að greiðsluaðlögun er hafin.
    Kröfuhafi verður að leggja fram beiðni um endurmat innan árs frá því að tilkynning um greiðsluaðlögun var birt skv. 15. gr. Beiðni um endurmat á grundvelli 4. eða 5. tölul. má þó leggja fram hvenær sem er á þeim tíma sem greiðsluaðlögun nær til.
    Sýslumaður skal gefa skuldara, kröfuhöfum og ábyrgðarmönnum kost á að tjá sig um beiðni um endurmat samkvæmt þessari grein, sbr. 12. gr.

21. gr.

    Að beiðni skuldara getur sýslumaður breytt ákvörðun sinni um greiðsluáætlun, sbr. 3. tölul. 1. mgr. 11. gr., ef aðstæður hafa breyst verulega eftir að tilkynning um greiðslu áætlun var birt.
    Sýslumaður skal gefa kröfuhöfum og ábyrgðarmönnum kost á að tjá sig um beiðni um endurmat samkvæmt þessari grein, sbr. 12. gr.

22. gr.

    Heimilt er sýslumanni að afturkalla eða breyta að eigin frumkvæði fyrri ákvörðun um heimild til greiðsluaðlögunar ef einhverjar upplýsingar koma fram sem hefðu leitt til höfnunar á greiðsluaðlögun.

23. gr.

    Ef sýslumaður ákveður að endurskoða fyrri ákvörðun um greiðsluaðlögun skal sú ákvörðun rökstudd og birt skuldara og öðrum aðilum á þann hátt sem mælir fyrir um í 15. gr. Endurákvörðun telst komin til framkvæmda við birtingu í Lögbirtingablaði.
    Um kæru endurákvörðunar gilda ákvæði VI. kafla.

IX. KAFLI

Önnur ákvæði.

24. gr.

    Ef skuldari deyr telst umsókn um greiðsluaðlögun sjálfkrafa fallin niður.

25. gr.

    Ef skuldari afturkallar umsókn um greiðsluaðlögun skal meðferð málsins samstund is hætt.

26. gr.

    Samkomulag sem skuldari eða þriðji maður gerir þar sem einhverjum kröfuhafa sem fellur undir greiðsluaðlögunina er lofað hærri greiðslum en greiðsluaðlögunin segir til um telst ógilt.

27. gr.

    Einstaklingum sem lögaðilum er skylt að veita sýslumanni og héraðsdómi allar þær upplýsingar sem óskað er um persónulega og fjárhagslega stöðu skuldara og nauðsyn legar teljast til að geta tekið afstöðu til umsóknar um greiðsluaðlögun.

28. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1995.

Greinargerð.


    Tilgangur þessa frumvarps er að gefa þeim einstaklingum sem eru í alvarlegum og við varandi greiðsluerfiðleikum möguleika á því að ná stjórn á fjármálum sínum því að neyð arástand hefur skapast á þúsundum heimila í landinu þar sem gjaldþrot blasir við mörg um þeirra. Það hefur skapað margvísleg félagsleg vandamál, lagt auknar byrðar á félags málastofnanir, aukið örvæntingu einstaklinga og fjölskyldna og skapað sár í þjóðfélag inu sem seint munu gróa. Tvær meginástæður eru fyrir greiðsluerfiðleikum heimilanna, í fyrsta lagi húsnæðismálin sem birtast í göllum húsbréfakerfisins, styttri lánstíma, hærri vöxtum og þar af leiðandi aukinni greiðslubyrði og í öðru lagi vaxandi atvinnuleysi, stór hækkaðir skattar, auknar álögur í formi þjónustugjalda, lækkun barna- og vaxtabóta og vaxandi kjaraskerðing.
    Til að koma í veg fyrir þá holskeflu gjaldþrota, sem nú blasir við og gera mun þús undir fjölskyldna heimilislausar, þarf að grípa til björgunaraðgerða til að aðstoða fólk við að greiða úr skuldavandamálum heimilanna, vandamálum sem þegar eru orðin svo mik il að heimilin ráða ekki við þau. Margt þarf að koma til, svo sem greiðsluaðlögun, leng ing lána, félagsleg aðstoð og veiting greiðsluerfiðleikalána.
    Í frumvarpi þessu er lagt til að lögfestar verði reglur um greiðsluaðlögun þar sem skuldurum verði hjálpað til að komast út úr mesta svartnættinu. Markmiðið með greiðslu aðlögun er að skuldari fái lánskjörum breytt þannig að greiðslubyrði verði léttari. Breyt ing á lánskjörum getur falið í sér að vöxtum og/eða lánstíma sé breytt eða skuld lækk uð eða fryst um tíma á meðan fólk leitar lausna á tímabundnum erfiðleikum t.d. vegna atvinnuleysis, veikinda og fleira. Greiðsluaðlögun kemur aðeins til greina hafi hún í för með sér ávinning fyrir skuldara, lánardrottna og samfélagið í heild. Ávinningur fyrir skuldarana verði sá að þeir geti staðið í skilum með skuldina, ávinningur fyrir lánar drottnana verði sá að líkur á endurgreiðslu aukist og ávinningur samfélagsins verði sá að færri þurfi að leita á náðir félagsmálastofnananna.
    Til að ná sem víðtækastri samstöðu um þau markmið sem frumvarp þetta um greiðslu aðlögun snýst um er mikilvægt að greiðsluaðlögun nái jafnt til skulda við ríki, innláns stofnanir, lífeyrissjóði og verkalýðshreyfingu sem og húsnæðisskulda.
    Í lögum um gjaldþrotaskipti, nr. 21/1991, er sérstaklega fjallað um nauðasamninga. Áður voru reglur um nauðasamninga í sérstökum lögum, nr. 19/1924. Með breyttum lög um virðist samkvæmt almennri greinargerð í frumvarpi til laga um gjaldþrotaskipti m.a. hafa verið ætlunin að einstaklingar, sem ekki eru í atvinnurekstri, gætu í auknum mæli leitað eftir nauðasamningum við lánardrottna sína án tengsla við gjaldþrotaskipti. Raun in hefur hins vegar orðið sú að lítil sem engin breyting hefur orðið í þessu efni frá því sem áður var. Mjög sjaldgæft er að einstaklingar fari í nauðasamningsumleitanir nema í beinum tengslum við gjaldþrotaskipti. Ástæðan er líklega sú hversu þungt þetta úrræði gjaldþrotaskiptalaganna er í vöfum auk þess sem töluverður kostnaður er því fylgjandi fyrir skuldara. Í þessu frumvarpi er lagt til að skapað verði virkt úrræði fyrir stjórnvöld til að aðstoða þá einstaklinga og fjölskyldur í landinu sem lent hafa í alvarlegum fjár hagserfiðleikum við að ná fótfestu á ný í þjóðfélaginu.

Athugasemdir við einstakar greinar og kafla frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Með hugtakinu greiðsluaðlögun í lögum þessum er átt við að hægt verði að leysa skuldara að hluta undan fjárhagslegum skuldbindingum sem hann hefur tekist á hendur. Vissar kröfur eru þó ávallt undanþegnar greiðsluaðlögun, sbr. 2. mgr. 4. gr.
    Gert er ráð fyrir að málsmeðferð í tengslum við umsókn um greiðsluaðlögun verði á einni hendi, þ.e. hjá sýslumanni, en heimilt er að kæra vissar ákvarðanir sýslumanns til héraðsdóms, sbr. VI. kafla. Kröfuhafi er bundinn af úrskurði um greiðsluaðlögun þegar hún hefur verið ákveðin. Hann getur þó í vissum tilvikum óskað eftir endurmati á ákvörð uninni, sbr. VIII. kafla.
    Ekki þykir eðlilegt að fjallað verði um umsókn um greiðsluaðlögun meðan héraðs dómur hefur málefni skuldara til meðferðar á grundvelli laga um gjaldþrotaskipti, nr. 21/1991. Hins vegar er nauðsynlegt að frysta beiðnir um greiðslustöðvun, gjaldþrotaskipti eða nauðasamninga sem koma fram meðan umsókn um greiðsluaðlögun er til meðferð ar hjá sýslumanni.
    Um skýringu á 4. mgr. vísast í skýringar á 2. mgr. 40. gr. laga um gjaldþrotaskipti.

Um II. kafla.


    Hér er mælt fyrir um þau skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi til að greiðsluaðlög un komi til greina. Hafa verður í huga að þessi skilyrði verða aldrei afmörkuð að fullu í lögum þar sem ávallt hlýtur að verða að meta hvert tilvik fyrir sig.

Um 2. gr.


    Grunnforsendur fyrir því að greiðsluaðlögun sé heimil eru annars vegar að skuldari eigi lögheimili hér á landi og hins vegar að hann stundi ekki atvinnurekstur. Með at vinnurekstri er hér átt við atvinnurekstur í skilningi skattalaga. Ef þessar forsendur eru uppfylltar á skuldari rétt á greiðsluaðlögun ef skilyrðum 1.–3. tölul. er fullnægt. Nokk uð auðvelt á að vera að ganga úr skugga um hvort skilyrðum 1. og 2. tölul. er fullnægt, þ.e. hvort sýnt sé að samanlagðar tekjur dugi ekki til að standa undir fjárhagslegum skuldbindingum og hvort bú skuldara sé nokkuð í greiðslustöðvun, undir gjaldþrotaskipt um eða nauðasamningar komist á. Skilyrði 3. tölul. um hvort greiðsluaðlögun teljist sann gjörn með tilliti til persónulegra og fjárhagslegra aðstæðna skuldara er hins vegar mjög matskennt. Í 2. mgr. kemur fram hvað beri að hafa í huga við mat á því hvort þetta skil yrði er uppfyllt. Tilgangurinn með þessum lögum er að veita þeim einstaklingum, sem stofnað hafa til skuldbindinga sem þeir ráða ekki við, kost á niðurfellingu þeirra skulda að hluta. Aðeins í þeim tilvikum þar sem ólíklegt er að skuldari hafi, þegar til hinna fjár hagslegu skuldbindinga var stofnað, átt að geta séð fyrir mjög breyttar aðstæður í fram tíðinni hlýtur greiðsluaðlögun að teljast sanngjörn en ekki ef líklegt er að skuldara hafi mátt vera ljóst þegar til lánanna var stofnað að hann mundi ekki standa undir greiðslu byrði á þeim lánum. Því miður er nokkuð ríkjandi í okkar íslenska þjóðfélagi að menn fari út í alls konar fjárfestingar án þess að hafa reiknað dæmið til fulls með það að leið arljósi að þetta hljóti að reddast einhvern veginn. Það væri engan veginn sanngjarnt með tilliti til þeirra sem fara ekki út í fjárfestingar nema hafa eftir bestu getu reiknað út að þeir séu borgunarmenn fyrir þeim skuldum sem stofnað er til að fyrrnefndi hópurinn gæti treyst á að redda sér fyrir horn ef dæmið gengur ekki upp með því að óska eftir greiðslu aðlögun. Þær aðstæður eru samt alltaf að koma upp að menn sem töldu sig hafa allt sitt á þurru þegar til tiltekinna fjárfestinga var stofnað eru skyndilega ekki lengur borgun armenn fyrir skuldum sínum, t.d. vegna þess að þeir hafa óvænt misst vinnu sína eða jafn vel að ríkið hefur verið að bæta á einhverjum álögum sem ekki voru fyrir hendi þegar þeir gerðu sína útreikninga í upphafi. Það er fyrst og fremst í þessum tilvikum sem greiðsluaðlögun getur talist sanngjörn skv. 3. tölul. þessarar greinar.

Um 3. gr.


    Þau úrræði, sem frumvarp þetta mælir fyrir um, hljóta alltaf að vera alger undantekn ingarúrræði sem ekki er gripið til fyrr en allar aðrar dyr virðast lokaðar. Því er ekki eðli legt að hver einstakur aðili eigi rétt á greiðsluaðlögun nema einu sinni. Þó er gert ráð fyr ir að víkja megi frá þessu í sérstökum tilvikum ef sýslumaður metur það svo, en þá und anþágu verður að skýra mjög þröngt.

Um III. kafla.


    Í þessum kafla er mælt fyrir um hvaða kröfur falla undir greiðsluaðlögun og um rétt hæð þeirra.

Um 4. gr.


    Í 1. mgr. kemur fram sú meginregla að allar fjárkröfur á hendur skuldara geti fallið undir greiðsluaðlögun, en í 2. mgr. eru taldar upp undantekningarnar frá þessari megin reglu.
    Ekki þykir eðlilegt að kröfur, sem tryggðar eru með veðrétti í eign skuldara, falli und ir greiðsluaðlögun enda er þar um kröfur að ræða sem almennt njóta forgangsréttar í rétt arfarsframkvæmd. Það er líka skilyrði til að kröfur geti fallið undir greiðsluaðlögun að þær séu gjaldfallnar. Í 3. tölul. er sambærileg regla við ákvæði í 5. tölul. 1. mgr. 28. gr. laga um gjaldþrotaskipti. Loks þykir ekki eðlilegt að greiðsluaðlögun nái til krafna sem ágreiningur er uppi um.

Um 5. gr.


    Almenna reglan er sú að allar kröfur sem greiðsluaðlögun lýtur að eru jafnréttháar, en þó er gerð undantekning í tveimur tilvikum. Annars vegar þegar um það er að ræða að kröfuhafi samþykkir að aðrar kröfur gangi framar hans eigin og hins vegar þegar upp hæð kröfu er mjög lág með tilliti til annarra krafna og sérstakar ástæður mæla með því að viðkomandi kröfuhafi fái sína kröfu greidda að fullu. Þessi síðarnefnda heimild er sett inn til einföldunar á framkvæmd greiðsluaðlögunar auk þess kröfuhafar væru lítt betur settir þó slíkar smákröfur yrðu teknar með. Það er lagt á sýslumann að meta hvenær krafa telst það lág að rétt sé að greiða hana að fullu.

Um IV. kafla.


    Hér eru settar fram reglur um meðferð og form umsóknar um greiðsluaðlögun.

Um 6. gr.


    Umsókn um greiðsluaðlögun skal vera skrifleg og beint til sýslumanns í réttu um dæmi. Til að einfalda alla málsmeðferð er gert að skilyrði að hún sé útfyllt á staðlað eyðublað sem sýslumaður lætur í té. Þannig er tryggt að samræmi verði milli umsókna og sýslumaður ætti því að eiga mun hægar um vik að taka afstöðu til hvers einstaks máls.
    2. og 3. mgr. þarfnast ekki skýringa.

Um 7. gr.


    Hér eru talin upp þau atriði sem fram þurfa að koma í umsókn. Þessar upplýsingar eiga að vera þessi eðlis að sýslumaður eigi auðvelt með að meta hvort yfir höfuð sé ástæða til frekari framhalds málsins eða ekki. Jafnframt eiga þær að flýta fyrir allri vinnu við málið. Ekki er ástæða til að skýra nákvæmlega alla töluliðina en þó skal tekið fram að 5. tölul. er hafður með fyrst og fremst til að skuldari geti reynt að sannfæra sýslu mann um raunverulega þörf hans á að fá að njóta þeirrar skuldaniðurfærslu sem lögin mæla fyrir um.

Um V. kafla.


    Í þessum kafla er fjallað um málsmeðferðina hjá sýslumanni. Rétt er að geta þess að um sérstakt hæfi sýslumanns gilda ákvæði stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.

Um 8. gr.


    Í þessari grein er mælt fyrir um leiðbeiningarskyldu sýslumanns gagnvart skuldara og sýslumanni jafnframt gert að vísa umsókn um greiðsluaðlögun frá ef formskilyrðum er enn ekki fullnægt eftir að hann hefur leiðbeint skuldara um hverju var áfátt.

Um 9. gr.


    Hér er mælt fyrir um heimildir sýslumanns til upplýsingaöflunar við meðferð máls. Hann getur bæði leitað eftir upplýsingum um aðstæður skuldara hjá bönkum og opin berum stofnunum, sbr. 27. gr., eða kallað skuldara eða aðra til viðtals.

Um 10. gr.


    Ef skuldari fullnægir ekki þeim skilyrðum sem sett eru í 2. og 3. gr. laganna ber sýslu manni skylda til að hafna umsókn. Um rökstuðning og tilkynningu slíkrar höfnunar fer samkvæmt stjórnsýslulögum, nr. 37/1993.

Um 11. gr.


    Þessi grein inniheldur ákvæði um form tillögu að greiðsluaðlögun, sem sýslumaður leggur fram í samráði við skuldara. Þar skal í fyrsta lagi tekið fram hvaða kröfur muni falla undir greiðsluaðlögunina og hvort einhverjar þeirra séu rétthærri en aðrar. Í öðru lagi þarf að koma skýrt fram hver sú upphæð er sem kemur til skipta milli kröfuhafa og einnig heildarupphæð þeirra krafna sem lagt er til að falli niður. Í þriðja lagi skal tillagan inni halda greiðsluáætlun sem segir til um hvenær og hvernig eftirstöðvar skulda skv. 2. tölul. verða greiddar til kröfuhafa.
    Greiðsluáætlun hlýtur ávallt að byggjast á mati á greiðslugetu skuldara. Greiðsluget an miðast við tekjur skuldara að frádregnum föstum framfærslukostnaði. Eðlilegt er að tekið sé tillit til heildartekna beggja aðila ef um hjón eða sambúðaraðila er að ræða.
    Lagt er til að meginreglan verði sú að greiðsluáætlun nái til fimm ára nema sérstak ar ástæður mæli til annars. Ætla má að slíkar sérstakar ástæður geti helst leitt til þess að rök séu fyrir að skuldari fái að greiða skuldir sínar niður á lengri tíma.

Um 12. gr.


    Eftir að tillaga að greiðsluaðlögun hefur verið lögð fram er nauðsynlegt að kröfuhaf ar fái ráðrúm til að kynna sér hana og taka afstöðu til þess hvort þeir geti sætt sig við viðkomandi tillögu. Sýslumanni er samkvæmt þessari grein gert skylt að sjá til þess að öllum kröfuhöfum sem vitað er um sé send tillagan. Til að tryggja að tilkynningin skili sér er eðlilegt að sýslumaður sendi hana í ábyrgðarpósti til móttakenda. Tveggja vikna fresturinn byrjar að líða frá þeim tíma sem kröfuhafar áttu kost á að kynna sér tillög una. Til að allir sem eiga hagsmuni af því hvort greiðsluaðlögun kemst á eða ekki séu meðvitaðir um þróun mála ber sýslumanni einnig að senda tillöguna með sama hætti til allra þeirra sem sett hafa sig í ábyrgð fyrir skuldara.

Um 13. gr.


    Svo fljótt sem kostur er eftir að sá frestur, sem um getur í 12. gr., er liðinn skal sýslu maður taka afstöðu til þeirra athugasemda sem borist hafa. Kröfuhöfum skal kynnt bréf lega á rökstuddan hátt hver afstaða var tekin til athugasemda þeirra. Hér gæti t.d. verið um það að ræða að tiltekinn kröfuhafi hafi talið sig eiga fleiri kröfur á skuldarann en fram koma í tillögu að greiðsluaðlögun en sýslumaður bendi honum á það að þær kröfur falli ekki undir greiðsluaðlögun skv. III. kafla. Ef sýslumaður sér ástæðu til að breyta tillögu á grundvelli innsendra athugasemda skal tilkynnt um það á sama hátt og gert var í upp haflegri tilkynningu, nema ekki skal þá gefinn frestur til að skila inn frekari athugasemd um.
    2. og 3. mgr. þarfnast ekki sérstakrar skýringar.
    

Um 14. og 15. gr.


    Eftir að sýslumaður hefur tekið ákvörðun um greiðsluaðlögun á grundvelli 3. mgr. 13. gr. skal sú ákvörðun birt í Lögbirtingablaði ásamt áskorun til kröfuhafa um að lýsa kröf um sínum. Þannig á öllum þeim sem telja sig eiga kröfu á hendur viðkomandi skuldara að gefast kostur á að lýsa þeim. Ekki er víst að allir hafi gefið sig fram eftir tilkynningu skv. 12. gr. því þar er sýslumanni aðeins ætlað að senda tillögu að greiðsluaðlögun til þeirra skuldara sem vitað er um. Sýslumaður getur einnig skv. 14. gr. ákveðið að ákvörð unin skuli birt í dagblöðum auk Lögbirtingablaðs ef hann hefur ástæðu til að ætla að aug lýsing í Lögbirtingablaði einu saman nái ekki til allra skuldara. Eftir að innköllunarfrest ur er liðinn skal sýslumaður aftur birta tilkynningu í Lögbirtingablaði og telst greiðslu aðlögun komin til framkvæmda frá þeim degi sem sú birting fer fram. Ef hins vegar eft ir birtingu skv. 14. gr. koma fram kröfur sem ekki voru þekktar áður og sýslumaður tel ur ástæðu til að taka tillit til frestast birting skv. 15. gr. þangað til endanleg ákvörðun hef ur verið tekin.

Um VI. kafla.


    Í þessum kafla er gert ráð fyrir að bæði skuldari og kröfuhafi geti kært ákvörðun sýslumanns til héraðsdóms.

Um 16. gr.


    Kæruheimild kröfuhafa er bundin við það eitt að hann uni ekki ákvörðun sýslumanns um greiðsluaðlögun en skuldari getur einnig skotið einstökum ákvörðunum sýslumanns í tengslum við málsmeðferðina til héraðsdóms, sbr. 2. mgr. 16. gr.

Um 17. gr.


    Um málsmeðferð fyrir héraðsdómi gilda ákvæði aðfararlaga. Héraðsdómur getur þannig aðeins tekið afstöðu til þeirrar kæru sem undir hann er borin og á þeim grunni jafnvel hnekkt ákvörðun sýslumanns en dómurinn getur hins vegar ekki tekið sjálfstæða ákvörðun um að greiðsluaðlögun skuli heimiluð.

Um 18. gr.


    Héraðsdómur úrskurðar í kærumálum og verða þeir úrskurðir ekki bornir undir æðra dómsstig. Eftir að héraðsdómur hefur fellt úrskurð sinn getur skuldari farið með málið að nýju fyrir sýslumann svo framarlega sem úrskurður dómsins hefur ekki verið þess efn is að umsókn skuldara fullnægi ekki skilyrðum II. og III. kafla.

Um VII. kafla.


Um 19. gr.


    Við birtingu skv. 15. gr. telst greiðsluaðlögun komin til framkvæmda. Þá fellur jafn framt niður greiðsluskylda skuldara á öllum kröfum sem falla undir greiðsluaðlögunina og ekki eiga að fást greiddar samkvæmt henni. Þetta á einnig við um kröfur sem ekki var vitað um þegar málið var til meðferðar og kröfuhafi lýsir ekki á grundvelli 14. gr.
    Á sama tíma falla einnig niður allir vextir af þeim kröfum sem um getur í 1. mgr. Vextir falla hins vegar ekki niður af þeim kröfum sem skuldara er eftir sem áður gert að greiða.
    Eins og fram kemur í 1. mgr. eru þeir kröfuhafar, sem falla undir greiðsluaðlögun ina, bundnir við þá niðurfærslu á kröfum þeirra sem greiðsluaðlögunin segir til um eft ir birtingu skv. 15. gr. Allar nýjar kröfur, sem stofnast eftir það tímamark, sem og kröf ur sem ekki féllu undir greiðsluaðlögunina skv. 2. mgr. 4. gr., eru hins vegar óháðar þess um réttaráhrifum og kröfuhafar geta því á grundvelli þeirra neytta allra úrræða sem lög veita þeim til að ná fram sínum rétti. Ákvörðun um greiðsluaðlögun leysir ábyrgðar menn ekki undan skuldbindingum sínum enda væri það ekki sanngjarnt gagnvart kröfu höfum. Þó má reikna með því að með greiðsluaðlögun aukist líkur á því að skuldari geti greitt einhvern hluta af þeim lánum sem aðrir eru í ábyrgð fyrir.

Um VIII. kafla.


    Samkvæmt þessum kafla getur sýslumaður breytt eða fellt greiðsluaðlögun úr gildi eft ir að hún er komin til framkvæmda, ýmist af sjálfsdáðum eða samkvæmt beiðni kröfu hafa eða skuldara. Þessar heimildir eru óháðar kærufresti VI. kafla og koma fyrst og fremst til ef forsendur hafa breyst verulega frá því að ákvörðun um greiðsluaðlögun var tekin og það stafar annaðhvort frá skuldara sjálfum eða breyttum ytri aðstæðum.

Um 20. gr.


    Um skýringu á 1. og 2. tölul. þessarar greinar vísast að nokkru til III. kafla samn ingalaga, nr. 7/1936. Með orðalaginu „á fölskum forsendum“ í 1. tölul. er meðal annars átt við ef skuldari hefur sviksamlega þagað yfir upplýsingum sem ætla má að hefðu haft áhrif á ákvörðun kröfuhafa um hvort hann ætti að fallast á tillögu um greiðsluaðlögun. Það að láta vísvitandi í té rangar upplýsingar, sbr. 2. tölul., er sambærilegt við svika hugtak III. kafla samningalaga eins og það hefur verið skýrt. Um skýringu á 3. tölul. vís ast í skýringu á 2. tölul. og einnig er rétt að hafa XV. kafla almennra hegningarlaga í huga í þessu sambandi. Skv. 4. tölul. getur kröfuhafi lagt fram beiðni um endurmat ef skuldari hefur ekki greitt honum í samræmi við það sem fram kemur í greiðsluáætlun. Orðin „lítils háttar frávik“ í þessu sambandi verður að skýra þröngt. Ætla má að 5. tölul. hafi að geyma það úrræði sem kröfuhafar munu helst notfæra sér af þeim sem greinin kveður á um.
    Beiðni um endurmat skv. 1.–3. tölul. verður skv. 2. mgr. að koma fram innan árs frá því að greiðsluaðlögun kom til framkvæmda enda er þar um atriði að ræða sem líklegt er að komi fljótt upp á yfirborðið en þau atriði sem um getur í 4. og 5. tölul. eru þess eðl is að ekki er víst að á þau fari að reyna fyrr en líða tekur á greiðsluaðlögunartímann.
    Eðlilegt er að öllum hlutaðeigandi aðilum sé gefinn kostur á að tjá sig um endur matsbeiðni.

Um 21. gr.


    Með þessu ákvæði er skuldara veitt heimilt til að óska eftir endurmati ef aðstæður hafa breyst verulega eftir að greiðsluaðlögun kom til framkvæmda. Fyrst og fremst er hér ver ið að vísa í þau tilvik þar sem aðstæður skuldara hafa versnað til muna frá því að greiðsluaðlögun átti sér stað, en þó gæti skuldari einnig óskað eftir endurmati á grund velli þessarar greinar ef staða hans hefði batnað það mikið að hann sæi sér fært að greiða stærri hluta af skuldum sínum en greiðsluaðlögunin gerir ráð fyrir. Með orðunum „veru leg breyting“ er átt við að augljóst sé að aðstæður skuldara hafi versnað það mikið að eðlilegt sé að draga enn frekar úr greiðslubyrði hans ef greiðsluaðlögunin á að ná þeim tilgangi sínum að hjálpa skuldaranum yfir erfiðasta hjallann.
    Um skýringu á 2. mgr. vísast í skýringu á 3. mgr. 20. gr.

Um 22. gr.


    Hér er sýslumanni veitt heimild til að endurmeta ákvörðun um greiðsluaðlögun ex officio. Skilyrði fyrir því að hann geti gert það er að einhverjar upplýsingar hafi kom ið fram sem hefðu leitt til höfnunar á greiðsluaðlögun í upphafi ef þær hefðu þá legið fyr ir.

Um IX. kafla.


    Hér eru talin upp nokkur ákvæði í lokin svo sem um í hvaða tilvikum meðferð máls skuli hætt, um að samkomulag, sem gert er utan við greiðsluaðlögunina þar sem ein hverjum kröfuhafa er lofað hærri greiðslum, sé ógilt og um upplýsingaskyldu aðila sem sýslumaður eða héraðsdómur leitar til vegna greiðsluaðlögunarmáls.

Um 24. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.

Um 25. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.

Um 26. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.

Um 27. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.

Um 28. gr.


    Eins og fram kemur í almennri greinargerð er ástand á mörgum heimilum í landinu orðið mjög slæmt og því brýnt að bregðast skjótt við. Hins vegar er nauðsynlegt að fram kvæmdin sé sem tryggust og því þarf að veita stjórnvöldum ákveðinn undirbúningstíma áður en jafnviðamiklar breytingar koma til framkvæmda.