Ferill 407. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 407 . mál.


653. Frumvarp til laga



um breytingar á lögum er varða rétt til endurgreiðslu og vaxta af ofteknum sköttum og gjöldum.

(Lagt fyrir Alþingi á 118. löggjafarþingi 1994–1995.)




I. KAFLI

Breyting á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda,

með síðari breytingum.

1. gr.

    Við 18. gr. laganna bætist ný málsgrein sem orðast svo:
    Endurgreiðsla skv. 1. eða 2. mgr. skal taka hlutfallslegri breytingu sem nemur mismun á lánskjaravísitölu sem í gildi er á miðju því tímabili þegar staðgreiðslan var innt af hendi og láns kjaravísitölu sem í gildi er þegar endurgreiðslan fer fram.

II. KAFLI

Breyting á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 112. gr. laganna:
     a .     2. málsl. 2. mgr. orðast svo: Skulu vextir þessir vera jafnháir hæstu vöxtum óbundinna sparireikninga á hverjum tíma.
     b .     Í stað orðsins „inneignarvextir“ í 3. málsl. 2. mgr. kemur: vextir.
     c .     Við greinina bætast tvær nýjar málsgreinar sem orðast svo:
                  Sé kæra til meðferðar hjá yfirskattanefnd og nefndin leggur ekki úrskurð á kæru innan lögboðins frests skv. 1. og 2. mgr. 8. gr. laga nr. 30/1992 skal greiða skattaðila dráttarvexti af fjárhæð sem yfirskattanefnd úrskurðar að skuli endurgreiða, eða dæmd er síðar, frá þeim tíma þegar frestur nefndarinnar til að kveða upp úrskurð leið.
                  Ætíð má krefjast dráttarvaxta frá þeim tíma er dómsmál telst höfðað til endurgreiðslu skatta samkvæmt lögum þessum.

III. KAFLI

Breyting á lögum nr. 30/1992, um yfirskattanefnd, með síðari breytingum.

3. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:
     a .     2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Ef umsögn og greinargerð ríkisskattstjóra berst ekki fyrir lok frests skv. 3. mgr. 6. gr. skal þriggja mánaða fresturinn reiknast frá lokum þess frests.
     b .     2. mgr. orðast svo:
                  Nú hefur yfirskattanefnd ákveðið sérstakan málflutning skv. 2. mgr. 7. gr. og skal frest ur skv. 1. mgr. þá vera sex mánuðir og skal nefndin senda aðilum máls tilkynningu um þá ákvörðun sína.

IV. KAFLI

Gildistaka.

4. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1996 og taka til ofgreiðslu sem á sér stað eftir það tímamark.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Frumvarp þetta er lagt fram samhliða frumvarpi til laga um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda. Með frumvörpum þessum er stefnt að því að setja skýrar almennar regl ur um rétt til endurgreiðslu og vaxta og jafnframt að bæta að úr misræmi sem ákvæði núgildandi laga og lagaframkvæmd geta leitt til.
    Með frumvarpi þessu eru gerðar breytingar á reglum um verðbætur á endurgreiðslu staðgreiðslufjár, fjárhæð vaxta skv. 112. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt breytt til samræmis við þá vexti sem kveðið er á um í frumvarpi til laga um endurgreiðslu oftek inna skatta og gjalda og við þá grein bætt ákvæði um greiðslu dráttarvaxta í tilteknum málum sem fara fyrir yfirskattanefnd og/eða dómstóla. Auk þessa eru með frumvarpinu gerðar breytingar á ákvæði um fresti sem yfirskattanefnd hefur til að kveða upp úrskurð samkvæmt lögum nr. 30/1992 en slík breyting er nauðsynleg til að hægt sé að ákveða upphafstíma dráttarvaxta skv. 112. gr. tekjuskatts- og eignarskattslaganna.
    Breytingar á 18. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, eru gerðar að tilmælum umboðsmanns Alþingis. Samkvæmt gildandi lögum og lagaframkvæmd eru greiddar verðbætur á ofgreidda staðgreiðslu ef endurgreiðslan fer fram eftir að álagn ingu lýkur, sbr. 34. gr. laganna og 3. mgr. 121. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt. Verðbæturnar eru reiknaðar út frá mismun á lánskjaravísitölu sem gilti 1. júlí á staðgreiðsluári og 1. júlí á álagningarári, sbr. 3. mgr. 121. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt. Vextir reiknast hins vegar aldrei fyrr en eftir 1. júlí á álagningarári, sbr. síð ari málslið 2. mgr. 112. gr. sömu laga. Varðandi endurgreiðslu staðgreiðslufjár, sem rík isskattstjóri úrskurðar á grundvelli 18. gr. laga nr. 45/1987, eru hins vegar hvorki greidd ar verðbætur né vextir þar sem ríkisskattstjóri hefur talið það óheimilt án sérstakrar heim ildar í lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum.
    Í áliti umboðsmanns Alþingis í máli nr. 86/1989 er m.a. fjallað um verðbætur og vexti á staðgreiðslufé. Í niðurlagi álitsins segir orðrétt: „Það eru [því] tilmæli mín skv. 11. gr. laga nr. 13/1987, um umboðsmann Alþingis, að ákvæðum laga og reglna um greiðslu vaxta og verðbóta við endurgreiðslu á staðgreiðslufé verði breytt á þann veg að jöfnuð verði staða þeirra sem fá slíkt endurgreitt samkvæmt úrskurði ríkisskattstjóra, sbr. 18. gr. laga nr. 75/1981 og þeirra sem fá endurgreiðslu skv. 34. gr. laga nr. 45/1987, sbr. 121. gr. laga nr. 75/1981, með síðari breytingum.“ Með 1. gr. frumvarpsins er þetta misræmi leiðrétt og mun lögfesting ákvæðisins leiða til þess að verðbætur verða greiddar við end urgreiðslu staðgreiðslufjár, óháð því á hvaða lagaheimild endurgreiðslurétturinn byggir.
    Í 2. gr. frumvarpsins eru gerðar nokkrar breytingar á ákvæðum 112. gr. tekjuskatts- og eignarskattslaganna, nr. 75/1981 að því er varðar vexti á oftekna skatta. Horfið er frá því að miða vexti af ofgreiðslu við vexti af almennum sparisjóðsinnstæðum í Lands banka Íslands eins og nú er gert. Þess í stað er kveðið á um að vextirnir skuli vera jafn háir hæstu vöxtum af óbundnum sparireikningum bankanna á hverjum tíma. Um er að ræða verulega vaxtahækkun því að almennar sparisjóðsinnstæður í Landsbanka Íslands bera nú 0,5% vexti en hæstu vextir óbundinna reikninga er 3%, skv. auglýsingu Seðla banka Íslands frá 11. janúar 1995.
     Tilgangurinn með breytingu þessari er sá að færa vaxtagreiðslur af endurgreiðslum í skattkerfinu nær raunverulegum ávöxtunarmöguleikum á almennum markaði án þess þó að opna möguleika á óeðlilegum ávinningi af vísvitandi ofgreiðslu skatta í einstökum til vikum. Endurgreiðsla skatta skv. 112. gr. getur átt sér ýmsar skýringar, fyrirframgreiðsla tekjuskatts kann að hafa verið of há, skattgreiðandi kann að hafa lagt fram ófullnægj andi gögn eða lagt gögn fram of seint, skattstjóri kann að hafa breytt ákvörðun sinni eða ríkisskattstjóri eða annað stjórnvald eða dómstóll hefur breytt ákvörðun skattstjóra, svo að dæmi séu tekin. Vegna fjölbreytileika tilvika kann að líða mjög mismunandi langur tími frá því að skattur var greiddur þar til endurgreiðsla fer fram. Því er erfitt um vik að finna vexti sem eru að fullu sambærilegir við mögulega ávöxtunarmöguleika skattgreið anda. Hins vegar getur engan veginn talist sanngjarnt að miða við lægstu mögulegu vexti eins og nú er gert með því að ákveða vexti jafnháa vöxtum á almennum sparisjóðsbók um. Hér er lagt til að miðað verði við hæstu vexti af óbundnum sparireikningum en vext ir af þessum reikningum eru nú um 3%. Innstæður á þessum reikningum eru ekki vísi tölutryggðar, vextirnir eru ekki háðir því að fjármunir séu bundnir í tiltekinn tíma inn á reikningunum og þeir taka breytingum í takt við verðbólgu og almenna vaxtaþróun í land inu. Því má gera ráð fyrir því að þessi viðmiðun tryggi gjaldanda í flestum tilvikum sömu ávöxtun á fé og hann ella hefði átt kost á á almennum markaði.
    Í 2. gr. frumvarpsins er enn fremur kveðið á um að greiddir verði dráttarvextir af of greiðslu skatta í þeim tilvikum þegar dráttur verður á uppkvaðningu úrskurðar yfirskatta nefndar fram yfir lögbundna fresti nefndarinnar. Lagt er til að í þeim tilvikum verði greiddir dráttarvextir frá þeim tíma sem nefndin hefði átt að vera búin að úrskurða í mál um en fram að þeim tíma verði hins vegar greiddir vextir jafnháir hæstu vöxtum á al mennum óbundnum reikningum. Ástæða þess að ekki er lagt til að dráttarvextir verði greiddir frá öðru og fyrra tímamarki er sú að ekki þykir fært að lögbinda mismunandi vexti eftir því hvaða leið skattgreiðandi fer til að fá leiðréttingu mála sinna. Ágreining ur um skattskyldu eða fjárhæð skatts kann að vera leystur á ýmsum stigum innan skatt kerfisins, t.d. með því að ríkisskattstjóri breyti ákvörðun skattstjóra, og er samkvæmt frumvarpinu gert ráð fyrir því að greiddir verði vextir jafnháir hæstu vöxtum óbundinna sparireikninga í þeim tilvikum. Gjaldandi sem fær leiðréttingu sinna mála með ákvörð un ríkisskattstjóra yrði þannig verr settur en sá sem færi með mál sitt til yfirskattanefnd ar ef mismunandi reglur giltu í þessu efni um vexti. Hins vegar þykir ekki fært að við urkenna dráttarvexti sem almenna reglu þar sem slík ávöxtun býður heim þeirri hættu að gjaldandi greiði viljandi of mikið í þeim tilgangi að öðlast rétt til endurgreiðslu með dráttarvöxtum. Það er hins vegar ekki hætta á slíkri misnotkun með því að kveða á um dráttarvexti í þeim tilvikum þegar óeðlilegur dráttur verður á niðurstöðu máls fyrir yf irskattanefnd þar sem skattgreiðandi getur ekki haft áhrif á hraða málsmeðferðar hjá nefndinni. Rétt er að vekja athygli á því að frestir yfirskattanefndar til að kveða upp úr skurð í málum byrja ekki að líða fyrr en gagnaöflun gjaldanda og skattyfirvalda er lok ið. Í þessu sambandi má benda á niðurstöðu héraðsdóms í máli nr. 14742/1990. Með ferð máls þessa fyrir yfirskattanefnd tók fjögur ár og höfðaði gjaldandi mál til heimtu dráttarvaxta af þeirri fjárhæð sem yfirskattanefnd úrskurðaði að bæri að endurgreiða hon um. Þrátt fyrir þennan drátt kemst dómari að þeirri niðurstöðu að ekki sé um óhæfileg an drátt að ræða sem jafna megi til greiðsludráttar og hafnaði dráttarvaxtakröfu stefn anda.


Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Hér er lagt til að við 18. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda verði bætt nýrri málsgrein er kveði á um greiðslu verðbóta á endurgreiðslu staðgreiðslufjár samkvæmt úr skurði ríkisskattstjóri á grundvelli 1. eða 2. mgr. greinarinnar. Eins og fram kemur í almennum athugasemdum við frumvarpið á breyting þessi rót að rekja til álits umboðs manns Alþingis þar sem hann bendir á að mismunandi reglur gildi um verðbætur eftir því hvort staðgreiðslan er endurgreidd á grundvelli þessarar greinar eða eftir að álagningu skatta lýkur skv. 34. gr. laganna, sbr. 121. gr. laga nr. 75/1981. Samkvæmt ákvæði grein arinnar skal reikna út verðbætur miðað við vísitölu á miðju því tímabili sem ofgreiðsl an átti sér stað og þar til endurgreiðsla fer fram. Nauðsynlegt þykir að miða útreikning verðbóta við tiltekinn dag til að gera útreikninga endurgreiðslunnar einfaldari en vera mundi ef miðað væri við greiðslu verðbóta á hverja einstaka innborgun staðgreiðslu, auk þess sem verulegur vafi kynni að leika á því við hvaða tímamark ætti að miða ef ein ungis hluti staðgreiðslufjár er endurgreitt. Þessi aðferð er einnig í samræmi við endur greiðslu staðgreiðslufjár skv. 34. gr. laganna, sbr. 121. gr. laga 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, þar sem miðað er við lánskjaravísitölu á miðju staðgreiðsluári fram á mitt álagningarár. Með miðju tímabils er átt við miðju þess tímabils sem fyrsta og síðasta greiðsla staðgreiðslu var innt af hendi. Sem dæmi má nefna ef gjaldandi óskar eftir end urgreiðslu í nóvember á staðgreiðslu sem hann innti af hendi á tímabilinu 1. febrúar til 1. júní ætti útreikningur verðbóta að miðast við mismun á vísitölu 1. apríl og vísitölu end urgreiðsludags.

Um 2. gr.


    Hér eru lagðar til nokkrar breytingar á reglum um vexti af ofgreiðslu skatta sem end urgreiddir eru skv. 112. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt. Í a-lið greinar innar er lagt til að horfið verði frá því að miða vexti við vexti af almennum sparisjóðs innstæðum í Landsbanka Íslands og í þess stað miðað við hæstu vexti af óbundnum spari reikningum eins og þeir eru á hverjum tíma. Seðlabanki Íslands birtir upplýsingar um þessa vexti í Lögbirtingablaðinu einu sinni í mánuði, sbr. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 25/1987, og skal við þær auglýsingar miða. Vextir samkvæmt greininni eru þeir sömu og gert er ráð fyrir að almennt verði greiddir af ofgreiðslu skatta og gjalda samkvæmt frumvarpi um það efni sem lagt er fram samhliða þessu frumvarpi. Í almennum athugasemdum við frumvarp þetta er lýst þeim sjónarmiðum sem liggja að baki þessum vaxtabreytingum.
    Í b-lið greinarinnar eru gerðar breytingar á orðalagi í 3. málsl. 2. mgr. 112. gr. til sam ræmis við breytt efni 2. málsl. 2. mgr., sbr. a-lið greinarinnar.
    Í c-lið greinarinnar eru ákvæði um greiðslu dráttarvaxta. Um er að ræða undantekn ingu frá almennu reglunni um greiðslu vaxta jafnháum hæstu vöxtum óbundinna spari reikninga.     Í fyrri málsgrein c-liðar er fjallað um þau tilvik þegar óeðlilegur dráttur verð ur á niðurstöðu ágreiningsmáls fyrir yfirskattanefnd. Kæra til yfirskattanefndar frestar ekki innheimtu skatts og ber skattkrafa ríkissjóðs dráttarvexti skv. 1. mgr. 112. gr. óháð kæru til yfirskattanefndar. Hins vegar á skattgreiðandi samkvæmt núgildandi lögum aldrei rétt á hærri vöxtum en almennum sparisjóðsvöxtum þótt krafa hans um endurgreiðslu sé tekin til greina í úrskurði yfirskattanefndar eða í dómsmáli sem gjaldandi höfðar eftir að hafa tapað máli fyrir nefndinni. Hér er lagt til að greiddir verði dráttarvextir af endur greiðslufé fyrir tímabilið eftir að frestir yfirskattanefndar til að kveða upp úrskurð í máli eru liðnir. Fram að þeim tíma gildir almenna ákvæðið um greiðslu vaxta sem eru jafn háir hæstu vöxtum af óbundnum sparireikningum. Jafnframt er í næstu grein laganna kveðið á um það með skýrari hætti en nú er hverjir frestirnir eru. Í síðari málsgrein c-liðar er kveðið á um það að í öllum tilvikum sé heimilt að krefjast dráttarvaxta frá þeim tíma er dómsmál telst höfðað. Regla þessi er í samræmi við ákvæði vaxtalaga, nr. 25/1987, sem gerir ráð fyrir því að dráttarvexti megi í síðasta lagi reikna frá því tíma marki er dómsmál telst höfðað.

Um 3. gr.


    Í greininni felast tvær breytingar á lögum um yfirskattanefnd sem nauðsynlegar eru í tengslum við upptöku ákvæðis í c-lið 2. gr. um greiðslu dráttarvaxta eftir að frestir yfir skattanefndar til að kveða upp úrskurð eru liðnir.
    Í a-lið greinarinnar er lagt til að frestir til uppkvaðningar úrskurðar byrji aldrei að líða síðar en þegar ríkisskattstjóri hefði átt að vera búinn að skila umsögn og greinargerð málsins. Ótækt þykir að ríkisskattsjóri geti tafið mál fram yfir lögbundna fresti með því að skila ekki gögnum um málið og hafa með því einnig áhrif á rétt gjaldanda til greiðslu dráttarvaxta vegna tafanna.
    Í b-lið greinarinnar er kveðið á um ákveðin tímamörk vegna úrskurða yfirskattanefnd ar í flóknum og yfirgripsmiklum málum sem ákveðinn er sérstakur málflutningur í. Í núgildandi lögum eru engin ákveðin tímamörk vegna þessara mála en almenni frestur inn er þrír mánuðir, sbr. 1. mgr. 8. gr. laganna. Þykir hæfilegt að nefndin hafi helmingi lengri tíma til afgreiðslu þessara mála. Varðandi upphafstíma frests skulu gilda sömu regl ur og um almenna frestinn, sbr. 1. mgr. 8. gr.

Um 4. gr.


    Þar sem frumvarp þetta, ásamt frumvarpi um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda sem lagt er fram samhliða þessu frumvarpi, hefur að geyma nokkuð viðamiklar breyt ingar á núverandi framkvæmd þykir rétt að gefa nokkurn aðlögunartíma áður en lögin taka gildi. Því er í ákvæðinu kveðið á um að lög þessi öðlist ekki gildi fyrr en 1. janúar 1996. Miðað er við hvort ofgreiðslan hafi átt sér stað fyrir eða eftir gildistöku laganna. Lögin taka því ekki til ofgreiðslu sem greidd er fyrir gildistöku laganna þótt endur greiðslan fari fram á síðara tímamarki.