Ferill 408. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 408 . mál.


654. Tillaga til þingsályktunar



um breytingu á þingsályktun um flugmálaáætlun fyrir árin 1994–1997, nr. 114/1994.

(Lagt fyrir Alþingi á 118. löggjafarþingi 1994–95.)



    Alþingi ályktar að eftirtaldir liðir í flugmálaáætlun fyrir árið 1995 verði sem hér segir:

4.4.          Egilsstaðir.
              2. tölul. verður: Flugstöð          24 m.kr.
4.7.          Húsavík.
              6. tölul. fellur brott.
4.8.          Sauðárkrókur.
              7. tölul. fellur brott.
4.9.          Patreksfjörður.
              1. tölul. verður: Bundið slitlag          35 m.kr.
4.18.     Aðrir flugvellir og lendingarstaðir.
              1. tölul. verður: Óskipt          1 m.kr.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.


    Í fjárlögum fyrir árið 1995 er gert ráð fyrir að markaðir tekjustofnar flugmálaáætlunar, þ.e. flugvallagjald og eldsneytisgjald, verði notaðir til að fjármagna rekstur flugvalla jafnt sem framkvæmdir við flugvelli.
    Í samræmi við framanritað gerði flugráð, á 1.315. fundi sínum 25. janúar 1995, eftirfarandi tillögu um niðurskurð á framkvæmdaliðum flugmálaáætlunar:
4.4.          Egilsstaðir.
              2.    Flugstöð. Fjárveiting lækki um 6 m.kr., verði 24 m.kr.
4.7.          Húsavík.
              6.    Bílastæði og lóð. Fjárveiting 10 m.kr. skorin niður. Vegna hagstæðra útboða við framkvæmdir við lagningu bundins slitlags á síðasta ári var einnig unnt að ljúka þessum áfanga af fjárveitingu 1994.
4.8.          Sauðárkrókur.
              7.    Bílastæði og lóð. Fjárveiting 15 m.kr. skorin niður.
4.9          Patreksfjörður.
              1.    Bundið slitlag. Fjárveiting lækki um 5 m.kr., verði 35 m.kr.
4.18.     Aðrir flugvellir og lendingarbætur.
              1.    Óskipt. Fjárveiting lækki um 4 m.kr. verði 1 m.kr.
    Með hliðsjón af reynslu undanfarandi ára af útboðum vegna framkvæmda í flugmálum má vænta þess að hægt verði að ná meginmarkmiðum við lagningu bundins slitlags á Patreksfirði. Jafnframt verður unnt að ljúka næsta áfanga við flugstöð á Egilsstöðum en lokaáfangi frestast.



..........



    Á fylgiskjali með þingsályktunartillögu þessari var birt auglýsing um flugmálaáætl un árin 1994–1997; um hana vísast til auglýsingar á bls. 336–341 í A-deild Stjtíð. 1994.