Ferill 89. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 89 . mál.


724. Breytingartillaga



við frv. til l. um breyt. á l. um málflytjendur, nr. 61 4. júlí 1942, með síðari breytingum.

Frá allsherjarnefnd.



    Á ákvæði til bráðabirgða verði svofelldar breytingar:
     a .     Í stað ártalsins „1995“ í fyrri málslið komi: 1996.
     b .     Í stað ártalsins „1994“ tvívegis í síðari málslið komi: 1995.
     c .     Við ákvæðið bætist ný málsgrein er orðist svo:
                  Ákvæði b-liðar 3. gr. laga þessara skal eigi koma til framkvæmda fyrr en 1. janúar 1996.

Greinargerð.


    Frumvarp þetta var flutt óbreytt frá síðasta löggjafarþingi. Við afgreiðslu málsins í allsherj arnefnd láðist að leggja til breytingu á gildistöku í ákvæði til bráðabirgða en þær dagsetningar, sem þar eru nefndar, eru nú allar liðnar.
    Enn fremur er lagt til að gildistöku b-liðar 3. gr., sem gerir ráð fyrir að lögð verði niður sú skipan að úrskurðir stjórnar Lögmannafélagsins sæti kæru til Hæstaréttar, verði frestað til 1. janúar 1996.