Ferill 277. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 277 . mál.


730. Nefndarálit



um frv. til l. um listmenntun á háskólastigi.

Frá menntamálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið sem kveður á um listmenntun á háskólastigi á vegum sjálfstæðrar stofnunar er starfi á grundvelli samnings við menntamálaráðherra.
    Nefndin studdist í umfjöllun sinni við umsagnir frá Tónlistarskólanum í Reykjavík, Leiklist arskóla Reykjavíkur, Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Rithöfundasambandi Íslands, borgar stjórn Reykjavíkur, Tónlistarráði Íslands, Kennaraháskóla Íslands, Listdansskóla Íslands, Ís lensku óperunni, Söngskólanum í Reykjavík, Bandalagi íslenskra listamanna, Helgu Hjörvar, fyrrverandi skólastjóra Leiklistarskóla Íslands, Sambandi íslenskra myndlistarmanna, Félagi íslenskra leikara, Kennarasambandi Íslands, Háskólanum á Akureyri, Félagi leikstjóra á Íslandi, Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, Arkitektafélagi Íslands, Íslenska Arkitektaskólanum og nemendafélögum Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Tónlistarskóla Reykjavíkur.
    Umsagnir framangreindra aðila voru afar jákvæðar. Nefndin telur að tilkoma listaskóla á há skólastigi sé mikið framfaraspor og leggur til að frumvarpið verði samþykkt með svohljóðandi

BREYTINGU:



    Í stað orðsins „laga“ á eftir orðinu „framkvæmd“ í 3. gr. komi: reglugerðar.

    Ólafur Þ. Þórðarson og Petrína Baldursdóttir voru fjarstödd afgreiðslu málsins.

Alþingi, 21. febr. 1995.



    Sigríður A. Þórðardóttir,     Valgerður Sverrisdóttir.     Árni Johnsen.
    form., frsm.          

    Svavar Gestsson,     Björn Bjarnason.     Tómas Ingi Olrich.
    með fyrirvara.

Kristín Ástgeirsdóttir.