Ferill 219. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 219 . mál.


732. Breytingartillögur



við frv. til l. um skoðun kvikmynda og bann við ofbeldiskvikmyndum.

Frá menntamálanefnd.



     1 .     Við 1. gr. 4. mgr. orðist svo:
                  Ákvæði laga þessara taka ekki til frétta- og fræðsluefnis.
     2 .     Við 2. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
                   a .     1. mgr. orðist svo:
                            Menntamálaráðherra fer með yfirstjórn þeirra mála er lög þessi taka til. Ráðherra skipar sex manna nefnd til þriggja ára í senn þannig: Þrjá að fengnum tillögum félags málaráðherra, sbr. 1. mgr. 3. gr. laga um vernd barna og ungmenna, nr. 58/1992, einn að fengnum tillögum Félags kvikmyndagerðarmanna, einn að fengnum tillögum dóms málaráðherra og einn án tilnefningar. Menntamálaráðherra skipar einn úr hópi framan greindra forstöðumann og skal kveðið á um verksvið hans í reglugerð. Nefndin starfar undir heitinu Kvikmyndaskoðun.
                   b .     Í stað orðsins „kvikmyndaskoðunarnefndar“ í 2. mgr. og hvarvetna annars staðar í frumvarpinu komi í viðeigandi fallmyndum: Kvikmyndaskoðun.
                   c .     Í stað orðsins „nefndin“ í 2. mgr. komi: Kvikmyndaskoðun.
     3 .     Við 3. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
                   a .     Í stað orðsins „nefndin“ í 1. og 2. mgr. komi: hún.
                   b .     Í stað orðsins „nefndinni“ í 2. mgr. komi: Kvikmyndaskoðun.
                   c .     Á eftir orðinu „kvikmyndaskoðunarnefndar“ í 3. málsl. 4. mgr. komi: um efni kvikmynda.
     4 .     Við ákvæði til bráðabirgða. Síðari málsliður orðist svo: Menntamálaráðherra skipar skoðunarmenn og forstöðumann Kvikmyndaskoðunar frá og með sama tíma.