Ferill 308. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 308 . mál.


895. Nefndarálit



um till. til þál. um vegáætlun 1995–1998.

Frá minni hluta samgöngunefndar.



    Minni hluti samgöngunefndar gerir miklar athugasemdir við afgreiðslu meiri hlutans á veg áætlun fyrir árin 1995–1998.

Sérstakt framkvæmdaátak í vegagerð.


    Minni hlutinn telur að þörf sé á verulegu átaki í uppbyggingu samgöngumannvirkja á höfuð borgarsvæðinu. Að mati minni hlutans hefði verið eðlilegra við ríkjandi aðstæður að tiltaka ákveðna fjárhæð fyrir höfuðborgarsvæðið af því fé sem renna á til þessa sérstaka framkvæmda átaks í vegamálum en skipta því er eftir stóð milli kjördæma landsins eftir þeirri almennu skipti reglu sem Vegagerðin hefur beitt undanfarin ár. Þess í stað ákvað ríkisstjórnin að tillögu sam gönguráðherra að miða skiptingu fjármagns vegna þessa sérstaka átaks við íbúafjölda í kjör dæmum landsins, þó þannig að höfuðborgarsvæðið væri álitið sérstakt kjördæmi í þessum skiln ingi. Minni hlutinn harmar það að ekki hafi tekist samkomulag í nefndinni og við samgönguráð herra um farsælli lausn í málinu.
    Mikið hefur verið látið með þá fjárhæð, 3,5 milljarða kr., sem ríkisstjórnin segir að eigi að verja í þetta átak á næstu árum. Ef málið er skoðað kemur í ljós að þessi fjárhæð stenst engan veginn þar sem verið er að færa hluta af mörkuðum tekjustofnum til vegagerðar yfir í ríkissjóð sem lánar þá svo aftur út til sérstaks framkvæmdaátaks í vegamálum. Hinar raunverulegu auknu tekjur til vegagerðar eru því mun minni en framangreind fjárhæð segir til um.

Stórverkefnasjóður.


    Við umfjöllun um vegalögin í nefndinni í fyrra kom fram að gert yrði ráð fyrir áframhald andi ferjurekstri við Ísafjarðardjúp, sbr. ákvæði til bráðabirgða, og að lagt yrði fram fjármagn til uppbyggingar ferjubryggja í því sambandi. Það er dæmigert fyrir alla framgöngu ríkisstjórn arinnar á þessu kjörtímabili að nú, tæpu ári seinna, er lagt til að ferjurekstur þar verði nánast aflagður en í staðinn verði Djúpvegur gerður að stórverkefni. Minni hlutinn telur afar óeðlilegt að blanda saman þessum tveimur málum, þ.e. Djúpvegi annars vegar og ferjurekstri við Djúp hins vegar. Það eigi að vera ákvörðun heimamanna en ekki Vegagerðarinnar hvort þeir telja rök fyrir áframhaldandi rekstri á ferju eftir að átak hefur verið gert í vegamálum.

Hvalfjarðargöng.


    Verði af gerð jarðganga undir Hvalfjörð þarf 800 millj. kr. til lagningar tengivega að göng unum. Hvergi er gert ráð fyrir því fjármagni í vegáætlun þótt allar líkur séu á að hefjast verði handa við þær framkvæmdir þegar næsta haust.
    Samhliða áliti þessu leggur minni hluti nefndarinnar fram breytingartillögur við vegáætlun sem gerð er grein fyrir á sérstöku þingskjali.

Alþingi, 24. febr. 1995.



    Stefán Guðmundsson,     Jóhann Ársælsson.     Guðni Ágústsson.
    frsm.          

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.