Ferill 437. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 437 . mál.


904. Breytingartillaga



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, og lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu, opinberra gjalda, með síðari breytingum.

Frá Inga Birni Albertssyni.



    1. gr. orðist svo:
    Við 1. mgr. 1. tölul. A-liðar 7. gr. laganna bætist nýr málsliður er orðast svo: Reki vinnuveitandi bifreið gagngert til þess að flytja starfsmenn sína til og frá vinnu eða greiði gjald vegna ferða í og úr vinnu teljast hlunnindi starfsmanna af slíkum ferðum þó ekki til skattskyldra tekna.