Samningur milli Íslands og Færeyja um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum

15. fundur
Fimmtudaginn 08. júní 1995, kl. 17:37:23 (517)


[17:37]
     Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar) :
    Herra forseti. Aðeins vegna þess mats sem legið hefur af hálfu vísindamanna þá er rétt að taka fram að vísindamenn hafa ekki átt von á því að síldin taki upp sitt gamla göngumunstur á þessu ári. Af þeirra hálfu hafa ekki verið spár um það að svo yrði, það tæki lengri tíma. Nauðsynlegt er að það komi fram í umræðunni að það liggja ekki fyrir neinar spár af því tagi af hálfu þeirra.