Verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf

21. fundur
Þriðjudaginn 13. júní 1995, kl. 18:09:46 (794)


[18:09]
     Kristinn H. Gunnarsson (um fundarstjórn) :
    Virðulegi forseti. Þingfundir hafa staðið yfir nokkuð stíft síðustu daga, m.a. var þingfundur sl. laugardag og síðan í gærkvöldi fram undir miðnætti og augljóst að það stefnir í það að áform eru uppi hjá forseta að halda kvöldfund að nýju í kvöld. Ég tel nauðsynlegt að gefa svigrúm til að ræða um þinghaldið

næstu klukkustundirnar og vil mælast til þess við forseta að fljótlega verði gert hlé á þessum fundi þannig að það gefist tóm til þess að ræða saman um framhald þingstarfanna.