Stjórn fiskveiða

23. fundur
Miðvikudaginn 14. júní 1995, kl. 23:59:49 (907)

[23:59]
     Sighvatur Björgvinsson :
    Virðulegur forseti. Þetta er tilraun til að tryggja að þó að sóknardagar smábátaflotans verði skertir úr 136 dögum í 86 daga, ef tillögur stjórnarmeirihlutans ná fram að ganga, eigi menn möguleika á því að ná sama afla á næsta fiskveiðiári og þeir hafa náð eða munu ná á því fiskveiðiári sem nú er senn að ljúka. Þetta er sú tillaga sem hv. þm. Einar Oddur Kristjánsson bað Össur Skarphéðinsson að standa með sér að og semja fyrir sína hönd. Ég segi já.