Frumvarp til lyfjalaga

27. fundur
Fimmtudaginn 15. júní 1995, kl. 19:30:32 (1016)

[19:30]
     Viðskiptaráðherra (Finnur Ingólfsson) :
    Herra forseti. Nú líður að lokum þessa þings og ég sé það á dagskrá þeirri sem nú hefur verið dreift að ekki er gert ráð fyrir að taka fyrir frv. til laga um breytingu á lyfjalögum, nr. 93/1994, með síðari breytingum. Ég geri mér grein fyrir að það er ekki fullkomið samkomulag um þetta mál, en til þess að það sé skýrt og enginn þurfi að velkjast í vafa um það hefur ríkisstjórnin ákveðið að endurflytja frv. strax í upphafi haustþings og þar með að fresta gildistökuákvæðum lyfjalaganna sem taka áttu gildi 15. nóvember nk.
    Ég vildi að þetta kæmi fram þannig að það sé öllum ljóst að það er óbreytt áætlun ríkisstjórnarinnar að fresta gildistöku málsins.