Þingfrestun

29. fundur
Fimmtudaginn 15. júní 1995, kl. 20:48:49 (1052)


[20:48]
     Svavar Gestsson :
    Virðulegi forseti. Ég vil fyrir hönd okkar þingmanna þakka góð orð forseta í okkar garð og þakka forseta fyrir góða fundarstjórn, gott samstarf og skörulega forustu á þessu stutta þingi. Ég tek undir þau orð sem hann hefur látið falla í fjölmiðlum að þetta hefur verið málefnalegt þing sem við höfum haldið núna á undanförnum vikum.
    Ég vil einnig taka undir orð hans með þakkir til skrifstofustjóra Alþingis og starfsmanna Alþingis og ég vil óska forseta og fjölskyldu hans gleðilegs sumars og bið þingmenn að rísa á fætur til að taka undir þær óskir mínar. --- [Þingmenn risu úr sætum.]