Verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf

4. fundur
Mánudaginn 22. maí 1995, kl. 19:00:32 (143)


[19:00]
     Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég man eftir þessari ræðu, hún var ágæt eins og svo margar ræður sem fyrrv. þingmaður Jón Helgason flutti hér. Það er algjör misskilningur hjá hv. þm. Ólafi Ragnari Grímssyni að mér þyki ekki gaman að svara honum. En ég veit að hann fær aldrei nóg af svörunum. Og af því að hv. þm. sagði hér áðan að það væri mikilvægt að þingnefndir fengju þetta mál til umfjöllunar þá er ég honum alveg hjartanlega sammála og það er auðvitað mikilvægast í þessu máli að menn hætti að ræða þau hér og sendi þau inn til þingnefndanna til þess að þingnefndirnar hafi tækifæri til að vinna þetta mál vel.