Ferill 4. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
119. löggjafarþing. – 4 . mál.


4. Frumvarp til laga



um gjald af áfengi.

(Lagt fyrir Alþingi á 119. löggjafarþingi 1995.)



1. gr.

    Greiða skal til ríkissjóðs sérstakt gjald, áfengisgjald, af áfengi samkvæmt lögum þess um.
    Áfengi samkvæmt lögum þessum telst hver sá vökvi sem í er meira en 2,25% af vínanda að rúmmáli. Áfengismagn og áfengisinnihald skal ákveða við 20°C.

2. gr.


    Gjaldskyldir samkvæmt lögum þessum eru allir þeir sem flytja inn eða framleiða áfengi hér á landi til sölu eða vinnslu.
    Gjaldskyldir eru enn fremur þeir sem flytja með sér til landsins áfengi til eigin nota, svo og þeir sem fá sent áfengi erlendis frá án þess að það sé til sölu eða vinnslu.

3. gr.


    Gjald þeirra sem gjaldskyldir eru skv. 1. mgr. 2. gr. skal vera 58,10 kr. á hvern sentilítra af vínanda umfram 2,25 sentilítra í hverjum lítra áfengis.
    

4. gr.


    Af innflutningi þeirra sem gjaldskyldir eru skv. 2. mgr. 2. gr. skal greiða gjald sem hér segir af hverjum lítra hins áfenga drykkjar:
    Öl með allt að 15% af hreinum vínanda að rúmmáli       300 kr.
    Vín með allt að 15% af hreinum vínanda að rúmmáli            600 kr.
    Aðrir áfengir drykkir:
—    með 22% af hreinum vínanda að rúmmáli eða minna          1.200 kr.
—    með yfir 22% til og með 32% af hreinum vínanda að rúmmáli          1.800 kr.
—    með yfir 32% til og með 40% af hreinum vínanda að rúmmáli          2.400 kr.
—    með yfir 40% til og með 50% af hreinum vínanda að rúmmáli          3.000 kr.
—    með yfir 50% til og með 60% af hreinum vínanda að rúmmáli          3.600 kr.
—    með yfir 60% af hreinum vínanda að rúmmáli          7.000 kr.
    

5. gr.


    Þeir sem eru gjaldskyldir skv. 1. mgr. 2. gr. skulu ótilkvaddir senda tilkynningu um starfsemi sína til skattstjóra þar sem þeir eru heimilisfastir. Þeir sem hefja gjaldskylda starfsemi skulu senda tilkynningu áður en starfsemin hefst.
    Í tilkynningu skal tilgreina nafn, firmanafn, heimili og kennitölu rekstraraðila og hvers konar framleiðslu eða innflutning sé um að ræða.
    Skattstjórar skulu hver í sínu umdæmi halda skrár yfir alla þá sem sem eru gjaldskyldir skv. 1. mgr. 2. gr. laga þessara.
    Fjármálaráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um upplýsingaskyldu þeirra sem eru gjaldskyldir skv. 1. mgr. 2. gr., svo og skyldu þeirra til að halda framleiðslu- og birgðabókhald.

6. gr.


    Gjald af innfluttu áfengi skal greitt við tollafgreiðslu þess. Fjármálaráðherra er heimilt með reglugerð að veita gjaldfrest á áfengisgjaldi við innflutning í allt að tvær vikur enda séu settar fullnægjandi tryggingar.
    Af áfengi, sem framleitt er innan lands til sölu þar, reiknast gjald við sölu eða af hendingu vörunnar frá verksmiðju eða framleiðanda til kaupanda og skiptir ekki máli hvenær eða með hvaða hætti greiðsla fer fram.
    Þeir sem skyldir eru til að innheimta gjald skv. 1. mgr. skulu ótilkvaddir greiða innheimtumanni ríkissjóðs í umdæmi því þar sem þeir eru heimilisfastir áfengisgjald sem þeim ber að standa skil á. Greiðslu skal fylgja skýrsla á þar til gerðu eyðublaði um hina gjaldskyldu sölu.
    Hvert uppgjörstímabil vegna gjaldskyldrar innlendrar framleiðslu er tvær vikur. Gjaldagi er annar virkur dagur eftir lok uppgjörstímabils.
    Fjármálaráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um innheimtu áfeng isgjalds, þar á meðal um tryggingar fyrir skilum á gjaldi skv. 1. og 2. mgr.

7. gr.


    Fjármálaráðherra er heimilt með reglugerð að ákveða að áfengisgjald skuli fellt nið ur eða endurgreitt í eftirtöldum tilvikum:
     1.     Við sölu áfengis úr landi.
     2.     Við innflutning og sölu á áfengi til fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli.
     3.     Við innflutning og sölu á áfengi til aðila sem njóta skattfrelsis hér á landi sam kvæmt alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að og aðila sem ríkisstjórn ákveð ur.
     4.     Við innflutning og sölu á áfengi til framleiðslu á vörum sem eru gjaldskyldar sam kvæmt lögum þessum til framleiðenda sem hafa leyfi til að selja áfengi skv. 3. tölul. 1. mgr. 11. gr. áfengislaga.
     5.     Af áfengi að tilteknu hámarki sem ferðamenn og farmenn hafa með sér inn í land ið til eigin nota.
    Fjármálaráðherra er heimilt að lækka gjald á áfengi sem flutt er inn eða selt til toll frjálsra verslana og tollfrjálsra forðageymslna, svo og lækna og lyfsala vegna áfeng is sem talið er upp í lyfjaskrá og selt er sem lyf, sbr. 7. tölul. 1. mgr. 11. gr. áfeng islaga, og áfengis sem selt er skv. 8. tölul. 1. mgr. 11. gr. sömu laga svo og að end urgreiða gjald sem áður hafði verið innheimt af áfengi, sem ráðstafað er samkvæmt þessari grein eða er endursent úr landi.

8. gr.


    Áfengisgjald skv. 3. og 4. gr. er grunngjald sem fjármálaráðherra er heimilt með reglugerð að víkja frá um allt að 5% til hækkunar eða lækkunar.

9. gr.


    Að því leyti sem eigi er ákveðið í lögum þessum um gjaldskyldu, gjaldfrelsi, úr skurð um flokkun til gjaldskyldu, álagningu, innheimtu, lögvernd, sektir, viðurlög, refs ingar og aðra framkvæmd varðandi gjald af innfluttu áfengi samkvæmt lögum þess um skulu gilda eftir því sem við getur átt ákvæði tollalaga.
    Að því leyti sem ekki eru ákvæði í lögum þessum um álagningu, innheimtu, til högun bókhalds, framtöl, eftirlit, stöðvun atvinnurekstrar, viðurlög, sektir, refsingar og aðra framkvæmd varðandi gjald samkvæmt lögum þessum af áfengi, sem er framleitt eða unnið að einhverju leyti hér á landi, skulu gilda eftir því sem við getur átt ákvæði laga um virðisaukaskatt og ákvæði reglugerða og annarra fyrirmæla settra samkvæmt þeim lögum, svo og ákvæði laga um vörugjald.
    

10. gr.


    Ráðherra er heimilt að setja með reglugerð nánari fyrirmæli um framkvæmd laga þessara.

11. gr.


    Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1995.
    

Ákvæði til bráðabirgða.


    Greiða skal áfengisgjald samkvæmt lögum þessum af framleiðslubirgðum og ótollafgreiddum innflutningsvörum 1. júlí 1995.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Frumvarp þetta er í meginatriðum samhljóða frumvarpi sem lagt var fram á síð asta þingi en ekki tókst að afgreiða fyrir þinglok. Það frumvarp hafði þó verið af greitt af efnahags- og viðskiptanefnd þar sem meiri hluti nefndarinnar mælti með sam þykkt þess.
    Með frumvarpi þessu er lagt til að tekið verði upp nýtt gjald er leggja skal á allt áfengi. Gjaldinu er ætlað að koma í stað vínandagjalds af áfengi og er eins og það föst krónutala á hreinan vínanda í áfengi umfram tiltekið mark. Þessi breyting kemur í kjöl far afnáms á einkaleyfi ÁTVR til innflutnings á áfengi. Þessi breyting er aðlögun að þeim viðskiptaháttum sem tíðkast í nágrannaríkjum okkar og liður í að uppfylla þær skuldbindingar sem gerðar hafa verið í milliríkjasamningum.
    Við núverandi aðstæður er talið eðlilegra og einfaldara fyrir ríkið að afla þeirra tekna af áfengissölu, sem taldar eru æskilegar á hverjum tíma, með því að leggja skatt á innflutning þess og framleiðslu í stað þess að fá tekjurnar sem hagnað af starfsemi einkasöluaðila.
    Meginhluti af tekjum ríkissjóðs vegna sölu áfengis er sá hluti álagningar ÁTVR sem kallaður hefur verið vínandagjald. Gjaldið er föst krónutala á hvert prósentustig af vín anda að rúmmáli sem er umfram 2,25%. ÁTVR hefur auk þess verðtengdan álagn ingarþátt sem til þessa hefur skilað tekjum er nægt hafa til að standa undir heildsölu- og smásölukostnaði við dreifingu og sölu áfengis.
    Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að tekna ríkissjóðs af sölu áfengis verði fyrst og fremst aflað með gjaldi á áfengi á sama hátt og tíðkast um ýmsar vörur, sem bera vörugjald. Gert er ráð fyrir að þetta gjald, líkt og vínandagjaldið nú, verði föst krónu tala á hvern sentilítra af vínanda sem er umfram 2,25 sentilítra í hverjum lítra áfeng is. Eftir þessa breytingu mun ÁTVR verða með álagningu á áfengissölu sem standa á straum af kostnaði fyrirtækisins og skila hæfilegum arði af því og fjárfestingum þess. Ekki er gert ráð fyrir að settar verði reglur um heildsölu- og smásöluálagningu ÁTVR fremur en annarra sem annast sölu áfengis. Áfengi verður áfram virðisaukaskattsskylt.
    Ekki er gert ráð fyrir að breytingar þessar leiði til breytinga á meðalverði áfeng is hjá ÁTVR. Eðlilegt er að álagning ÁTVR byggist hér eftir á almennum rekstrar- og hagnaðarsjónarmiðum og ráðist m.a. af þeim kostnaði sem verslunin hefur af viðkom andi vöru. Má því gera ráð fyrir að breyttar álagningarreglur ÁTVR leiði til einhverra breytinga á verðhlutföllum.
    Breytingarnar, sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu, munu hafa talsverð áhrif á starf semi ÁTVR. Hlutverk ÁTVR sem innheimtuaðila á gjöldum ríkissjóðs verður afnumið. Meginhluti tekna ríkissjóðs af sölu áfengis verður innheimtur af öðrum innheimtuað ilum. Greiðslur ÁTVR til ríkissjóðs verða eingöngu í formi arðgreiðslna af reglulegri starfsemi.     Tekjur ríkissjóðs í milljónum króna af áfengissölu á árinu 1994 voru sem hér segir:
    Innkaupsverð ÁTVR á áfengi     1.315
    Vínandaskattur     4.100
    Álagning            610
    Heildartekjur     6.025
    Frá dregst:
              Innkaupsverð ÁTVR á áfengi     1.315
              Rekstrarkostnaður       400
    Hagnaður          4.310
    Gert er ráð fyrir að það gjald sem ríkissjóður leggur á áfengi verði 58,10 kr. á hvern sentilítra af vínanda sem er umfram 2,25 sentilítra í hverjum lítra áfengis. Þeg ar um er að ræða innflutning einstaklinga til eigin nota er gert ráð fyrir að gjaldtak an verði nokkuð einfaldari og þá miðuð við tiltekið gjald á áfengislítra, mismunandi eft ir tegundum og styrkleika.
    Miðað við sölu síðasta árs mundi áfengisgjald skila um 4.100 millj. kr. til ríkis sjóðs. Um 20% af sölu ÁTVR er nú til veitingahúsa. Í kjölfar frjáls innflutnings mun væntanlega draga úr sölu ÁTVR til veitingahúsa. Sé gert ráð fyrir að helmingur henn ar færist til einkaaðila og heildsöluálagning ÁTVR verði helmingur heildarálagning ar hennar má lauslega áætla breyttar tekjur ÁTVR og ríkissjóðs í milljónum króna þannig:
    Innkaupsverð ÁTVR á áfengi     1.185
    Álagning            550
    Heildartekjur     1.735
    Frá dregst:
              Innkaupsverð ÁTVR á áfengi     1.185
              Rekstrarkostnaður       390
    Hagnaður ÁTVR       160
    Áfengisgjald af framleiðslu og innflutningi     4.100
    Hagnaður ÁTVR og áfengisgjald samtals     4.260
    Samkvæmt framangreindu má því áætla að beinar tekjur ríkisins af áfengissölu lækki um u.þ.b. 50 millj. kr. Á móti þeirri lækkun ættu að koma nokkuð auknar tekj ur af framleiðslu- og innflutningsstarfsemi einkaaðila. Í heild er því gert ráð fyrir að breyting sú, sem lögð er til í þessu frumvarpi, hafi ekki teljanleg áhrif á tekjur rík issjóðs.
    Með vísan til þessa er í frumvarpi þessu gert ráð fyrir að frá og með 1. júlí 1995 afli ríkissjóður tekna af sölu áfengis með sérstöku gjaldi, áfengisgjaldi, sem leggst á allt innflutt áfengi, svo og innlenda áfengisframleiðslu. Um leið leggst niður vínanda gjald á áfengi.
    Að öðru leyti vísast nánar til athugasemda við einstakar greinar hér á eftir.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Í þessari grein er lagt til að gjald á áfengi verði lögbundið í stað þess að vera háð ákvörðun fjármálaráðherra á hverjum tíma eins og nú er.
    Gert er ráð fyrir að áfengisgjald verði með sama hætti og vörugjald, sbr. lög nr. 97/1987, með síðari breytingum, að öðru leyti en því að áfengisgjald verður magn gjald, þ.e. visst gjald á hvern sentilítra af hreinum vínanda, en vörugjaldið er verð gjald, þ.e. er lagt á tiltekið verð vöru. Innflutningur áfengis og innlend framleiðsla verða gjaldskyld með sama hætti.

         

Um 2. gr.


    Í grein þessari er kveðið á um hverjir skuli gjaldskyldir, þ.e. hverjum beri að greiða gjaldið til ríkissjóðs. Eru það annars vegar þeir sem eru með atvinnustarfsemi, þ.e. flytja inn áfengi til endursölu hér á landi eða stunda framleiðslu hér á landi. Hins veg ar verða gjaldskyldir þeir sem flytja áfengi með sér inn í landið til eigin nota eða fá það sent erlendis frá án þess að það sé ætlað til sölu eða vinnslu. Getur þar verið um að ræða ferðamenn og farmenn sem heimild hafa til að taka með sér áfengi til lands ins til eigin nota og einstaklinga sem fá áfengi sent í sama skyni sem gjöf eða gegn endurgjaldi.

    

Um 3. gr.


    Í greininni er kveðið á um fjárhæð þess áfengisgjalds sem þeir skulu greiða sem flytja inn eða framleiða áfengi til sölu hjá þeim aðilum sem rétt hafa til að stunda smásölu á áfengi, þ.e. ÁTVR og veitingahús með vínveitingaleyfi. Gjaldið er ákveð ið 58,10 kr. á hvern sentilítra af hreinum vínanda umfram 2,25% af vínanda í áfeng inu. Fjárhæð þessi er hin sama og sá „vínandaskattur“ sem nú er hluti af álagningar reglum ÁTVR.

    

Um 4. gr.


    Í greininni er kveðið á um gjald á það áfengi sem einstaklingar flytja til landsins til eigin nota í samræmi við heimild í áfengislögum, sbr. 2. mgr. 2. gr. Gjald þetta kemur í stað svokallaðs einkaleyfisgjalds sem nú er lagt á innflutning einstaklinga ef hann er umfram það sem ferðamönnum og farmönnum er heimilt að taka með sér án gjalds. Einkaleyfisgjaldið er einnig lagt á áfengi sem einstaklingar fá sent með pósti eða öðrum hætti og þeir fá afhent með heimild ÁTVR.
    Auk áfengisgjaldsins greiðist virðisaukaskattur af verði vörunnar að gjaldinu með töldu.

    

Um 5. gr.


    Í greininni er kveðið á um skyldu gjaldskyldra aðila til að tilkynna starfsemi sína til skattstjóra sem halda eiga skrár yfir framleiðsluaðila og þá sem flytja inn áfengi til endursölu. Þá er gert ráð fyrir að í reglugerð verði sett ákvæði um birgðabókhald gjaldskyldra aðila sem nauðsynlegt er til að tryggja eftirlit með skattskilum.

    

Um 6. gr.


    Í grein þessari er fjallað um innheimtu áfengisgjalds. Er gert ráð fyrir að gjald af innflutningi verði greitt við tollafgreiðslu og að gjald af innlendri framleiðslu verði greitt miðað við afhendingu frá framleiðanda á tveggja vikna fresti. Er gert ráð fyr ir að í reglugerð verði kveðið nánar á um innheimtuna.
    Óhjákvæmilegt er að innheimta áfengisgjaldsins sé svo að segja án gjaldfrests. Ástæðan er m.a. sú að um er að ræða mikla hagsmuni ríkissjóðs. Gjaldið á að skila ríkissjóði rúmlega 4 milljörðum króna á ári, þannig að hver mánuður í greiðslufresti þýðir að um 300 millj. kr. vörslufé yrði í höndum seljenda. Í því felst annars vegar vaxtatap fyrir ríkissjóð og hins vegar áhætta vegna vanskila, gjaldþrota o.fl.
    Reiknað er með að innflytjendur eigi þess kost að geyma vöru sína í tollvöru geymslu og leysa hana út eftir því sem kaupendur, þ.e. ÁTVR og veitingahúsin, taka hana til sín og greiða hana.
    Það fyrirkomulag, sem hér um ræðir, er áþekkt því sem er í hliðstæðum tilvikum meðal Evrópusambandsríkja þar sem viðskipti með sérskattavörur eins og áfengi og tó bak fara fram um lokað vöruhúsakerfi. Skattur í hverju landi er yfirleitt gjaldfelldur við töku vörunnar út úr slíku húsi. Í sænsku lagafrumvarpi um áfengisskatt, sem ný lega var lagt fram, er einnig gert ráð fyrir þessu fyrirkomulagi á innheimtu skattsins.

Um 7. gr.


    Í grein þessari er opnað fyrir þann möguleika að tiltekin sala áfengis verði gjald frjáls. Er þar ekki um breytingu að ræða frá því sem nú er. Í greininni er einnig kveð ið á um heimild til fjármálaráðherra til að lækka gjaldið vegna sölu til tollfrjálsra versl ana og forðageymslna. Er þá haft í huga að samræmi verði milli tekna ríkissjóðs af áfengissölu í fríhöfnum hvort sem þær eru reknar fyrir reikning ríkissjóðs eða ekki. Einnig verður samkvæmt greininni heimilt að lækka gjald á áfengi sem selt er til lyfja gerðar og ætlað er til lækninga. Þá er gert ráð fyrir að heimilt verði að endurgreiða áður innheimt gjald af áfengi sé því síðar ráðstafað til gjaldfrjálsra aðila eða endur sent úr landi.

Um 8. gr.


    Í greininni er lagt til að fjármálaráðherra verði heimilt að hækka eða lækka áfeng isgjald um allt að 5%. Talið er heppilegt að ráðherra hafi nokkurt svigrúm til þess að bregðast við óvæntum breytingum á verðlagi t.d. vegna gengisbreytinga. Auk þess er heppilegt að hækkun á gjaldinu geti komið án fyrirvara til þess að koma í veg fyrir kaupæði í tengslum við breytingar á skattlagningu áfengis. Þegar ráðherra hefur full nýtt þá heimild sem felst í þessari grein, hvort sem um er að ræða til hækkunar eða lækkunar, verður að fá heimild löggjafans til þess að auka eða draga úr skattlagningu á áfengi.

Um 9. gr.


     Með þessari grein er kveðið á um að um innheimtu áfengisgjalds samkvæmt lög um þessum skuli eftir því sem við getur átt gilda sömu reglur og gilda samkvæmt tolla lögum, nr. 55/1987, með síðari breytingum, lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, með síðari breytingum, og lögum um vörugjald, nr. 97/1987, með síðari breytingum.


Um 10. gr.


    Í þessari grein er lagt til að ráðherra gefi nánari fyrirmæli um framkvæmd laga þessara á sama hátt og tíðkast varðandi vörugjald samkvæmt lögum nr. 97/1987.

Um 11. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringar.

Um ákvæði til bráðabirgða.


    Rétt þykir að taka af tvímæli um gjaldskyldu áfengisbirgða innlendra framleiðenda og ótollafgreiddrar vöru innflytjenda við gildistöku áfengisgjaldsins.



Fylgiskjal.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:

Umsögn um frumvarp til laga um gjald á áfengi.


    Með frumvarpi þessu verður í kjölfar afnáms á einkarétti ríkisins til innflutnings á áfengi tekið upp nýtt gjald sem lagt verður á áfengi. Gjaldinu er ætlað að koma í stað vínandagjalds af áfengi og er föst krónutala á hreinan vínanda í áfengi umfram til tekið mark. Með þessari breytingu verður gjaldið lögbundið í stað þess að vera háð ákvörðun fjármálaráðherra á hverjum tíma líkt og nú er. Gjaldið verður grunngjald sem fjármálaráðherra verður heimilt með reglugerð að víkja frá um allt að 5% til hækk unar eða lækkunar. Gjaldið leggst bæði á innlenda framleiðslu og innflutning áfengis.
    Einnig er í frumvarpinu gert ráð fyrir breytingum á fyrirkomulagi við innheimtu áfengisgjaldsins. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins sá um innheimtu vínandagjalds ins fyrir ríkið og var því skilað til ríkissjóðs í formi hagnaðar af rekstri. Samkvæmt þessu frumvarpi munu innheimtumenn ríkissjóðs sjá um innheimtu á nýja gjaldinu. Eft ir því sem við á munu reglur um vörugjald samkvæmt lögum nr. 97/1987 gilda um inn heimtu áfengisgjalds. Áætlað er að gjaldið geti skilað um 4,1 milljarði króna til rík issjóðs.
    Samhliða þessu frumvarpi verða flutt tvö önnur frumvörp þar sem gerðar eru breyt ingar á áfengislögum, nr. 82/1969, og lögum nr. 63/1969, um verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf. Í þeim frumvörpum eru gerðar þær breytingar sem fela í sér af nám á einkarétti ríkisins til innflutnings á áfengi.
    Ekki er gert ráð fyrir að frumvarp þetta hafi í för með sér aukinn kostnað fyrir rík issjóð. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs af nýja gjaldinu verði þær sömu og vínandagjaldið skilaði. Áætlað er að beinar tekjur ríkissjóðs lækki um u.þ.b. 50 m.kr. Á móti þeirri lækkun ættu að koma nokkuð auknar tekjur af fram leiðslu- og innflutningsstarfsemi einkaaðila. Í heild er því gert ráð fyrir að breyting sú sem lögð er fram í frumvarpi þessu hafi ekki teljanleg áhrif á tekjur ríkissjóðs.