Umgengni um nytjastofna sjávar

Þriðjudaginn 30. janúar 1996, kl. 16:28:04 (2549)

1996-01-30 16:28:04# 120. lþ. 79.1 fundur 249. mál: #A umgengni um nytjastofna sjávar# frv. 57/1996, sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 79. fundur


[16:28]

Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar):

Herra forseti. Aðalatriðið er að við erum sammála um að koma í veg fyrir umframveiðina, koma í veg fyrir frákastið og frv., sem við erum að ræða, er viðurkenning á því að það er við alvarlegan vanda að glíma í því efni. En við ætlum okkur að koma í veg fyrir þennan vanda. Við ætlum okkur ekki að líða frákast, við ætlum okkur ekki að líða umframafla og ætlum okkur ekki að líða að það verði landað fram hjá vigt. Með öðrum orðum, við megum ekki tala um lausnir á þessum vanda sem fela í sér viðurkenningu á því að við veiðum umfram það sem skynsamlegt er.