Sérstakur ákærandi í efnahagsbrotum

Mánudaginn 05. febrúar 1996, kl. 15:43:37 (2708)

1996-02-05 15:43:37# 120. lþ. 83.12 fundur 180. mál: #A sérstakur ákærandi í efnahagsbrotum# þál., Flm. JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur


[15:43]

Flm. (Jóhanna Sigurðardóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er alveg ljóst af máli hæstv. dómsmrh. að hæstv. ráðherra er með í undirbúningi mjög umfangsmiklar kerfisbreytingar í þessu efni sem ég tel fulla ástæðu til að fagna mjög. Nú er þetta mál komið inn í þingið og fer væntanlega til umfjöllunar í allshn. Þess vegna vil ég leyfa mér að spyrja hæstv. ráðherra að því hvenær megi vænta þess að slíkt frv. sjái dagsins ljós á þingi. Þá er ég sérstaklega með það í huga, hvort hægt væri að fjalla um bæði málin samtímis, þ.e. málið sem hér er til umræðu og þær skipulagsbreytingar sem ráðherrann er með og hyggst flytja fyrir Alþingi vegna þess að það er ljóst að efni þessara mála falla mjög saman og væri til hægðarauka fyrir nefndina að geta fjallað um þau samtímis.