Virðisaukaskattur

Þriðjudaginn 06. febrúar 1996, kl. 16:15:38 (2754)

1996-02-06 16:15:38# 120. lþ. 84.11 fundur 272. mál: #A virðisaukaskattur# (trygging fyrir endurgreiðslu skatts) frv., MF
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur


[16:15]

Margrét Frímannsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég fagna því frv. sem hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir hefur lagt fram, reyndar í annað sinn. Þó að ég sé ekki endilega sannfærð um það hvaða leiðir eru vænlegastar til þess að taka á svikum varðandi virðisaukaskattinn, þá er hér a.m.k. vissulega tilraun til að fá þessi mál rædd. Það er ljóst að það er um veruleg skattsvik að ræða varðandi skil á virðisaukaskatti og eins á innskatti virðisauka. Þetta vandamál er þekkt úr flestum skattumdæmum landsins og það þarf nauðsynlegt að taka á því. Þar sem ríkisstjórnin hefur hvorki hreyft legg né lið, sérstaklega í ljósi þeirra dóma sem hafa fallið undanfarið, þá fagna ég frv. sem hér er á ferðinni.