Fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri

Fimmtudaginn 15. febrúar 1996, kl. 18:22:19 (3105)

1996-02-15 18:22:19# 120. lþ. 91.3 fundur 254. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (EES-reglur, fiskveiðar og fiskvinnsla) frv. 46/1996, 242. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (sjávarútvegsfyrirtæki) frv., 307. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (sjávarútvegsfyrirtæki) frv., HG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur


[18:22]

Hjörleifur Guttormsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Það var auðvitað svo sem mig vænti að hv. þm. kann ekki að skammast sín. Það liggur fyrir að hann sagði hér fyrr í dag í þessari umræðu að ástæðan fyrir því að alþýðubandalagsmenn hefðu ekki beitt sér með þessum eða öðrum hætti væri kannski sú að það væri um að ræða óbeina erlenda eignaraðild hjá tilteknu fyrirtæki austur í Neskaupstað. Það er þetta sem eru svigurmælin.