Póstur og sími

Mánudaginn 26. febrúar 1996, kl. 15:32:20 (3248)

1996-02-26 15:32:20# 120. lþ. 95.1 fundur 202#B póstur og sími# (óundirbúin fsp.), ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 95. fundur

[15:32]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Fram hefur verið lagt á þingi frv. til laga um stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar, frv. sem á að ræða á þingi á morgun. Þegar frv. var kynnt í málgagni annars stjórnarflokksins á laugardaginn var undir fyrirsögninni: ,,Einkavæðing Pósts og síma á borðum þingmanna. Frumvarp um einkavæðingu Póst- og símamálastofnunarinnar er nú komið á borð þingmanna`` o.s.frv.

Ég tel mjög mikilvægt að það komi fram hjá samgrh. hvort það standi til í framhaldi af breytingu á rekstrarformi Pósts og síma að Póst- og símamálastofnunin verði einkavædd. Það er mjög mikilvægt vegna þess að það mun hafa afgerandi áhrif á afstöðu margra til frumvarpsins hvort hér verður um einkavæðingu að ræða eða ekki.