Stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar

Þriðjudaginn 27. febrúar 1996, kl. 13:55:28 (3262)

1996-02-27 13:55:28# 120. lþ. 96.1 fundur 331. mál: #A stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar# frv. 103/1996, GÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur

[13:55]

Guðni Ágústsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Mér finnst svör ráðherra vera á þann veg að honum sé það kappsmál að komast undan hæstv. fjmrh. Það get ég að vísu skilið en ég hélt að Póstur og sími aflaði allra sinna tekna sjálfur og væri ekki beint hér á fjárlögum hjá ríkinu. Þetta er sterk stofnun sem rekur sig sjálf án styrkja.

Ég vil spyrja hæstv. ráðherra um annað atriði. Þó ég sé ekki mikið fyrir að ,,háeffa`` fyrirtæki þá virðast vera ýmsar aðrar leiðir. Nú eru Danir meiri bisnessmenn en flestir aðrir í veröldinni. Mér skilst hæstv. samgrh. að þeir fari ekki þá leið sem við erum að fara. Var danska leiðin skoðuð?