Stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar

Þriðjudaginn 27. febrúar 1996, kl. 17:23:14 (3313)

1996-02-27 17:23:14# 120. lþ. 96.1 fundur 331. mál: #A stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar# frv. 103/1996, ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur

[17:23]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Mér þótti leitt að sjá það á svip hv. þm. Árna M. Mathiesen að það var eins og hann væri undrandi á því að ég væri ekki andstæður hlutafélagsforminu. Hann ætti að þekkja mig nægilega vel til að vita að mér er það ekki mjög andsnúið. Hitt ætti hann líka að vita af löngum kynnum við mig að ég kann alltaf að lúta yfirvaldi og þess vegna lýt ég varaformanni Alþfl., hv. þm. Guðmundi Árna Stefánssyni, jafnan í auðmýkt ef aðstæður krefjast þess. Hins vegar þegar hv. þm. Árni M. Mathiesen kom hingað í þennan stól í dag til að krefja hv. þm. Guðmund Árna Stefánsson um afstöðu hans þá kom það alveg skýrt fram hjá hv. þm. Guðmundi Árna Stefánssyni ekki einu sinni, heldur tvisvar, hver afstaða hans var. Ég ætla einungis að ítreka það sem voru lokaorð hv. þm. Guðmundar Árna Stefánssonar. Ef skilningarvit hv. þm. Árna M. Mathiesen eru svona lakleg í dag þá mun ég gera rek að því að fá útskrift af ræðu Guðmundar Árna til að hann skilji nákvæmlega hvað það var sem hv. þm. sagði.