Stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar

Þriðjudaginn 27. febrúar 1996, kl. 17:25:03 (3315)

1996-02-27 17:25:03# 120. lþ. 96.1 fundur 331. mál: #A stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar# frv. 103/1996, ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur

[17:25]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Mér varð einu sinni hált á því að gera greind eins af þingmönnum Sjálfstfl. að umræðuefni úr þessum ræðustól og ætla ekki að gera það aftur í dag enda er hv. þm. Árni Johnsen ekki í salnum. Hins vegar var það svo að það kom fram andstaða, ekki við hlutafélagaformið heldur við frv., sem byggðist á 8. gr. Það var alveg skýrt í ræðu hv. þm. Guðmundar Árna Stefánssonar að hann var algjörlega andstæður meðferðinni á réttindum starfsmannanna. Ég held að það sé ekki hægt að svara þessu með öðrum hætti. Ég mun síðan ef þörf krefur aðstoða hv. þm. Árna M. Mathiesen við lestur á ræðu hv. þm. Guðmundar Árna Stefánssonar og mætti jafnvel kalla til liðsauka ef það dugar ekki.