Almenn hegningarlög

Miðvikudaginn 06. mars 1996, kl. 14:40:04 (3620)

1996-03-06 14:40:04# 120. lþ. 102.10 fundur 333. mál: #A almenn hegningarlög# (barnaklám, samkynhneigð) frv., dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur

[14:40]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar):

Herra forseti. Mér þykir leitt ef ég hef ekki talað nógu skýrt í þessu efni hér áðan. Það var ekki ætlun mín að halda því fram að varslan gerði sönnunarbyrðina erfiðari. En það að við erum að gera vörslu refsiverða gerir það vandasamara að ákveða refsingar. Það var raunverulega það sem ég átti við. Ég vona að það skiljist og biðst afsökunar á því að hafa ekki talað nægilega skýrt áðan. En ég tek að öðru leyti undir það að ég tel fullkomlega eðlilegt að þetta álitaefni fái rækilega skoðun í hv. allshn.