Sameining Vitastofnunar, Hafnamálastofnunar og Siglingamálastofnunar

Miðvikudaginn 06. mars 1996, kl. 15:58:23 (3648)

1996-03-06 15:58:23# 120. lþ. 102.13 fundur 357. mál: #A sameining Vitastofnunar, Hafnamálastofnunar og Siglingamálastofnunar# (frv. samgn.) frv. 7/1996, Frsm. EKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur

[15:58]

Frsm. samgn. (Einar K. Guðfinnsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel nú að frv. gefi ekki tilefni til þess að fella mikla áfellisdóma yfir þeim sem sömdu upphaflega það frv. sem nefndin kaus að leggja til hliðar en leggja þess í stað fram sitt eigið frv. Ég tel að hv. samgn. hafi unnið mjög eðlilega að þessu máli, farið vel ofan í það eins og samgn. gerir jafnan, ævinlega og alltaf. Það var niðurstaða okkar að það væri skynsamlegra í stað þess að gera breytingar á því frv., sem lagt var fram, að leggja fram þetta sjálfstæða frv. og það gerum við. Það er hlutverk löggjafarsamkomunnar að setja lög og stundum er kvartað undan því að við höfum lítið frumkvæði í þeim efnum. En ég þakka hv. þm. fyrir hlý orð og hólið í garð samgn. og vil nefna til viðbótar jafnframt starfsmann nefndarinnar sem hefur lagt á sig mikla vinnu í þessu sambandi.