Innheimtustofnun sveitarfélaga

Mánudaginn 11. mars 1996, kl. 18:56:23 (3796)

1996-03-11 18:56:23# 120. lþ. 104.11 fundur 356. mál: #A Innheimtustofnun sveitarfélaga# (samningar við skuldara) frv. 71/1996, JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur

[18:56]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Það eru tvær spurningar til hæstv. ráðherra. Það er í fyrsta lagi að í umsögn fjmrn. kemur fram að ekki verður séð að frv. fylgi kostnaður fyrir ríkissjóð. Nú er spurning hvort um það sé að ræða að þetta sé hvort sem er tapað fé. Á einhverjum hlýtur það að lenda ef það á að afskrifa höfuðstól skuldara að hluta eða öllu leyti. Þannig að ég stoppaði aðeins við þetta. Dráttarvextir eru alltaf verulega stór þáttur í skuldum meðlagsgreiðenda og á allar skuldir eru reiknaðir dráttarvextir þegar skuldin fer í vanskil. Staðan var sú um síðustu áramót að af þessum 3 eða 5 milljörðum voru um 11 eða 12 hundruð millj. kr. dráttarvextir. Ég spyr því hæstv. ráðherra hvort ekki hafi komið til greina þegar verið var að skoða þessi úrræði að falla frá dráttarvöxtum en taka í staðinn upp almenna samningsvexti?